Íslenski boltinn

Fólk sent í sótt­kví eftir nám­skeið hjá KSÍ um helgina

Eiður Þór Árnason skrifar
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Vísir/Sigurjón

Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi.

Hún segir að rúmlega tuttugu hafi tekið skriflegt próf í dómarafræðum í tengslum við námskeiðið sem hafi sjálft farið fram í minni einingum. Tók smitaði einstaklingurinn einungis þátt í afmörkuðum hluta námskeiðsins sem áðurnefndur starfsmaður KSÍ kenndi. 

Hvorki Klara né Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna, gátu veitt upplýsingar um nákvæman fjölda þeirra sem sendir voru í sóttkví eftir námskeiðið.

Fimm einstaklingar greindust innanlands með Covid-19 í gær en alls hafa sjö greinst síðustu þrjá sólarhringa. Þrír þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir sem greindust um helgina voru í sóttkví.


Tengdar fréttir

Leik­maður Fylkis smitaður

Leikmaður karlaliðs Fylkis er smitaður af kórónuveirunni en liðið mætti Stjörnunni í Lengjubikarnum á laugardaginn. 

Sjö greindust innan­lands síðustu þrjá sólar­hringa

Sjö greindust innan­lands síðustu þrjá sólar­hringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×