Handbolti

Saga Sif kemur inn fyrir Steinunni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Saga Sif gæti spilað sinn fyrsta landsleik í kvöld.
Saga Sif gæti spilað sinn fyrsta landsleik í kvöld. Vísir/Vilhelm

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðisins í handbolta, verður ekki með þegar liðið mætir Grikklandi í kvöld. Steinunn meiddist þegar stelpurnar töpuðu gegn Norður Makedóníu í gærkvöldi. Saga Sif Gísladóttir kemur inn í hópinn í hennar stað og gæti spilað sinn fyrsta landsleik.

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta hefur valið þá 16 leikmenn sem spila gegn Grikklandi í undankeppni HM. Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði liðsins, getur ekki spilað vegna meiðsla. 

Markvörðurinn Saga Sif Gísladóttir kemur inn í hópinn fyrir Steinunni, en Saga Sif gæti spilað sinn fyrsta landsleik í kvöld.

Liðið fer því með þrjá markmenn í leikinn í kvöld, en ásamt Sögu Sif eru þær Katrín Ósk Magnúsdóttir og Elín Jóna Þorsteinsdóttir í hópnum.

Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður honum streymt á Youtube, en hægt er að nálgast slóðina með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Steinunn ekki meira með í Skopje

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Íslands, verður væntanlega ekki meira með íslenska liðinu í Skopje í Norður-Makedóníu.

Umfjöllun: Ísland - Norður Makedónía 17-24 | Skellur í fyrsta leik

Ísland mætti Norður-Makedóníu í fyrsta leik undankeppni HM sem fer fram í Skopje í Norður- Makedóníu. Íslenska landsliðið byrjaði vel en urðu fyrir áfalli undir miðjan fyrri hálfleik og áttu erfitt uppdráttar eftir það. Lokatölur leiksins, 17-24.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×