Innlent

Svona var 170. upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fulltrúar fjölmiðla verða á staðnum og spyrja sóttvarnalækni um stöðu mála.
Fulltrúar fjölmiðla verða á staðnum og spyrja sóttvarnalækni um stöðu mála. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Upplýsingafundirnir hafa undanfarið aðeins verið á fimmtudögum en boðað er til fundar í dag eftir að nokkur fjöldi greindist smitaður um helgina.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Ölmu Möller landlækni og Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 Vísi og í textalýsingu að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×