500. landsleikurinn fram undan: Sá eini sem hefur spilað fyrir sautján ára afmælið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 15:30 Sigurður Jónsson lék með íslenska landsliðinu frá 1983 til 1999. Hér til hægri sést hann koma inn á sem varamaður á Laugardalsvellinum í júní 1983 en þetta er úrklippa af baksíðu Morgunblaðsins þar sem má sjá mynd Skapta Hallgrímssonar. Samsett/Getty&timarit.is Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar leik númer 500 í Þýskalandi á fimmtudagskvöldið og Vísir ætlar að skoða nokkur met landsliðsins í þessum fyrstu 499 leikjum. Skagamaðurinn Sigurður Jónsson er sá yngsti sem hefur spilað fyrir íslenska A-landsliðið. Sigurður Jónsson hefur átt metið yfir yngsta landsliðsmanninn í að verða 38 ár en hann lék sinn fyrsta A-landsleik á Laugardalsvellinum 5. júní 1983. Sigurður kom þá inn á sem varamaður fyrir Pétur Pétursson á 70. mínútu leiksins. Hann var aðeins sextán ára og rúmlega átta mánaða gamall og bætti þar tæplega ellefu ára met Ásgeirs Sigurvinssonar. „Ég fann ekkert fyrir þessu og var ekkert nervös fyrir leikinn eða þegar ég var látinn fara inn á. Ég átti ekki von á því að fá minn fyrsta A-landsleik svona snemma," sagði hann eftir leikinn. „En það var gaman að þessu og að fá að vera með i hópnum. Þetta eru allt fínir strákar og þeir studdu allir sem einn við bakið á mér í þessum leik mínum, sagði Sigurður Jónsson í samtali við DV eftir leikinn. Skjamynd/timarit.is/Morgunblaðið Hann setti ekki aðeins met hjá íslenska A-landsliðinu heldur var hann yngsti leikmaður í undankeppni EM. Sigurður hélt því meti þar til í september 2014 þegar Martin Ödegaard, núverandi leikmaður Arsenal, kom inn á hjá norska landsliðinu á móti Búlgaríu 30. september 2014 þegar hann var aðeins fimmtán ára og 300 daga gamall. Sigurður var meira en fimm mánuðum yngri en þáverandi methafi hjá íslenska landsliðinu. Ásgeir Sigurvinsson var sautján ára og næstum því tveggja mánaða þegar hann lék sinn fyrsta landsleik á móti Dönum á Laugardalsvelli 3. júní 1972. Ásgeir kom þá inn á sem varamaður fyrir Hermann Gunnarsson á 41. mínútu leiksins. Ásgeir bætti þá átta ára gamalt met Eyleifs Hafsteinssonar um einn leik. Sigurður Jónsson spilaði sinn annan landsleik rúmum tveimur mánuðum síðar og var þá í byrjunarliði í vináttulandsleik á móti Svíum. Hann er líka sá yngsti sem hefur byrjað inn á í A-landsleik. Sigurður spilaði alls 65 A-landsleiki en sá síðasti var í september árið 1999. Yngstu leikmenn Íslands frá upphafi: Sigurður Jónsson á móti Möltu 1983: 16 ára, 8 mánaða og 9 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Danmörku 1972: 17 ára, 1 mánaða og 25 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Skotlandi 1964: 17 ára, 1 mánaða og 26 daga Kári Árnason á móti Englandi 1961: 17 ára, 6 mánaða og 22 daga Eiður Smári Guðjohnsen á móti Eistlandi: 17 ára, 7 mánaða og 9 daga Ísak Bergmann Jóhannesson á móti Englandi 2020: 17 ára, 7 mánaða og 26 daga Ríkharður Jónsson á móti Noregi 1947: 17 ára, 8 mánaða og 12 daga Jóhann Berg Guðmundsson á móti Aserbaísjan 2008: 17 ára, 9 mánaða og 24 daga HM 2022 í Katar Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
Sigurður Jónsson hefur átt metið yfir yngsta landsliðsmanninn í að verða 38 ár en hann lék sinn fyrsta A-landsleik á Laugardalsvellinum 5. júní 1983. Sigurður kom þá inn á sem varamaður fyrir Pétur Pétursson á 70. mínútu leiksins. Hann var aðeins sextán ára og rúmlega átta mánaða gamall og bætti þar tæplega ellefu ára met Ásgeirs Sigurvinssonar. „Ég fann ekkert fyrir þessu og var ekkert nervös fyrir leikinn eða þegar ég var látinn fara inn á. Ég átti ekki von á því að fá minn fyrsta A-landsleik svona snemma," sagði hann eftir leikinn. „En það var gaman að þessu og að fá að vera með i hópnum. Þetta eru allt fínir strákar og þeir studdu allir sem einn við bakið á mér í þessum leik mínum, sagði Sigurður Jónsson í samtali við DV eftir leikinn. Skjamynd/timarit.is/Morgunblaðið Hann setti ekki aðeins met hjá íslenska A-landsliðinu heldur var hann yngsti leikmaður í undankeppni EM. Sigurður hélt því meti þar til í september 2014 þegar Martin Ödegaard, núverandi leikmaður Arsenal, kom inn á hjá norska landsliðinu á móti Búlgaríu 30. september 2014 þegar hann var aðeins fimmtán ára og 300 daga gamall. Sigurður var meira en fimm mánuðum yngri en þáverandi methafi hjá íslenska landsliðinu. Ásgeir Sigurvinsson var sautján ára og næstum því tveggja mánaða þegar hann lék sinn fyrsta landsleik á móti Dönum á Laugardalsvelli 3. júní 1972. Ásgeir kom þá inn á sem varamaður fyrir Hermann Gunnarsson á 41. mínútu leiksins. Ásgeir bætti þá átta ára gamalt met Eyleifs Hafsteinssonar um einn leik. Sigurður Jónsson spilaði sinn annan landsleik rúmum tveimur mánuðum síðar og var þá í byrjunarliði í vináttulandsleik á móti Svíum. Hann er líka sá yngsti sem hefur byrjað inn á í A-landsleik. Sigurður spilaði alls 65 A-landsleiki en sá síðasti var í september árið 1999. Yngstu leikmenn Íslands frá upphafi: Sigurður Jónsson á móti Möltu 1983: 16 ára, 8 mánaða og 9 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Danmörku 1972: 17 ára, 1 mánaða og 25 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Skotlandi 1964: 17 ára, 1 mánaða og 26 daga Kári Árnason á móti Englandi 1961: 17 ára, 6 mánaða og 22 daga Eiður Smári Guðjohnsen á móti Eistlandi: 17 ára, 7 mánaða og 9 daga Ísak Bergmann Jóhannesson á móti Englandi 2020: 17 ára, 7 mánaða og 26 daga Ríkharður Jónsson á móti Noregi 1947: 17 ára, 8 mánaða og 12 daga Jóhann Berg Guðmundsson á móti Aserbaísjan 2008: 17 ára, 9 mánaða og 24 daga
Yngstu leikmenn Íslands frá upphafi: Sigurður Jónsson á móti Möltu 1983: 16 ára, 8 mánaða og 9 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Danmörku 1972: 17 ára, 1 mánaða og 25 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Skotlandi 1964: 17 ára, 1 mánaða og 26 daga Kári Árnason á móti Englandi 1961: 17 ára, 6 mánaða og 22 daga Eiður Smári Guðjohnsen á móti Eistlandi: 17 ára, 7 mánaða og 9 daga Ísak Bergmann Jóhannesson á móti Englandi 2020: 17 ára, 7 mánaða og 26 daga Ríkharður Jónsson á móti Noregi 1947: 17 ára, 8 mánaða og 12 daga Jóhann Berg Guðmundsson á móti Aserbaísjan 2008: 17 ára, 9 mánaða og 24 daga
HM 2022 í Katar Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira