Franski heimsmeistarinn kom inn af bekknum hjá United í hálfleik en hann reyndist hetja liðsins í 0-1 sigrinum í Mílanó. Mark sem skaut United áfram í næstu umferð.
„Hann spilaði stórkostlega eftir að hann kom inn á,“ sagði Hargreaves er hann var spekingur BT Sport í gærkvöldi.
„Hann kom inn með mikil gæði. Markið var frábært. Allt við spilamennsku hans í síðari hálfleik var frábært.“
Leikurinn í gær var ekki opin en mikið jafnræði var með liðunum. Hargreaves segir þó að United hafi verið sterkari aðilinn heilt yfir.
„Verum bara hreinskilnir; United var betra liðið. Milan spilaði vel en þeir sköpuðu ekki mörg færi.“
„Solskjær steig upp í dag og það gerði Pogba einnig. Hann var alltaf að koma sér í boltann og hann var munurinn á liðunum.“
„Hann kom inn með gæði þegar United þurfti þess,“ bætti Hargreaves við.
Owen Hargreaves hails 'fabulous' Paul Pogba after his goal guided Man United past AC Milan https://t.co/4EzlQyNQuH
— MailOnline Sport (@MailSport) March 19, 2021

Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.