AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 12:15 Álitamál hafa verið um hversu góð vernd bóluefni AstraZeneca veitir eldra fólki. Fyrirtækið segir það hafa reynst eldri aldurshópum vel í rannsókn sem það gerði í Bandaríkjunum. AP/Gregorio Borgia Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið. Bandarísk lyfjayfirvöld hafa enn ekki veitt heimild fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca þar í landi. Rannsókn fyrirtækisins þar var gerð á fleiri en 30.000 sjálfboðaliðum. Samkvæmt niðurstöðum sem fyrirtækið birti veitir efnið 79% vörn gegn einkennum Covid-19 og 100% vernd fyrir alvarlegri sýkingu og sjúkrahúsinnlögn, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er efnið sagt hafa virkað vel fyrir alla aldurshópa, einnig eldra fólk. Gögn höfðu verið talin skorta um virkni bóluefnisins í eldri aldurshópum. Tveir af hverjum þremur þátttakendum fengu bóluefnið en einn af þremur fékk lyfleysu. AstraZeneca hefur enn ekki birt öll gögn um rannsóknina. Paul Hunter, prófessor í lyfjafræði við Háskólann í Austur-Anglíu á Englandi, segir við AP að niðurstöðurnar lofi góðu en að hann vilji sjá frekari gögn sem styðji fullyrðingar fyrirtækisins um virkni bóluefnisins. „En þetta ætti að auka traust á því að bóluefnið geri það sem mest þörf er á,“ segir Hunter. Til stendur að AstraZeneca afhendi bandarísku lyfjastofnuninni gögn um rannsóknina á næstu vikum. Niðurstöðurnar verða jafnframt birtar í ritrýndu vísindariti. Bóluefnið og öryggi þess hefur verið í brennidepli að undanförnu eftir að nokkur Evrópuríki, þar á meðal Ísland, stöðvuðu notkun þess tímabundið þegar tilkynnt var um tilfelli blóðtappa í fólki sem hefði fengið efnið. Lyfjastofnun Evrópu gaf grænt ljós á áframhaldandi notkun efnisins á fimmtudag. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hyggst láta bólusetja sig með AstraZeneca til að fullvissa Breta um öryggi Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst láta bólusetja sig með bóluefni AstraZeneca til að fullvissa Breta um að bóluefnið sé öruggt. Nokkurrar tortryggni hefur gætt í garð bóluefnisins eftir að tilkynningar bárust um alvarlegar aukaverkanir. 19. mars 2021 07:43 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Bandarísk lyfjayfirvöld hafa enn ekki veitt heimild fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca þar í landi. Rannsókn fyrirtækisins þar var gerð á fleiri en 30.000 sjálfboðaliðum. Samkvæmt niðurstöðum sem fyrirtækið birti veitir efnið 79% vörn gegn einkennum Covid-19 og 100% vernd fyrir alvarlegri sýkingu og sjúkrahúsinnlögn, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er efnið sagt hafa virkað vel fyrir alla aldurshópa, einnig eldra fólk. Gögn höfðu verið talin skorta um virkni bóluefnisins í eldri aldurshópum. Tveir af hverjum þremur þátttakendum fengu bóluefnið en einn af þremur fékk lyfleysu. AstraZeneca hefur enn ekki birt öll gögn um rannsóknina. Paul Hunter, prófessor í lyfjafræði við Háskólann í Austur-Anglíu á Englandi, segir við AP að niðurstöðurnar lofi góðu en að hann vilji sjá frekari gögn sem styðji fullyrðingar fyrirtækisins um virkni bóluefnisins. „En þetta ætti að auka traust á því að bóluefnið geri það sem mest þörf er á,“ segir Hunter. Til stendur að AstraZeneca afhendi bandarísku lyfjastofnuninni gögn um rannsóknina á næstu vikum. Niðurstöðurnar verða jafnframt birtar í ritrýndu vísindariti. Bóluefnið og öryggi þess hefur verið í brennidepli að undanförnu eftir að nokkur Evrópuríki, þar á meðal Ísland, stöðvuðu notkun þess tímabundið þegar tilkynnt var um tilfelli blóðtappa í fólki sem hefði fengið efnið. Lyfjastofnun Evrópu gaf grænt ljós á áframhaldandi notkun efnisins á fimmtudag.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hyggst láta bólusetja sig með AstraZeneca til að fullvissa Breta um öryggi Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst láta bólusetja sig með bóluefni AstraZeneca til að fullvissa Breta um að bóluefnið sé öruggt. Nokkurrar tortryggni hefur gætt í garð bóluefnisins eftir að tilkynningar bárust um alvarlegar aukaverkanir. 19. mars 2021 07:43 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Hyggst láta bólusetja sig með AstraZeneca til að fullvissa Breta um öryggi Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst láta bólusetja sig með bóluefni AstraZeneca til að fullvissa Breta um að bóluefnið sé öruggt. Nokkurrar tortryggni hefur gætt í garð bóluefnisins eftir að tilkynningar bárust um alvarlegar aukaverkanir. 19. mars 2021 07:43
Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13