Erindrekar í Malasíu reknir heim til Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2021 13:12 Kassar fluttir úr sendiráði Norður-Kóreu í Kúala Lúmpúr. AP/Vincent Thian Erindrekar Norður-Kóreu hafa yfirgefið sendiráð ríkisins í Malasíu og setja stefnuna heim á leið eftir að ríkin tvö slitu opinberum samskiptum. Það var gert eftir að Malasía framseldi grunaðan glæpamann frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna. Fáni Norður-Kóreu við sendiráðið hefur verið tekinn niður en opinber samskipti ríkjanna tveggja hafa í raun verið engin frá árinu 2017. Þá var hálfbróðir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu myrtur með VX taugaeitri, sem er skilgreint sem gereyðingarvopn, og hafa útsendarar Norður-Kóreu verið sakaðir um morðið. Talið er að þessir útsendarar hafi platað tvær konur til að smyrja eitri framan í Kim Jong-nam. Sjá einnig: Meintur morðingi Kim Jong-nam látinn laus Fyrr í þessari viku framseldi Malasía mann frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna en sá er grunaður um peningaþvætti. Á föstudaginn tilkynntu yfirvöld Norður-Kóreu að þau ætluðu að slíta samskiptum formlega við ríkið og Í Malasíu var brugðist við með því að vísa erindrekum Norður-Kóreu úr landi. AP fréttaveitan hefur eftir háttsettum erindreka Norður-Kóreu í Malasíu að ríkisstjórn landsins hafi framið ófyrirgefandi glæp með því að framselja áðurnefndan mann. Þá sakaði hann ríkisstjórn Malasíu um að taka þátt í samsæri Bandaríkjanna gegn einræðisríkinu Norður-Kóreu. Erindrekinn, sem heitir Kim Yu Song, sagði að með framsalinu hefði Malasía gereyðilagt samskipti ríkjanna. Norður-Kóreumenn hafa kallað ásakanir um fjárþvætti vera uppspuna og að Bandaríkin myndu gjalda fyrir þær. Hér má sjá yfirlýsingu Kim. Sá sem var framseldur heitir Mun Chol Myong og hafði búið í Malasíu í áratug áður en hann var handtekinn í maí 2019. Hann var sakaður um svik, peningaþvætti og að koma að flutning munaðarvara frá Singapúr til Norður-Kóreu, í trássi við viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna. Hann var framseldur eftir að Hæstiréttur Malasíu vísaði frá áfrýjun hans þar sem hann sagði ákærurnar gegn sér eiga rætur í pólitík. Malasía Norður-Kórea Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Fáni Norður-Kóreu við sendiráðið hefur verið tekinn niður en opinber samskipti ríkjanna tveggja hafa í raun verið engin frá árinu 2017. Þá var hálfbróðir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu myrtur með VX taugaeitri, sem er skilgreint sem gereyðingarvopn, og hafa útsendarar Norður-Kóreu verið sakaðir um morðið. Talið er að þessir útsendarar hafi platað tvær konur til að smyrja eitri framan í Kim Jong-nam. Sjá einnig: Meintur morðingi Kim Jong-nam látinn laus Fyrr í þessari viku framseldi Malasía mann frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna en sá er grunaður um peningaþvætti. Á föstudaginn tilkynntu yfirvöld Norður-Kóreu að þau ætluðu að slíta samskiptum formlega við ríkið og Í Malasíu var brugðist við með því að vísa erindrekum Norður-Kóreu úr landi. AP fréttaveitan hefur eftir háttsettum erindreka Norður-Kóreu í Malasíu að ríkisstjórn landsins hafi framið ófyrirgefandi glæp með því að framselja áðurnefndan mann. Þá sakaði hann ríkisstjórn Malasíu um að taka þátt í samsæri Bandaríkjanna gegn einræðisríkinu Norður-Kóreu. Erindrekinn, sem heitir Kim Yu Song, sagði að með framsalinu hefði Malasía gereyðilagt samskipti ríkjanna. Norður-Kóreumenn hafa kallað ásakanir um fjárþvætti vera uppspuna og að Bandaríkin myndu gjalda fyrir þær. Hér má sjá yfirlýsingu Kim. Sá sem var framseldur heitir Mun Chol Myong og hafði búið í Malasíu í áratug áður en hann var handtekinn í maí 2019. Hann var sakaður um svik, peningaþvætti og að koma að flutning munaðarvara frá Singapúr til Norður-Kóreu, í trássi við viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna. Hann var framseldur eftir að Hæstiréttur Malasíu vísaði frá áfrýjun hans þar sem hann sagði ákærurnar gegn sér eiga rætur í pólitík.
Malasía Norður-Kórea Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira