Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tilnefndir til þrennra blaðamannaverðlauna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2021 14:42 Blaðamannaverðlaunin verða afhent eftir viku. Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi hafa verið tilnefndar til blaðamannaverðlaunanna í flokknum Umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. Þá er Nadine einnig tilnefnd í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins fyrir að afhjúpa umfangsmikli og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Sunna Karen Sigurþórsdóttir er tilnefnd til Blaðamannaverðlauna ársins fyrir yfirgripsmiklar og áhrifaríkar fréttir sem fluttar voru beint af vettvangi af aurskriðunum á Seyðisfirði og afleiðingum þeirra. Verðlaunin verða afhent í næstu viku. Hér má sjá tilnefningarnar í heild: Umfjöllun ársins Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson, RÚV. Fyrir fjölbreytta, aðgengilega og upplýsandi umfjöllun af erlendum vettvangi sem vakið hefur athygli í þáttunum Heimskviðum. Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. Sunna Ósk Logadóttir, Bára Huld Beck, Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson og Jónas Atli Gunnarsson, Kjarnanum. Fyrir vandaða og yfirgripsmikla umfjöllun um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg 1 og margháttaðar afleiðingar hans. Viðtal ársins Erla Hlynsdóttir, DV. Fyrir áhrifamikið viðtal við Elísabetu Ronaldsdóttur þar sem lýst er alvarlegu ofbeldi í nánu sambandi. Hlédís Maren Guðmundsdóttir, Stundinni. Fyrir viðtal við fjórar ungar íslenskar konur sem eiga rætur að rekja til Asíu og lýsa kynferðislegum kynþáttafordómum í sinn garð allt frá grunnskólaaldri. Orri Páll Ormarsson, Morgunblaðinu. Fyrir viðtal við Ingva Hrafn Jónsson þar sem hann ræðir um andlát bróður síns og þá ákvörðun hans að þiggja dánaraðstoð. Rannsóknarblaðamennska ársins Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan og Stefán Drengsson, RÚV. Fyrir fréttaskýringarþátt um afdrif tveggja gámaflutningaskipa sem Eimskip seldi í gegnum millilið til niðurrifs í Indlandi þvert á evrópsk lög. Freyr Rögnvaldsson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Stundinni. Fyrir fréttaflutning um plastmengun í Krýsuvík vegna moltudreifingar umhverfisfyrirtækisins Terra sem Samtök atvinnulífsins valdi umhverfisfyrirtæki ársins 2020. Nadine Guðrún Yaghi, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir að afhjúpa umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Blaðamannaverðlaun ársins Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir, RÚV. Fyrir umfjöllun um atvinnuleysi þar sem tekið var á sálrænum, félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum þess í skugga heimsfaraldurs COVID-19. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir yfirgripsmiklar og áhrifaríkar fréttir sem fluttar voru beint af vettvangi af aurskriðunum á Seyðisfirði og afleiðingum þeirra. Þórhildur Þorkelsdóttir, RÚV. Fyrir vönduð fréttatengd viðtöl þar sem sjónum er beint að einstaklingum í erfiðum aðstæðum. Fjölmiðlar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Þá er Nadine einnig tilnefnd í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins fyrir að afhjúpa umfangsmikli og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Sunna Karen Sigurþórsdóttir er tilnefnd til Blaðamannaverðlauna ársins fyrir yfirgripsmiklar og áhrifaríkar fréttir sem fluttar voru beint af vettvangi af aurskriðunum á Seyðisfirði og afleiðingum þeirra. Verðlaunin verða afhent í næstu viku. Hér má sjá tilnefningarnar í heild: Umfjöllun ársins Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson, RÚV. Fyrir fjölbreytta, aðgengilega og upplýsandi umfjöllun af erlendum vettvangi sem vakið hefur athygli í þáttunum Heimskviðum. Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. Sunna Ósk Logadóttir, Bára Huld Beck, Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson og Jónas Atli Gunnarsson, Kjarnanum. Fyrir vandaða og yfirgripsmikla umfjöllun um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg 1 og margháttaðar afleiðingar hans. Viðtal ársins Erla Hlynsdóttir, DV. Fyrir áhrifamikið viðtal við Elísabetu Ronaldsdóttur þar sem lýst er alvarlegu ofbeldi í nánu sambandi. Hlédís Maren Guðmundsdóttir, Stundinni. Fyrir viðtal við fjórar ungar íslenskar konur sem eiga rætur að rekja til Asíu og lýsa kynferðislegum kynþáttafordómum í sinn garð allt frá grunnskólaaldri. Orri Páll Ormarsson, Morgunblaðinu. Fyrir viðtal við Ingva Hrafn Jónsson þar sem hann ræðir um andlát bróður síns og þá ákvörðun hans að þiggja dánaraðstoð. Rannsóknarblaðamennska ársins Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan og Stefán Drengsson, RÚV. Fyrir fréttaskýringarþátt um afdrif tveggja gámaflutningaskipa sem Eimskip seldi í gegnum millilið til niðurrifs í Indlandi þvert á evrópsk lög. Freyr Rögnvaldsson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Stundinni. Fyrir fréttaflutning um plastmengun í Krýsuvík vegna moltudreifingar umhverfisfyrirtækisins Terra sem Samtök atvinnulífsins valdi umhverfisfyrirtæki ársins 2020. Nadine Guðrún Yaghi, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir að afhjúpa umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Blaðamannaverðlaun ársins Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir, RÚV. Fyrir umfjöllun um atvinnuleysi þar sem tekið var á sálrænum, félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum þess í skugga heimsfaraldurs COVID-19. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir yfirgripsmiklar og áhrifaríkar fréttir sem fluttar voru beint af vettvangi af aurskriðunum á Seyðisfirði og afleiðingum þeirra. Þórhildur Þorkelsdóttir, RÚV. Fyrir vönduð fréttatengd viðtöl þar sem sjónum er beint að einstaklingum í erfiðum aðstæðum.
Fjölmiðlar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira