Enski boltinn

Tveir nýliðar í enska landsliðinu og Stones, Lingard og Shaw snúa aftur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luke Shaw hefur ekki leikið með enska landsliðinu síðan í september 2018.
Luke Shaw hefur ekki leikið með enska landsliðinu síðan í september 2018. getty/Ash Donelon

Tveir nýliðar eru í enska landsliðshópnum sem var tilkynntur í dag. John Stones, Jesse Lingard og Luke Shaw snúa aftur í landsliðið eftir nokkra fjarveru.

Gareth Southgate valdi 26 leikmenn í enska hópinn sem mætir San Marinó, Albaníu og Póllandi í undankeppni HM 2022 síðar í þessum mánuði.

Nýliðarnir í enska hópnum eru markvörðurinn Sam Johnstone hjá West Brom og Ollie Watkins, framherji Aston Villa.

Stones, Lingard og Shaw koma aftur inn í landsliðið eftir að hafa verið úti í kuldanum að undanförnu. Þeir hafa allir leikið vel með sínum félagsliðum síðustu vikurnar.

Southgate valdi þrjá hægri bakverði í enska hópinn en Trent Alexander-Arnold, leikmaður Englandsmeistara Liverpool, er ekki þar á meðal.

Enska hópinn má sjá hér fyrir neðan.

Meðal leikmanna sem Southgate gat ekki valið vegna meiðsla eru Jordan Henderson, Jadon Sancho, Jordan Pickford og Harvey Barnes.

England mætir San Marinó á Wembley 25. mars, Albaníu í Tirana 28. mars og Póllandi á Wembley 31. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×