Hleypa þurfi fólki nær og stika leiðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2021 10:27 Tómas við eldgosið að næturlagi um helgina. Aðsend Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og útvistarmaður, segir mikilvægt að auðvelda fólki aðgang að eldgosi á borð við það sem hófst í Geldingadal á föstudaginn. Auðvitað verði að virða lokun nú þegar veður er vont og hætta á gasmengun en í framhaldinu þurfi að hugsa strax í hvaða farveg eigi að beina straumi fólks svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum. Tómas ræddi eldgosið í samhengi náttúrufegurðar og útivistar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann fór í næturferð ásamt vönu útivistarfólki um helgina þar sem þeir hjóluðu frá Grindavík eftir Suðurstrandarvegi og skildu svo hjólin eftir í Nátthaga. Ferð þeirra tók um fimmtíu mínútur á hjóli og fjörutíu mínútur á göngu. Þeir fóru nærri gosinu. „Ég þori varla að segja frá því. Ég fór mjög nálægt því. Ég var ekki að taka rosalega áhættu,“ segir Tómas en með í för var meðal annars Haraldur Örn Ólafsson pólfari. Almannavarnir mæltu með því við fólk um helgina að ganga frá Bláa lóninu eða Þorbirni. Þar virtust almannavarnir helst hafa í huga að fólk legði bílum sínum á bílastæðum og vindáttin. Tómas veltir því fyrir sér hvort það hafi verið mistök. „Það er mun lengri leið og meiri líkur á að fólk örmagnist. Hin leiðin, Suðurstrandarvegsleiðin, er mun styttri og mun þægilegra að rata,“ segir Tómas. Hann segir Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing hafa slegið tóninn í gær þegar hann velti upp hvort ekki ætti að gera fólki auðveldara að komast að gosinu. „Mér finnst alveg ótækt að fólki verði meinaður aðgangur að svona stórkostlegu gosi eins og þessu. Þetta er eitthvað sem þú gleymir aldrei,“ segir Tómas. Auðvitað séu einhverjir sem búi sig ekki vel en mikill meirihluti sem voru um nóttina á sama tíma og hann hafi verið vel búinn. „Ég sá til dæmis einn mann í strigaskóm og gallabuxum eins og hann væri að labba á Laugaveginum. Það verða alltaf slík tilvik.“ Tómas telur mikilvægt að stytta gönguleiðina með því að leyfa fólki að koma nær. Sömuleiðis að setja upp stikur svo fólk sé ekki að labba yfir gróðurinn hvar sem er. „Að mínu mati er alls ekki hægt að loka svæðinu af. Það væri líka slys ef það væri gert. Það er stórkostlegt að fylgjast með þessu. Sumir eru að segja að þetta sé bara lítið gos. Það er ekki rétt. Ég hef verið svo heppinn að sjá helling af eldgosum á minni ævi. Þetta er með því fallegasta sem ég hef séð. Svo er þetta eins og hringleikahús. Dalurinn er umleikinn fjöllum.“ Hann leggur áherslu á að hann sé ekki að hvetja fólk til göngu í dag þegar veður sé vont og hætta á gasmengun. Ótrúleg auglýsing „Maður verður að hlýða því en vonandi verður hægt að búa þannig um hnútana að gera þetta auðveldara og hjápa fólki að komast að svæðinu. Þótt það þurfi ekki að fara að hrauninu eða ofan í lægðina þar sem geta verið gös eins og koldíoxíð sem getur verið hættulegt manni.“ Þá sé mikilvægt að þeir sem fari að nóttu til séu búnir góðum ljósum og GPS-tækjum. Fólk þurfi að vera vant útivistarfólk. „Lausnin er alls ekki að loka svæðinu alveg heldur að auðvelda fólki aðgengi. Líka hugsa til þeirra sem eru faltaðir, vilja bera gosið augum.Finna lausnir fyrri þá líka. Það eru slóðar þarna úti um allt. Við verðum að hugsa núna í hvaða farveg við viljum beina straumnum svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum.“ Um sé að ræða ótrúlega auglýsingu fyrir landið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Fjallamennska Grindavík Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Tómas ræddi eldgosið í samhengi náttúrufegurðar og útivistar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann fór í næturferð ásamt vönu útivistarfólki um helgina þar sem þeir hjóluðu frá Grindavík eftir Suðurstrandarvegi og skildu svo hjólin eftir í Nátthaga. Ferð þeirra tók um fimmtíu mínútur á hjóli og fjörutíu mínútur á göngu. Þeir fóru nærri gosinu. „Ég þori varla að segja frá því. Ég fór mjög nálægt því. Ég var ekki að taka rosalega áhættu,“ segir Tómas en með í för var meðal annars Haraldur Örn Ólafsson pólfari. Almannavarnir mæltu með því við fólk um helgina að ganga frá Bláa lóninu eða Þorbirni. Þar virtust almannavarnir helst hafa í huga að fólk legði bílum sínum á bílastæðum og vindáttin. Tómas veltir því fyrir sér hvort það hafi verið mistök. „Það er mun lengri leið og meiri líkur á að fólk örmagnist. Hin leiðin, Suðurstrandarvegsleiðin, er mun styttri og mun þægilegra að rata,“ segir Tómas. Hann segir Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing hafa slegið tóninn í gær þegar hann velti upp hvort ekki ætti að gera fólki auðveldara að komast að gosinu. „Mér finnst alveg ótækt að fólki verði meinaður aðgangur að svona stórkostlegu gosi eins og þessu. Þetta er eitthvað sem þú gleymir aldrei,“ segir Tómas. Auðvitað séu einhverjir sem búi sig ekki vel en mikill meirihluti sem voru um nóttina á sama tíma og hann hafi verið vel búinn. „Ég sá til dæmis einn mann í strigaskóm og gallabuxum eins og hann væri að labba á Laugaveginum. Það verða alltaf slík tilvik.“ Tómas telur mikilvægt að stytta gönguleiðina með því að leyfa fólki að koma nær. Sömuleiðis að setja upp stikur svo fólk sé ekki að labba yfir gróðurinn hvar sem er. „Að mínu mati er alls ekki hægt að loka svæðinu af. Það væri líka slys ef það væri gert. Það er stórkostlegt að fylgjast með þessu. Sumir eru að segja að þetta sé bara lítið gos. Það er ekki rétt. Ég hef verið svo heppinn að sjá helling af eldgosum á minni ævi. Þetta er með því fallegasta sem ég hef séð. Svo er þetta eins og hringleikahús. Dalurinn er umleikinn fjöllum.“ Hann leggur áherslu á að hann sé ekki að hvetja fólk til göngu í dag þegar veður sé vont og hætta á gasmengun. Ótrúleg auglýsing „Maður verður að hlýða því en vonandi verður hægt að búa þannig um hnútana að gera þetta auðveldara og hjápa fólki að komast að svæðinu. Þótt það þurfi ekki að fara að hrauninu eða ofan í lægðina þar sem geta verið gös eins og koldíoxíð sem getur verið hættulegt manni.“ Þá sé mikilvægt að þeir sem fari að nóttu til séu búnir góðum ljósum og GPS-tækjum. Fólk þurfi að vera vant útivistarfólk. „Lausnin er alls ekki að loka svæðinu alveg heldur að auðvelda fólki aðgengi. Líka hugsa til þeirra sem eru faltaðir, vilja bera gosið augum.Finna lausnir fyrri þá líka. Það eru slóðar þarna úti um allt. Við verðum að hugsa núna í hvaða farveg við viljum beina straumnum svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum.“ Um sé að ræða ótrúlega auglýsingu fyrir landið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Fjallamennska Grindavík Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira