Botnvörpuveiðar taldar losa jafnmikið og flugsamgöngur Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 15:09 Togarar í höfn. Fiskveiðar við Ísland fara að miklu leyti fram með botnvörpu. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Allt að milljarður tonna af koltvísýringi losnar út í höf jarðar vegna botnvörpuveiða á ári, meira en losnar frá samgöngum út í loftið. Þetta er á meðal bráðabirgðaniðurstaðna nýrrar rannsóknar á hvernig þjóðir geta barist gegn loftslagsbreytingum og hruni vistkerfa hafsins. Lengi hefur verið vitað að veiðar með botnvörpu valda miklum skaða á lífríki hafsbotnsins. Í rannsókninni sem birtist í vísindaritinu Nature í gær er hins vegar reiknað í fyrsta skipti hversu miklu kolefni botnvörpuveiðar þyrla upp úr setlögum á hafsbotninum. Setlögin eru einn stærsti kolefnissvelgur jarðarinnar. Þau gætu órsökuð bundið kolefnis þar í tugi þúsunda ára, að sögn New York Times. Kolefnislosunin frá hafsbotninum hefur ekki bein áhrif á hlýnun við yfirborð jarðar eins og útblástur á gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Þess í stað eykur hún á súrnun sjávar og ógnar þannig lífríki sjávar. Ákveðnar kalkmyndandi sjávarlífverur eins og kórallar, áta, þörungar, skeldýr og lirfur ýmissa sjávardýra eru afar viðkvæmar fyrir smávægilegum breytingum í sýrustigi hafsins. Höf jarðar hafa þegar tekið við um 20-30 prósentum þess kolefnis sem menn hafa losað út í lofthjúp jarðar frá 9. áratugnum og um 90 prósentum umframhlýnunar vegna bruna manna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og jarðgasi. Þannig hefur hafið takmarkað þá hlýnun sem hefur orðið við yfirborð jarðar. Losun kolefnis úr hafsbotninum út í hafið dregur aftur á móti úr getu þess til að taka við kolefni úr lofti. Kínverjar, Rússar, Ítalir, Bretar og Danir eru stórtækustu þjóðirnar í botnvörpuveiðum í heiminum. Veiðar við strendur Íslands fara einnig að mestu leyti fram með botnvörpu. Ákveðin svæði hafa þó verið friðuð til að venda viðkvæmt lífríki eins og kóralla og svampa. Niðurstöður útreikninganna á kolefnisfótspori botnvörpuveiða kom vísindamönnunum verulega á óvart. Trisha Atwood, hafvistfræðingur við Ríkisháskólann í Utah í Bandaríkjunum og einn aðalhöfunda greinar um rannsóknina, líkir togaraveiðum við það að ryðja skóg fyrir landbúnað í viðtali við New York Times. „Þetta þurrkar út líffræðilegan fjölbreytileika, þetta þurrkar út fyrirbæri eins og djúpsjávarkóralla sem taka hundruð ára að vaxa,“ segir Atwood. Nú séu einnig vísbendingar um að veiðarnar losi gríðarlegt magn af koltvísýringi. Atwood og fleiri rannsaka nú hvort að koltvísýringur af hafsbotni endi að lokum úti í lofthjúpnum. Frumniðurstöður benda til þess að mikill hluti hans geri það. Uppfært 19.3.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að höfin hefðu tekið við 90% af kolefni sem menn hafa losað frá upphafi iðnbyltingarinnar. Það rétta er að höfin hafa tekið við um 90% þeirrar umframhlýnunar sem hefur orðið vegna gróðurhúsaáhrifa þess kolefnis sem menn hafa brennt. Loftslagsmál Vísindi Sjávarútvegur Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Ólafur Kjaran aðstoðar Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira
Lengi hefur verið vitað að veiðar með botnvörpu valda miklum skaða á lífríki hafsbotnsins. Í rannsókninni sem birtist í vísindaritinu Nature í gær er hins vegar reiknað í fyrsta skipti hversu miklu kolefni botnvörpuveiðar þyrla upp úr setlögum á hafsbotninum. Setlögin eru einn stærsti kolefnissvelgur jarðarinnar. Þau gætu órsökuð bundið kolefnis þar í tugi þúsunda ára, að sögn New York Times. Kolefnislosunin frá hafsbotninum hefur ekki bein áhrif á hlýnun við yfirborð jarðar eins og útblástur á gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Þess í stað eykur hún á súrnun sjávar og ógnar þannig lífríki sjávar. Ákveðnar kalkmyndandi sjávarlífverur eins og kórallar, áta, þörungar, skeldýr og lirfur ýmissa sjávardýra eru afar viðkvæmar fyrir smávægilegum breytingum í sýrustigi hafsins. Höf jarðar hafa þegar tekið við um 20-30 prósentum þess kolefnis sem menn hafa losað út í lofthjúp jarðar frá 9. áratugnum og um 90 prósentum umframhlýnunar vegna bruna manna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og jarðgasi. Þannig hefur hafið takmarkað þá hlýnun sem hefur orðið við yfirborð jarðar. Losun kolefnis úr hafsbotninum út í hafið dregur aftur á móti úr getu þess til að taka við kolefni úr lofti. Kínverjar, Rússar, Ítalir, Bretar og Danir eru stórtækustu þjóðirnar í botnvörpuveiðum í heiminum. Veiðar við strendur Íslands fara einnig að mestu leyti fram með botnvörpu. Ákveðin svæði hafa þó verið friðuð til að venda viðkvæmt lífríki eins og kóralla og svampa. Niðurstöður útreikninganna á kolefnisfótspori botnvörpuveiða kom vísindamönnunum verulega á óvart. Trisha Atwood, hafvistfræðingur við Ríkisháskólann í Utah í Bandaríkjunum og einn aðalhöfunda greinar um rannsóknina, líkir togaraveiðum við það að ryðja skóg fyrir landbúnað í viðtali við New York Times. „Þetta þurrkar út líffræðilegan fjölbreytileika, þetta þurrkar út fyrirbæri eins og djúpsjávarkóralla sem taka hundruð ára að vaxa,“ segir Atwood. Nú séu einnig vísbendingar um að veiðarnar losi gríðarlegt magn af koltvísýringi. Atwood og fleiri rannsaka nú hvort að koltvísýringur af hafsbotni endi að lokum úti í lofthjúpnum. Frumniðurstöður benda til þess að mikill hluti hans geri það. Uppfært 19.3.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að höfin hefðu tekið við 90% af kolefni sem menn hafa losað frá upphafi iðnbyltingarinnar. Það rétta er að höfin hafa tekið við um 90% þeirrar umframhlýnunar sem hefur orðið vegna gróðurhúsaáhrifa þess kolefnis sem menn hafa brennt.
Loftslagsmál Vísindi Sjávarútvegur Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Ólafur Kjaran aðstoðar Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira