Iheanacho skaut Man Utd úr bikarnum - Mæta Southampton í undanúrslitum Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. mars 2021 18:56 Á leið í undanúrslit. vísir/Getty Manchester United er úr leik í enska bikarnum eftir 3-1 tap fyrir Leicester City í síðasta leik 8-liða úrslitanna. Liðin áttust við á heimavelli Leicester í dag og það má segja að brasilíski miðjumaðurinn Fred hafi séð um að koma heimamönnum á bragðið. Hann gerði sig sekan um skelfileg mistök á 24.mínútu þegar hann lagði boltann fyrir fætur Kelechi Iheanacho sem þakkaði pent fyrir sig og kom heimamönnum í forystu. Mason Greenwood sá um að jafna metin fyrir gestina eftir góðan undirbúning Paul Pogba og Donny van de Beek og fóru liðin með jafna stöðu í leikhléið. Síðari hálfleikur var aðeins fimm mínútna gamall þegar Youri Tielemans náði forystunni að nýju fyrir heimamenn. Eftir klukkutíma leik brá Ole Gunnar Solskjær á það ráð að henda í fjórfalda skiptingu en það varð ekki til þess að skjóta Man Utd inn í leikinn. Þvert á móti gerði Iheanacho sitt annað mark á 77.mínútu og gulltryggði sigur Leicester. Í hálfleik var dregið í undanúrslitin og mun Leicester mæta Southampton á meðan Man City og Chelsea eigast við í hinni viðureigninni. Enski boltinn
Manchester United er úr leik í enska bikarnum eftir 3-1 tap fyrir Leicester City í síðasta leik 8-liða úrslitanna. Liðin áttust við á heimavelli Leicester í dag og það má segja að brasilíski miðjumaðurinn Fred hafi séð um að koma heimamönnum á bragðið. Hann gerði sig sekan um skelfileg mistök á 24.mínútu þegar hann lagði boltann fyrir fætur Kelechi Iheanacho sem þakkaði pent fyrir sig og kom heimamönnum í forystu. Mason Greenwood sá um að jafna metin fyrir gestina eftir góðan undirbúning Paul Pogba og Donny van de Beek og fóru liðin með jafna stöðu í leikhléið. Síðari hálfleikur var aðeins fimm mínútna gamall þegar Youri Tielemans náði forystunni að nýju fyrir heimamenn. Eftir klukkutíma leik brá Ole Gunnar Solskjær á það ráð að henda í fjórfalda skiptingu en það varð ekki til þess að skjóta Man Utd inn í leikinn. Þvert á móti gerði Iheanacho sitt annað mark á 77.mínútu og gulltryggði sigur Leicester. Í hálfleik var dregið í undanúrslitin og mun Leicester mæta Southampton á meðan Man City og Chelsea eigast við í hinni viðureigninni.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti