Gos hafið í Geldingadal Sylvía Hall og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 19. mars 2021 21:45 Gos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall í kvöld. Myndin er úr myndskeiði Landhelgisgæslunnar, sem flaug yfir gosstöðvarnar fyrr í kvöld. Landhelgisgæslan Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er mjó hrauntunga sem rennur í suðsuðvestur og önnur tunga í vestur. Syðri endi tungunnar er um 2,6 km frá Suðurstrandarvegi, en sprungan sjálf er um 500 til 700 metrar. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi var lokað um tíma á ellefta tímanum í kvöld. Vegirnir voru opnaðir á ný eftir að ljóst varð í hvaða átt hraunið rann. Sérfræðingar segja staðsetningu gossins afar góða og hefur gosinu verið lýst sem ræfilslegu. Í aukafréttatíma Stöðvar 2 sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, að gosið hefði komið henni á óvart. Hún var þá nýkomin úr flugi með Landhelgisgæslunni yfir gosstöðvarnar. Fólk nærri mögulegu gossvæði sagðist á tíunda tímanum hafa séð ljósbjarma frá svæðinu og höfðu fréttastofu borist samskonar ábendingar. Fyrsta tilkynning barst Veðurstofu Íslands klukkan 21:20, en það var svo klukkan 21:55 sem staðfest var að eldgos væri hafið. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veðurstofunni hófst gosið klukkan 20:45. Hér sjáum við staðsetningu gossins við í Geldingadal.Grafík/Hafsteinn
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er mjó hrauntunga sem rennur í suðsuðvestur og önnur tunga í vestur. Syðri endi tungunnar er um 2,6 km frá Suðurstrandarvegi, en sprungan sjálf er um 500 til 700 metrar. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi var lokað um tíma á ellefta tímanum í kvöld. Vegirnir voru opnaðir á ný eftir að ljóst varð í hvaða átt hraunið rann. Sérfræðingar segja staðsetningu gossins afar góða og hefur gosinu verið lýst sem ræfilslegu. Í aukafréttatíma Stöðvar 2 sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, að gosið hefði komið henni á óvart. Hún var þá nýkomin úr flugi með Landhelgisgæslunni yfir gosstöðvarnar. Fólk nærri mögulegu gossvæði sagðist á tíunda tímanum hafa séð ljósbjarma frá svæðinu og höfðu fréttastofu borist samskonar ábendingar. Fyrsta tilkynning barst Veðurstofu Íslands klukkan 21:20, en það var svo klukkan 21:55 sem staðfest var að eldgos væri hafið. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veðurstofunni hófst gosið klukkan 20:45. Hér sjáum við staðsetningu gossins við í Geldingadal.Grafík/Hafsteinn
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira