Hissa á uppsögn Basta og ræddu um vinaklíkuna í Safamýrinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 22:30 Sebastian Alexandersson heldur ekki áfram með Fram. vísir/hulda margrét Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru hissa á þeirri ákvörðun Fram að segja þjálfaranum Sebastian Alexanderssyni upp störfum. Hann stýrir Fram út tímabilið en Einar Jónsson tekur svo við liðinu. Uppsögn Sebastians var til umræðu hjá þeim Jóhanni Gunnari Einarssyni og Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær. „Ég var mjög hissa,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir eru að fá týnda soninn heim en maður er alltaf hissa þegar þjálfarar eru látnir fara þegar maður sér ekki af hverju. Þeir eru ekkert mjög ofarlega og eru ekki með mannskap í það eins og er en eru miklu betri en þeir hafa verið síðustu tvö til þrjú ár.“ Ásgeir Örn tók í sama streng og Jóhann Gunnar. Hann sagði Sebastian hafa gert góða hluti í Safamýrinni. „Þetta kom mér mjög mikið á óvart. Mér fannst holningin á Frömmurum fín og fannst þeir líta betur út en oft áður. Ef þú dæmir þetta bara út frá leikjunum er þetta illskiljanlegt. En við vitum ekkert hvað er að gerast bak við tjöldin og á æfingum. Það er það eina sem manni dettur í hug, að það sé einhver ólga,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Henry Birgir Gunnarsson spurði gamla Frammarann Jóhann Gunnar út í meinta ólgu í Safamýrinni. Hann sagðist ekki telja að Sebastian væri búinn að missa klefann en Einar hafi sterk tengsl við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Þetta er ekki það held ég. Maður hefur heyrt að þetta sé þessi vinaklíka. Þetta er samheldinn hópur í stjórninni, fyrrverandi leikmenn sem þekkja Einar Jónsson mjög vel. Og eins Basti sagði í viðtali og var mjög opinskár með, fengu þeir fyrsta kostinn sinn ári seinna. Eins og pælingin hafi alltaf verið að fá Einar Jónsson,“ sagði Jóhann Gunnar sem tók þó fram að hann væri hrifinn af Einari sem þjálfara enda urðu þeir Íslandsmeistarar saman með Fram 2013. Hann sé því í hálfgerðri klemmu. „Basti er líka minn maður. Ég vann lengi með honum. Ég er beggja megin og finnst þetta ömurlegt. Ég get ekki ákveðið mig. Þetta er samt svo skrítið því það var ekkert sem benti til þess að Basti væri að gera eitthvað slæmt eða rangt.“ Í Lokaskotinu ræddu þeir Jóhann Gunnar og Ásgeir Örn einnig um möguleika Þórs á að halda sér í Olís-deildinni. Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Leik lokið: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Sjá meira
Uppsögn Sebastians var til umræðu hjá þeim Jóhanni Gunnari Einarssyni og Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær. „Ég var mjög hissa,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir eru að fá týnda soninn heim en maður er alltaf hissa þegar þjálfarar eru látnir fara þegar maður sér ekki af hverju. Þeir eru ekkert mjög ofarlega og eru ekki með mannskap í það eins og er en eru miklu betri en þeir hafa verið síðustu tvö til þrjú ár.“ Ásgeir Örn tók í sama streng og Jóhann Gunnar. Hann sagði Sebastian hafa gert góða hluti í Safamýrinni. „Þetta kom mér mjög mikið á óvart. Mér fannst holningin á Frömmurum fín og fannst þeir líta betur út en oft áður. Ef þú dæmir þetta bara út frá leikjunum er þetta illskiljanlegt. En við vitum ekkert hvað er að gerast bak við tjöldin og á æfingum. Það er það eina sem manni dettur í hug, að það sé einhver ólga,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Henry Birgir Gunnarsson spurði gamla Frammarann Jóhann Gunnar út í meinta ólgu í Safamýrinni. Hann sagðist ekki telja að Sebastian væri búinn að missa klefann en Einar hafi sterk tengsl við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Þetta er ekki það held ég. Maður hefur heyrt að þetta sé þessi vinaklíka. Þetta er samheldinn hópur í stjórninni, fyrrverandi leikmenn sem þekkja Einar Jónsson mjög vel. Og eins Basti sagði í viðtali og var mjög opinskár með, fengu þeir fyrsta kostinn sinn ári seinna. Eins og pælingin hafi alltaf verið að fá Einar Jónsson,“ sagði Jóhann Gunnar sem tók þó fram að hann væri hrifinn af Einari sem þjálfara enda urðu þeir Íslandsmeistarar saman með Fram 2013. Hann sé því í hálfgerðri klemmu. „Basti er líka minn maður. Ég vann lengi með honum. Ég er beggja megin og finnst þetta ömurlegt. Ég get ekki ákveðið mig. Þetta er samt svo skrítið því það var ekkert sem benti til þess að Basti væri að gera eitthvað slæmt eða rangt.“ Í Lokaskotinu ræddu þeir Jóhann Gunnar og Ásgeir Örn einnig um möguleika Þórs á að halda sér í Olís-deildinni. Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Leik lokið: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti