500. landsleikurinn fram undan: Sá eini sem hefur spilað fyrir sautján ára afmælið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 15:30 Sigurður Jónsson lék með íslenska landsliðinu frá 1983 til 1999. Hér til hægri sést hann koma inn á sem varamaður á Laugardalsvellinum í júní 1983 en þetta er úrklippa af baksíðu Morgunblaðsins þar sem má sjá mynd Skapta Hallgrímssonar. Samsett/Getty&timarit.is Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar leik númer 500 í Þýskalandi á fimmtudagskvöldið og Vísir ætlar að skoða nokkur met landsliðsins í þessum fyrstu 499 leikjum. Skagamaðurinn Sigurður Jónsson er sá yngsti sem hefur spilað fyrir íslenska A-landsliðið. Sigurður Jónsson hefur átt metið yfir yngsta landsliðsmanninn í að verða 38 ár en hann lék sinn fyrsta A-landsleik á Laugardalsvellinum 5. júní 1983. Sigurður kom þá inn á sem varamaður fyrir Pétur Pétursson á 70. mínútu leiksins. Hann var aðeins sextán ára og rúmlega átta mánaða gamall og bætti þar tæplega ellefu ára met Ásgeirs Sigurvinssonar. „Ég fann ekkert fyrir þessu og var ekkert nervös fyrir leikinn eða þegar ég var látinn fara inn á. Ég átti ekki von á því að fá minn fyrsta A-landsleik svona snemma," sagði hann eftir leikinn. „En það var gaman að þessu og að fá að vera með i hópnum. Þetta eru allt fínir strákar og þeir studdu allir sem einn við bakið á mér í þessum leik mínum, sagði Sigurður Jónsson í samtali við DV eftir leikinn. Skjamynd/timarit.is/Morgunblaðið Hann setti ekki aðeins met hjá íslenska A-landsliðinu heldur var hann yngsti leikmaður í undankeppni EM. Sigurður hélt því meti þar til í september 2014 þegar Martin Ödegaard, núverandi leikmaður Arsenal, kom inn á hjá norska landsliðinu á móti Búlgaríu 30. september 2014 þegar hann var aðeins fimmtán ára og 300 daga gamall. Sigurður var meira en fimm mánuðum yngri en þáverandi methafi hjá íslenska landsliðinu. Ásgeir Sigurvinsson var sautján ára og næstum því tveggja mánaða þegar hann lék sinn fyrsta landsleik á móti Dönum á Laugardalsvelli 3. júní 1972. Ásgeir kom þá inn á sem varamaður fyrir Hermann Gunnarsson á 41. mínútu leiksins. Ásgeir bætti þá átta ára gamalt met Eyleifs Hafsteinssonar um einn leik. Sigurður Jónsson spilaði sinn annan landsleik rúmum tveimur mánuðum síðar og var þá í byrjunarliði í vináttulandsleik á móti Svíum. Hann er líka sá yngsti sem hefur byrjað inn á í A-landsleik. Sigurður spilaði alls 65 A-landsleiki en sá síðasti var í september árið 1999. Yngstu leikmenn Íslands frá upphafi: Sigurður Jónsson á móti Möltu 1983: 16 ára, 8 mánaða og 9 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Danmörku 1972: 17 ára, 1 mánaða og 25 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Skotlandi 1964: 17 ára, 1 mánaða og 26 daga Kári Árnason á móti Englandi 1961: 17 ára, 6 mánaða og 22 daga Eiður Smári Guðjohnsen á móti Eistlandi: 17 ára, 7 mánaða og 9 daga Ísak Bergmann Jóhannesson á móti Englandi 2020: 17 ára, 7 mánaða og 26 daga Ríkharður Jónsson á móti Noregi 1947: 17 ára, 8 mánaða og 12 daga Jóhann Berg Guðmundsson á móti Aserbaísjan 2008: 17 ára, 9 mánaða og 24 daga HM 2022 í Katar Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Handbolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira
Sigurður Jónsson hefur átt metið yfir yngsta landsliðsmanninn í að verða 38 ár en hann lék sinn fyrsta A-landsleik á Laugardalsvellinum 5. júní 1983. Sigurður kom þá inn á sem varamaður fyrir Pétur Pétursson á 70. mínútu leiksins. Hann var aðeins sextán ára og rúmlega átta mánaða gamall og bætti þar tæplega ellefu ára met Ásgeirs Sigurvinssonar. „Ég fann ekkert fyrir þessu og var ekkert nervös fyrir leikinn eða þegar ég var látinn fara inn á. Ég átti ekki von á því að fá minn fyrsta A-landsleik svona snemma," sagði hann eftir leikinn. „En það var gaman að þessu og að fá að vera með i hópnum. Þetta eru allt fínir strákar og þeir studdu allir sem einn við bakið á mér í þessum leik mínum, sagði Sigurður Jónsson í samtali við DV eftir leikinn. Skjamynd/timarit.is/Morgunblaðið Hann setti ekki aðeins met hjá íslenska A-landsliðinu heldur var hann yngsti leikmaður í undankeppni EM. Sigurður hélt því meti þar til í september 2014 þegar Martin Ödegaard, núverandi leikmaður Arsenal, kom inn á hjá norska landsliðinu á móti Búlgaríu 30. september 2014 þegar hann var aðeins fimmtán ára og 300 daga gamall. Sigurður var meira en fimm mánuðum yngri en þáverandi methafi hjá íslenska landsliðinu. Ásgeir Sigurvinsson var sautján ára og næstum því tveggja mánaða þegar hann lék sinn fyrsta landsleik á móti Dönum á Laugardalsvelli 3. júní 1972. Ásgeir kom þá inn á sem varamaður fyrir Hermann Gunnarsson á 41. mínútu leiksins. Ásgeir bætti þá átta ára gamalt met Eyleifs Hafsteinssonar um einn leik. Sigurður Jónsson spilaði sinn annan landsleik rúmum tveimur mánuðum síðar og var þá í byrjunarliði í vináttulandsleik á móti Svíum. Hann er líka sá yngsti sem hefur byrjað inn á í A-landsleik. Sigurður spilaði alls 65 A-landsleiki en sá síðasti var í september árið 1999. Yngstu leikmenn Íslands frá upphafi: Sigurður Jónsson á móti Möltu 1983: 16 ára, 8 mánaða og 9 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Danmörku 1972: 17 ára, 1 mánaða og 25 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Skotlandi 1964: 17 ára, 1 mánaða og 26 daga Kári Árnason á móti Englandi 1961: 17 ára, 6 mánaða og 22 daga Eiður Smári Guðjohnsen á móti Eistlandi: 17 ára, 7 mánaða og 9 daga Ísak Bergmann Jóhannesson á móti Englandi 2020: 17 ára, 7 mánaða og 26 daga Ríkharður Jónsson á móti Noregi 1947: 17 ára, 8 mánaða og 12 daga Jóhann Berg Guðmundsson á móti Aserbaísjan 2008: 17 ára, 9 mánaða og 24 daga
Yngstu leikmenn Íslands frá upphafi: Sigurður Jónsson á móti Möltu 1983: 16 ára, 8 mánaða og 9 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Danmörku 1972: 17 ára, 1 mánaða og 25 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Skotlandi 1964: 17 ára, 1 mánaða og 26 daga Kári Árnason á móti Englandi 1961: 17 ára, 6 mánaða og 22 daga Eiður Smári Guðjohnsen á móti Eistlandi: 17 ára, 7 mánaða og 9 daga Ísak Bergmann Jóhannesson á móti Englandi 2020: 17 ára, 7 mánaða og 26 daga Ríkharður Jónsson á móti Noregi 1947: 17 ára, 8 mánaða og 12 daga Jóhann Berg Guðmundsson á móti Aserbaísjan 2008: 17 ára, 9 mánaða og 24 daga
HM 2022 í Katar Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Handbolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira