Á von á gasinu til höfuðborgarsvæðisins upp úr hádegi Eiður Þór Árnason skrifar 20. mars 2021 11:27 Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Von er á því að gas úr gosinu í Geldingadal berist í átt að höfuðborgarsvæðinu frá og með hádegi í dag og fram eftir kvöldi. Þetta segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hún segir þó litlar líkur á að gasið verði í hættulegu magni og líklegast að það verði mjög lítið. Kristín segir of snemmt að segja til um það hvort íbúar verði í kjölfarið hvattir til að loka gluggum og hækka hitann í húsum sínum líkt og íbúar austan við eldstöðvarnar, í Ölfusi, Selvogi, Þorlákshöfn, Hveragerði og á Árborgarsvæðinu voru beðnir um seint í gærkvöldi. „Við skulum bara aðeins bíða og sjá hvað kemur út úr þessum mælingum en það er alveg hugsanlegt að slík tilmæli eigi eftir að koma frá almannavörnum.“ Nú sé unnið að því að yfirfæra mælingar til að auka nákvæmni gasdreifingarspár áður en hún verður birt almenningi. „Í ljósi þess að þetta er lítið gos þá er ólíklegt að þetta verði mikið til trafala.“ Kristín segir að það hafi ekki komið vísindamönnum á óvart að hraun hafi komið upp þar sem kvikugangurinn er frekar breiður og gott aðgengi er að kviku. Ein sprunga er nú opin á svæðinu en að sögn Kristínar er hugsanlegt að fleiri sprungur eigi eftir að opnast á svipuðum slóðum. Ómögulegt sé að spá fyrir um hvort umfang gossins komi til með að myndi aukast ef svo fari en Veðurstofan greindi frá því í morgun að virkni hafi minnkað frá því í gær. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Ekki líklegt að gasmengun berist til Grindavíkur Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að eldgosið í Geldingadal hafi létt á spennu á svæðinu og þess sé vænst að jarðskjálftum muni fækka. Enn sé þó mögulegt að þeim gæti fjölgað, þó það sé ólíklegra. 20. mars 2021 10:35 Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa. 20. mars 2021 10:33 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Kristín segir of snemmt að segja til um það hvort íbúar verði í kjölfarið hvattir til að loka gluggum og hækka hitann í húsum sínum líkt og íbúar austan við eldstöðvarnar, í Ölfusi, Selvogi, Þorlákshöfn, Hveragerði og á Árborgarsvæðinu voru beðnir um seint í gærkvöldi. „Við skulum bara aðeins bíða og sjá hvað kemur út úr þessum mælingum en það er alveg hugsanlegt að slík tilmæli eigi eftir að koma frá almannavörnum.“ Nú sé unnið að því að yfirfæra mælingar til að auka nákvæmni gasdreifingarspár áður en hún verður birt almenningi. „Í ljósi þess að þetta er lítið gos þá er ólíklegt að þetta verði mikið til trafala.“ Kristín segir að það hafi ekki komið vísindamönnum á óvart að hraun hafi komið upp þar sem kvikugangurinn er frekar breiður og gott aðgengi er að kviku. Ein sprunga er nú opin á svæðinu en að sögn Kristínar er hugsanlegt að fleiri sprungur eigi eftir að opnast á svipuðum slóðum. Ómögulegt sé að spá fyrir um hvort umfang gossins komi til með að myndi aukast ef svo fari en Veðurstofan greindi frá því í morgun að virkni hafi minnkað frá því í gær. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Ekki líklegt að gasmengun berist til Grindavíkur Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að eldgosið í Geldingadal hafi létt á spennu á svæðinu og þess sé vænst að jarðskjálftum muni fækka. Enn sé þó mögulegt að þeim gæti fjölgað, þó það sé ólíklegra. 20. mars 2021 10:35 Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa. 20. mars 2021 10:33 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
„Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25
Ekki líklegt að gasmengun berist til Grindavíkur Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að eldgosið í Geldingadal hafi létt á spennu á svæðinu og þess sé vænst að jarðskjálftum muni fækka. Enn sé þó mögulegt að þeim gæti fjölgað, þó það sé ólíklegra. 20. mars 2021 10:35
Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa. 20. mars 2021 10:33