Innlent

Morðvopnið í Rauðagerðismálinu fundið

Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa
Frá vettvangi morðsins í Rauðagerði.
Frá vettvangi morðsins í Rauðagerði. Vísir/Vilhelm

Lögregla hefur lagt hald á byssu sem talið er að hafi verið notuð til að bana albönskum karlmanni í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi.

Margeir vill ekki staðfesta hvar morðvopnið fannst en segir þó að það hafi ekki fundist á heimili neins. Lögregla hefur farið í húsleitir víða að undanförnu, síðast sex í gær. Meðal annars voru brotnar upp dyr í fjölbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum um morguninn og karlmaður leiddur út í járnum fyrir augum konu sinnar og barna.

Byssan er skammbyssa með hljóðdeyfi en talið var líklegt að hljóðdeyfir hefði verið notaður til verknaðarins enda varð enginn nágranni var við það þegar Armando Beqirai var skotinn níu sinnum, meðal annars í höfuð.

Vopnið hefur verið sent utan til greininar en Margeir segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að um morðvopnið sé að ræða.


Tengdar fréttir

Brutu upp dyr snemma morguns í miðbæ Reykjavíkur

Sérsveit ríkislögreglustjóra braut upp útidyr í fjölbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur í gærmorgun. Um var að ræða hluta af aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsóknina í Rauðagerðismálinu.

Níu skotáverkar á líkama hins látna

Í bráðabirgðaskýrslu réttarmeinafræðings vegna réttarkrufningar á Armando Beqirai, mannsins sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar, kemur fram að hann hafi hlotið níu skotáverka, meðal annars í höfuð, bol og lífsnauðsynleg líffæri. Þá fundust níu skothylki á vettvangi glæpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×