500. landsleikurinn fram undan: Sá eini sem hefur spilað fyrir sautján ára afmælið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 15:30 Sigurður Jónsson lék með íslenska landsliðinu frá 1983 til 1999. Hér til hægri sést hann koma inn á sem varamaður á Laugardalsvellinum í júní 1983 en þetta er úrklippa af baksíðu Morgunblaðsins þar sem má sjá mynd Skapta Hallgrímssonar. Samsett/Getty&timarit.is Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar leik númer 500 í Þýskalandi á fimmtudagskvöldið og Vísir ætlar að skoða nokkur met landsliðsins í þessum fyrstu 499 leikjum. Skagamaðurinn Sigurður Jónsson er sá yngsti sem hefur spilað fyrir íslenska A-landsliðið. Sigurður Jónsson hefur átt metið yfir yngsta landsliðsmanninn í að verða 38 ár en hann lék sinn fyrsta A-landsleik á Laugardalsvellinum 5. júní 1983. Sigurður kom þá inn á sem varamaður fyrir Pétur Pétursson á 70. mínútu leiksins. Hann var aðeins sextán ára og rúmlega átta mánaða gamall og bætti þar tæplega ellefu ára met Ásgeirs Sigurvinssonar. „Ég fann ekkert fyrir þessu og var ekkert nervös fyrir leikinn eða þegar ég var látinn fara inn á. Ég átti ekki von á því að fá minn fyrsta A-landsleik svona snemma," sagði hann eftir leikinn. „En það var gaman að þessu og að fá að vera með i hópnum. Þetta eru allt fínir strákar og þeir studdu allir sem einn við bakið á mér í þessum leik mínum, sagði Sigurður Jónsson í samtali við DV eftir leikinn. Skjamynd/timarit.is/Morgunblaðið Hann setti ekki aðeins met hjá íslenska A-landsliðinu heldur var hann yngsti leikmaður í undankeppni EM. Sigurður hélt því meti þar til í september 2014 þegar Martin Ödegaard, núverandi leikmaður Arsenal, kom inn á hjá norska landsliðinu á móti Búlgaríu 30. september 2014 þegar hann var aðeins fimmtán ára og 300 daga gamall. Sigurður var meira en fimm mánuðum yngri en þáverandi methafi hjá íslenska landsliðinu. Ásgeir Sigurvinsson var sautján ára og næstum því tveggja mánaða þegar hann lék sinn fyrsta landsleik á móti Dönum á Laugardalsvelli 3. júní 1972. Ásgeir kom þá inn á sem varamaður fyrir Hermann Gunnarsson á 41. mínútu leiksins. Ásgeir bætti þá átta ára gamalt met Eyleifs Hafsteinssonar um einn leik. Sigurður Jónsson spilaði sinn annan landsleik rúmum tveimur mánuðum síðar og var þá í byrjunarliði í vináttulandsleik á móti Svíum. Hann er líka sá yngsti sem hefur byrjað inn á í A-landsleik. Sigurður spilaði alls 65 A-landsleiki en sá síðasti var í september árið 1999. Yngstu leikmenn Íslands frá upphafi: Sigurður Jónsson á móti Möltu 1983: 16 ára, 8 mánaða og 9 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Danmörku 1972: 17 ára, 1 mánaða og 25 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Skotlandi 1964: 17 ára, 1 mánaða og 26 daga Kári Árnason á móti Englandi 1961: 17 ára, 6 mánaða og 22 daga Eiður Smári Guðjohnsen á móti Eistlandi: 17 ára, 7 mánaða og 9 daga Ísak Bergmann Jóhannesson á móti Englandi 2020: 17 ára, 7 mánaða og 26 daga Ríkharður Jónsson á móti Noregi 1947: 17 ára, 8 mánaða og 12 daga Jóhann Berg Guðmundsson á móti Aserbaísjan 2008: 17 ára, 9 mánaða og 24 daga HM 2022 í Katar Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Sigurður Jónsson hefur átt metið yfir yngsta landsliðsmanninn í að verða 38 ár en hann lék sinn fyrsta A-landsleik á Laugardalsvellinum 5. júní 1983. Sigurður kom þá inn á sem varamaður fyrir Pétur Pétursson á 70. mínútu leiksins. Hann var aðeins sextán ára og rúmlega átta mánaða gamall og bætti þar tæplega ellefu ára met Ásgeirs Sigurvinssonar. „Ég fann ekkert fyrir þessu og var ekkert nervös fyrir leikinn eða þegar ég var látinn fara inn á. Ég átti ekki von á því að fá minn fyrsta A-landsleik svona snemma," sagði hann eftir leikinn. „En það var gaman að þessu og að fá að vera með i hópnum. Þetta eru allt fínir strákar og þeir studdu allir sem einn við bakið á mér í þessum leik mínum, sagði Sigurður Jónsson í samtali við DV eftir leikinn. Skjamynd/timarit.is/Morgunblaðið Hann setti ekki aðeins met hjá íslenska A-landsliðinu heldur var hann yngsti leikmaður í undankeppni EM. Sigurður hélt því meti þar til í september 2014 þegar Martin Ödegaard, núverandi leikmaður Arsenal, kom inn á hjá norska landsliðinu á móti Búlgaríu 30. september 2014 þegar hann var aðeins fimmtán ára og 300 daga gamall. Sigurður var meira en fimm mánuðum yngri en þáverandi methafi hjá íslenska landsliðinu. Ásgeir Sigurvinsson var sautján ára og næstum því tveggja mánaða þegar hann lék sinn fyrsta landsleik á móti Dönum á Laugardalsvelli 3. júní 1972. Ásgeir kom þá inn á sem varamaður fyrir Hermann Gunnarsson á 41. mínútu leiksins. Ásgeir bætti þá átta ára gamalt met Eyleifs Hafsteinssonar um einn leik. Sigurður Jónsson spilaði sinn annan landsleik rúmum tveimur mánuðum síðar og var þá í byrjunarliði í vináttulandsleik á móti Svíum. Hann er líka sá yngsti sem hefur byrjað inn á í A-landsleik. Sigurður spilaði alls 65 A-landsleiki en sá síðasti var í september árið 1999. Yngstu leikmenn Íslands frá upphafi: Sigurður Jónsson á móti Möltu 1983: 16 ára, 8 mánaða og 9 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Danmörku 1972: 17 ára, 1 mánaða og 25 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Skotlandi 1964: 17 ára, 1 mánaða og 26 daga Kári Árnason á móti Englandi 1961: 17 ára, 6 mánaða og 22 daga Eiður Smári Guðjohnsen á móti Eistlandi: 17 ára, 7 mánaða og 9 daga Ísak Bergmann Jóhannesson á móti Englandi 2020: 17 ára, 7 mánaða og 26 daga Ríkharður Jónsson á móti Noregi 1947: 17 ára, 8 mánaða og 12 daga Jóhann Berg Guðmundsson á móti Aserbaísjan 2008: 17 ára, 9 mánaða og 24 daga
Yngstu leikmenn Íslands frá upphafi: Sigurður Jónsson á móti Möltu 1983: 16 ára, 8 mánaða og 9 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Danmörku 1972: 17 ára, 1 mánaða og 25 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Skotlandi 1964: 17 ára, 1 mánaða og 26 daga Kári Árnason á móti Englandi 1961: 17 ára, 6 mánaða og 22 daga Eiður Smári Guðjohnsen á móti Eistlandi: 17 ára, 7 mánaða og 9 daga Ísak Bergmann Jóhannesson á móti Englandi 2020: 17 ára, 7 mánaða og 26 daga Ríkharður Jónsson á móti Noregi 1947: 17 ára, 8 mánaða og 12 daga Jóhann Berg Guðmundsson á móti Aserbaísjan 2008: 17 ára, 9 mánaða og 24 daga
HM 2022 í Katar Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti