Norðurlöndin rannsaka betur bóluefni AstraZeneca Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2021 12:28 Alma Möller landlæknir ræddi bóluefni AstraZeneca á upplýsingafundi í dag. Vísir/Vilhelm Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa ákveðið að rannsaka betur bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 áður en lengra er haldið með notkun bóluefnisins. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller, landlæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Eins og kunnugt er var gert tímabundið hlé á bólusetningum með bóluefni AstraZeneca fyrr í mánuðinum vegna alvarlegra en sjaldgæfra aukaverkana sem komu upp hjá fólki sem hafði fengið bóluefnið. Síðastliðinn fimmtudag birti Evrópska lyfjastofnunin tilkynningu þar sem kom fram að heilt yfir sé ávinningurinn af notkun bóluefnis AstraZeneca meiri en áhættan. Í kjölfar þess mats ákváðu margar þjóðir að halda áfram að bólusetja með efninu en Alma benti á að staðan í faraldrinum skipti máli við þá ákvörðun. Víða í Evrópu hefur faraldurinn verið í miklum vexti og því sé ávinningurinn meiri en áhættan af því að nota bóluefnið. Alma fór yfir þær alvarlegu aukaverkanir sem komið hafa upp í tengslum við notkun bóluefnisins en þær tengjast blóðstorkukerfinu. „Þar er númer eitt blóðsegar eða blóðtappar til dæmis í fótleggjum og lungum, það sem við köllum eiginlega hefðbundna blóðtappa og það er sjúkdómur sem við þekkjum vel og sjáum ekki svo sjaldan. Þar er ekki staðfest aukin áhætta með vissu en samt áhyggjur er lúta að yngra fólki. Í öðru lagi þá eru sjaldgæfir blóðsegar í bláæðum heila og þeim blóðtöppum getur fylgt lækkun á blóðflögum og jafnvel blæðingar. Hér er áhættan talin aukin eftir bólusetningu en þetta er mjög sjaldgæft. Í þriðja lagi er um að ræða sjaldgæfa blóðsega í smáæðum og þar er áhættan talin aukin eftir bólusetningu,“ sagði Alma. Hér á landi hefði Lyfjastofnun fengið tilkynningar um tvö tilvik lungnatappa en ekki sjaldgæfari aukaverkanirnar tvær sem Alma nefndi. „Norðurlandaþjóðirnar allar, þar á meðal Ísland, ákváðu hins vegar að rannsaka málið betur og hafa um það samvinnu áður en lengra verður haldið. Við Þórólfur [innsk.blm. Guðnason sóttvarnalæknir] höfum bæði setið fundi með norrænum kollegum okkar, síðast í gær, og rannsóknirnar lúta að því að safna gögnum um grunntíðni þessara sjaldgæfu sjúkdóma og hins vegar eru þá þær þjóðir þar sem þessi tilfelli hafa komið upp að rannsaka þau sérstaklega og hafa safnað öllu sínu besta fólki. Í framhaldinu verður leitast við að meta hvort áhættan sé mismunandi, eftir til dæmis aldri og kyni, og það yrði þá grunnur að ákvörðun um áframhaldandi notkun,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ölmu Möller, landlæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Eins og kunnugt er var gert tímabundið hlé á bólusetningum með bóluefni AstraZeneca fyrr í mánuðinum vegna alvarlegra en sjaldgæfra aukaverkana sem komu upp hjá fólki sem hafði fengið bóluefnið. Síðastliðinn fimmtudag birti Evrópska lyfjastofnunin tilkynningu þar sem kom fram að heilt yfir sé ávinningurinn af notkun bóluefnis AstraZeneca meiri en áhættan. Í kjölfar þess mats ákváðu margar þjóðir að halda áfram að bólusetja með efninu en Alma benti á að staðan í faraldrinum skipti máli við þá ákvörðun. Víða í Evrópu hefur faraldurinn verið í miklum vexti og því sé ávinningurinn meiri en áhættan af því að nota bóluefnið. Alma fór yfir þær alvarlegu aukaverkanir sem komið hafa upp í tengslum við notkun bóluefnisins en þær tengjast blóðstorkukerfinu. „Þar er númer eitt blóðsegar eða blóðtappar til dæmis í fótleggjum og lungum, það sem við köllum eiginlega hefðbundna blóðtappa og það er sjúkdómur sem við þekkjum vel og sjáum ekki svo sjaldan. Þar er ekki staðfest aukin áhætta með vissu en samt áhyggjur er lúta að yngra fólki. Í öðru lagi þá eru sjaldgæfir blóðsegar í bláæðum heila og þeim blóðtöppum getur fylgt lækkun á blóðflögum og jafnvel blæðingar. Hér er áhættan talin aukin eftir bólusetningu en þetta er mjög sjaldgæft. Í þriðja lagi er um að ræða sjaldgæfa blóðsega í smáæðum og þar er áhættan talin aukin eftir bólusetningu,“ sagði Alma. Hér á landi hefði Lyfjastofnun fengið tilkynningar um tvö tilvik lungnatappa en ekki sjaldgæfari aukaverkanirnar tvær sem Alma nefndi. „Norðurlandaþjóðirnar allar, þar á meðal Ísland, ákváðu hins vegar að rannsaka málið betur og hafa um það samvinnu áður en lengra verður haldið. Við Þórólfur [innsk.blm. Guðnason sóttvarnalæknir] höfum bæði setið fundi með norrænum kollegum okkar, síðast í gær, og rannsóknirnar lúta að því að safna gögnum um grunntíðni þessara sjaldgæfu sjúkdóma og hins vegar eru þá þær þjóðir þar sem þessi tilfelli hafa komið upp að rannsaka þau sérstaklega og hafa safnað öllu sínu besta fólki. Í framhaldinu verður leitast við að meta hvort áhættan sé mismunandi, eftir til dæmis aldri og kyni, og það yrði þá grunnur að ákvörðun um áframhaldandi notkun,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira