Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2021 16:49 Sigurður Ingi Jóhannsson, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson á aðgerðarfundi ríkisstjórnarinnar á dögunum. Vísir/Vilhelm Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. Þetta eru meginatriðin áætluninni sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðerra, kynnti í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu og textalýsingu sem sjá má neðst í fréttinni. Með aðgerðum stjórnvalda undanfarið ár hafi tekist að milda efnahagskreppuna, en á fjórða þúsund rekstraraðilar og tugþúsundir einstaklinga hafi nýtt fjölbreytt stuðningsúrræði, sem nemi tugum milljarða króna. „Næstu árin er gert fyrir að hagkerfið taki að vaxa kröftuglega að nýju, en meginmarkmið stjórnvalda í áætluninni eru að styðja við vöxt efnahagsins og stöðva skuldasöfnun,“ segir um áætlunina á vef ráðuneytisins. Fjármálaáætlunina má lesa hér og tilkynninguna í heild hér að neðan. Viðbrögð við faraldrinum Markmið ríkisstjórnarinnar er að út úr efnahagsástandinu komi enn farsælla og samkeppnishæfara þjóðfélag, þar sem velsæld byggist á öflugu atvinnulífi og krafti fólksins í landinu. Megináherslur aðgerða vegna faraldursins eru þríþættar: Viðspyrna með opinberum fjármálum. Fjármálum hins opinbera markvisst beitt til að tryggja stöðugleika og skapa efnahagslega viðspyrnu. Áhersla lögð á að vernda þann árangur sem náðst hefur í velferðar- og heilbrigðismálum. Verðmæt störf, fjárfestingar og aukin hagsæld. Kröftug viðspyrna efnahagslífsins drifin áfram af verðmætum störfum og fjárfestingum. Áhersla á menntun, rannsóknir, nýsköpun, innviði og umhverfis- og loftslagsmál. Markvissar umbætur á umgjörð efnahags- og atvinnumála til að auka hagsæld til lengri tíma. Skilvirkari þjónusta og sjálfbær opinber fjármál. Nútímavæðing hins opinbera í samræmi við breyttar þarfir og aðstæður. Þjónusta verði stafræn og skipulag sveitarstjórnarstigsins styrkt. Viðnámsþróttur gagnvart ófyrirséðum áföllum verði tryggður með lækkun skulda og sjálfbærni opinberra fjármála þannig að ekki halli á komandi kynslóðir. Traustur grunnur Geta stjórnvalda til að bregðast við efnahagsáfallinu byggir ekki síst á sterkri stöðu ríkissjóðs í byrjun heimsfaraldursins. Á undanförnum árum hefur umgjörð efnahagsmála verið styrkt markvisst með skattalækkunum, einföldun regluverks, styrkari ramma hagstjórnar og lækkun opinberra skulda. Þá var aukinn hagvöxtur nýttur til að styrkja opinbera þjónustu og byggja enn frekar undir öflugt velferðarkerfi sem reynt hefur á undanfarið ár. Þjónusta hins opinbera og millifærslukerfi hafa ekki verið skert þrátt fyrir mikinn rekstrarhalla. Sértækum stuðningi hefur á sama tíma verið beint að þeim heimilum og fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir hvað mestum áhrifum af faraldrinum. Þetta öfluga og markvissa viðbragð varð til þess að innlend eftirspurn dróst aðeins saman um tæp 2% og að ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020. Útlit er fyrir að hagkerfið vaxi um nærri 5% árið 2022 og að stór hluti samdráttar í landsframleiðslu vegna faraldursins verði unninn upp á næstu árum, ekki síst ef bjartsýnni sviðsmynd fjármálaáætlunar gengur eftir. Mun minni samdráttur Nýjar tölur Hagstofunnar sýna að samdrátturinn í fyrra var minni en spáð hafði verið. Gefa þær til kynna að halli á rekstri ríkissjóðs hafi numið um 200 ma.kr. eða um 6,6% af VLF árið 2020. Það er um 70 ma.kr. minna en gert var ráð fyrir í nóvember og desember sl. Þetta skýrist að hluta til af jákvæðari efnahagsþróun og sterkari einkaneyslu en búist hafði verið við. Á yfirstandandi ári er afkoma ríkissjóðs áætluð neikvæð um 10,2% af VLF sem er í meginatriðum í samræmi við áætlun fjárlaga og fjármálaáætlunar árin 2021-2025, sem gerði ráð fyrir halla upp á um 10,6% af VLF. Á tímabili áætlunarinnar er einnig gert ráð fyrir að afkomuhorfur ríkissjóðs og hins opinbera verði betri en áður. Fjármálaáætlunin gerir ráð fyrir að afkoma ríkissjóðs fari smám saman batnandi uns jákvæðum frumjöfnuði er náð árið 2025. Árið 2026 er gert ráð fyrir neikvæðri afkomu sem nemur 59 ma.kr. eða um 1,4% af VLF og hefur hún þá batnað um tæplega 9% af VLF frá árinu 2021. Horfur á betri afkomu fela jafnframt í sér að þörfin á aðhaldsaðgerðum til að ná markmiði um stöðvun skuldasöfnunar fyrir lok árs 2025 minnkar um fimmtung og verður 102 milljarðar króna. Í fjármálaáætlun kemur fram að tímabundnum stuðningi við hagkerfið verði haldið áfram eftir því sem þörf er á þar til það hefur tekið nægilega við sér að nýju. Markmiðið er hins vegar að draga hratt úr sértækum stuðningsaðgerðum á árinu 2022, samhliða því sem fyrirtækin geta í auknum mæli staðið á eigin fótum á ný. Kraftmeiri bati 2022 og 2023 Spáð er minni efnahagsbata í ár en að á árunum 2022 og 2023 verði hann kraftmeiri og þá drifinn áfram af fjölgun ferðamanna. Gert er ráð fyrir að ferðamenn verði um 720 þúsund í ár, sem er um 50% fjölgun frá árinu 2020. Hagvöxtur verður 2,6% í ár samkvæmt endanlegri spá Hagstofunnar fyrir fjármálaáætlun. Vöxturinn verður enn kraftmeiri árin 2022 (4,8%) og 2023 (3,8%). Landsframleiðslan verður samkvæmt spánni enn 130 ma.kr. lægri árið 2024 en ef ekki hefði komið til faraldursins ef miðað er við spár frá því í ársbyrjun 2020. Skuldasöfnun stöðvuð eftir fjögur ár Á næstu árum munu skuldir ríkissjóðs aukast til muna en skuldastaðan batnar engu að síður frá síðustu fjármálaáætlun. Kemur þar til þróttmeira hagkerfi en flesta grunaði og kraftmikil viðspyrna efnahagsmálanna sem leiðir til þess að skuldir hins opinbera munu vaxa minna en gert var ráð fyrir við gerð síðustu fjármálaáætlunar. Samkvæmt því ná þær hámarki í um 54% af VLF árið 2025 í stað rúmlega 60% af VLF í fyrri áætlun. Þá verður afkoma ríkissjóðs samtals 60 ma.kr. betri á árunum 2021–2025 þrátt fyrir að nú sé gert ráð fyrir að draga úr ráðstöfunum til að stöðva skuldasöfnun um ríflega 7 ma.kr. á ári á tímabilinu 2023–2025 miðað við síðustu fjármálaáætlun. Á næstu árum verður áfram lögð rík áhersla á umbætur hjá hinu opinbera, ekki síst með nýtingu stafrænnar þjónustu og upplýsingatækni. Í fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar hafa verið lagðir um 12 ma.kr. í slík verkefni á árunum 2020–2025. Þessi fjárfesting mun ekki aðeins skila sér í bættum samskiptum ríkisins við borgarana, heldur sömuleiðis í fjárhagslegum ávinningi fyrir heimili, fyrirtæki og ekki síst ríkissjóð. Mun það hversu vel tekst til við að nýta þessa nýju tækni og hvernig gengur að vinna upp framleiðslutap vegna faraldursins, m.a. með aðgerðum stjórnvalda, ráða því hversu umfangsmiklar afkomubætandi ráðstafanir þarf til að stöðva skuldasöfnun hins opinbera á tímabili fjármálaáætlunarinnar. Sköpun starfa helsta viðfangsefnið Mikið og viðvarandi atvinnuleysi er eitt stærsta vandamálið sem samfélagið stendur frammi fyrir. Atvinnuleysi jókst hratt eftir að heimsfaraldur kórónuveiru skall á þótt þróunin, ekki síst í ferðaþjónustunni, hafi hafist nokkru áður. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi við lok áætlunartímabilsins verði á bilinu 4–5%. Það er nokkuð hærra en meðalatvinnuleysi sl. áratuga og að líkindum merki um viðvarandi hærra atvinnuleysi en verið hefur hérlendis verði ekkert að gert. Þessi þróun skýrist að hluta af því að áhrif faraldursins eru langvinnari en vonir stóðu til í upphafi og því ljóst að fleiri verða utan vinnumarkaðar í lengri tíma. M.a. í ljósi þessa hafa stjórnvöld lagt ríka áherslu á virkniúrræði þar sem atvinnuleitendum gefst færi á að auka færni sína og menntun. Því til viðbótar voru nýverið kynntar umfangsmiklar aðgerðir til að skapa störf sem sérstaklega er beint að þeim sem hafa verið án atvinnu í lengri tíma, en með aðgerðunum er gert ráð fyrir að skapa um 7.000 störf út árið 2021. Verjum velferð og sækjum fram Fjármálaáætlun fyrir árin 2022–2026 endurspeglar stefnumörkun síðustu fjögurra ára, hjá ríkisstjórn sem spannar hið pólitíska litróf allt frá vinstri til hægri. Í áætluninni birtast bæði þær áherslur og sá árangur sem náðst hefur við efndir stjórnarsáttmálans. Þar var mörkuð stefna um verulega eflingu velferðarkerfa, stórsókn í innviðafjárfestingum og lækkun skatta, auk þess sem sett voru metnaðarfull markmið í umhverfismálum. Svigrúm í krafti öflugs hagvaxtarskeiðs var nýtt til að efna loforð um aukna velferð og kaupmátt og samhliða var viðnámsþróttur hagkerfisins aukinn með verulegri lækkun skulda. Ríkisstjórnin hefur á starfstíma sínum lagt áherslu á viðamikla uppbyggingu innviða samfélagsins. Má þar nefna styrkingu heilbrigðisþjónustunnar, eflingu menntakerfisins, bæði á framhalds- og háskólastigi, aukna áherslu á nýsköpun og rannsóknir, stórátak í samgöngumálum, eflingu ýmissa löggæslu- og landhelgisverkefna, aukin framlög til byggðamála, uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum og aukna landvörslu, og aðgerðir á sviði umhverfismála. Á kjörtímabilinu hafa útgjöld málefnasviða verið aukin um meira en 80 milljarða króna að raunvirði, eða sem nemur 12%. Helstu áherslumál á starfstíma ríkisstjórnarinnar: Framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina hafa aukist um ríflega 70% Menntakerfið eflt bæði á framhalds- og háskólastig og lög samþykkt um nýjan Menntasjóð námsmanna Framlög til samgöngu- og fjarskiptamála hafa vaxið um rúm 60% að raungildi, úr um 36 ma.kr. í tæpa 60 ma.kr. Frá árinu 2017 hafa framlög til félags-, húsnæðis- og tryggingamála hækkað verulega, eða um 95 ma. kr Rekstrarframlög til heilbrigðismála hafa aukist mikið og verða framlög til rekstrar orðin tæplega 258 ma.kr. á árinu 202 Um 19 ma.kr. hærri fjárhæð verður lögð í fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu á árinu 2022 en árið 2017, en sú aukning skýrist að stærstum hluta af byggingu nýs Landspítala. Stóraukin framlög til umhverfismála. Meðal helstu áherslna eru landgræðsla og endurheimt votlendis, auk þess sem mikil áhersla hefur verið lögð á að draga úr álögum á vistvæna ferðamáta og styðja við orkuskipti. Framlög og skattastyrkir tengd aðgerðum í loftslagsmálum hafa vaxið um ríflega 7 ma. kr. frá 2017. Álögur hafa lækkað markvert á fólk og fyrirtæki á kjörtímabilinu Helstu breytingar Skattkerfið var endurskoðað með það að markmiði að auka áðstöfunartekjur lægri tekjuhópa, bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins og vinna að framgangi umhverfismarkmiða ríkisstjórnarinnar. Stærsta einstaka skattalækkun sl. fjögurra ára eru breytingar á tekjuskatti einstaklinga sem komu að fullu til framkvæmda í upphafi árs. Ráðstöfunartekjur fólks verða 23 ma.kr. hærri á ári út áætlunartímabilið. Aukning ráðstöfunartekna er mest hjá lægri tekjuhópum, eða um 120 þús.kr. með breytingunum. Þetta er kjarabót sem skiptir verulegu máli, sérstaklega þegar skórinn kreppir líkt og nú og átti þátt í að ráðstöfunartekjur lækkuðu ekki 2020 þrátt fyrir efnahagsáfallið. Tryggingagjald hefur lækkað umtalsvert á kjörtímabilinu. Skattbyrði fyrirtækja er nu um 8 milljörðum króna lægri á ári en áður. Stofn fjármagnstekjuskatts endurskoðaður en frítekjumark var tvöfaldað um síðustu áramót, auk þess sem jafnræði var komið á í skattlagningu söluhagnaðar sumarhúsa og aukaíbúða. Frítekjumark erfðafjárskatts var hækkað verulega í ársbyrjun, en áætlað er að álögur lækki fyrir vikið um 500 m.kr. Frumvarp um stóraukna hvata fyrir fólk og fyrirtæki til að styðja við svokallaða almannaheillastarfsemi, en gert er ráð fyrir um 2 ma.kr. tekjulækkun ríkissjóðs á ári vegna þessa. Samkomulag við sveitarfélög framlengt Í tengslum við gerð fjármálaáætlunar ár hvert er gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga á grundvelli laga um opinber fjármál. Gildandi samkomulag er frá 30. september 2020 og var gert í tengslum við gildandi fjármálaáætlun og nær til áranna 2021-2025. Í ljósi þess að skammt er liðið frá afgreiðslu fjármálaáætlunar og undirritun gildandi samkomulags og þess að breytingar sem leiða af uppfærslu á afkomu- og skuldahorfum sveitarfélaga verða ekki teljandi og hefur á vettvangi Jónsmessunefndar verið samþykkt að núgildandi samkomulag fyrir árin 2021-2025 gildi áfram fyrir árin 2022-2026. Um fjármálaáætlun Fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 sem nú er lögð fram er síðasta fjármálaáætlun þessarar ríkisstjórnar fyrir Alþingiskosningar. A sama tíma er þetta í fyrsta sinn samkvæmt lögum um opinber fjármál, sem tóku gildi 2016, sem ríkisstjórn situr heilt kjörtímabil og nær þannig að fylgja eftir megin stefnumörkun sinni í efnahagsmálum og opinberum fjármálum sem fram kemur í fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar með nánari útfærslu í fjármálaáætlun og fjárlögum ár hvert. Áætlunin í ár er lögð fram við óvenjulegar aðstæður. Gildandi fjármálaáætlun var samþykkt seinna en venja er, eða í desember og þá fara kosningar til Alþingis fram í september næstkomandi.. Það felur í sér að ný fjármálaáætlun verður lögð fram af hálfu nýrrar ríkisstjórnar vorið 2022 og mun hún byggjast á nýrri fjármálastefnu sem lögð verður fram eigi síðar en samhliða fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022. Þessar sérstöku aðstæður og mikilvægi samspils framlags opinberra fjármála til hagstjórnar á komandi misserum endurspeglast í áherslum áætlunarinnar um að koma opinberum fjármálum aftur á réttan kjöl á komandi árum. Tengd skjöl Fjarmalaaaetlun20222026PDF6.3MBSækja skjal
Þetta eru meginatriðin áætluninni sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðerra, kynnti í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu og textalýsingu sem sjá má neðst í fréttinni. Með aðgerðum stjórnvalda undanfarið ár hafi tekist að milda efnahagskreppuna, en á fjórða þúsund rekstraraðilar og tugþúsundir einstaklinga hafi nýtt fjölbreytt stuðningsúrræði, sem nemi tugum milljarða króna. „Næstu árin er gert fyrir að hagkerfið taki að vaxa kröftuglega að nýju, en meginmarkmið stjórnvalda í áætluninni eru að styðja við vöxt efnahagsins og stöðva skuldasöfnun,“ segir um áætlunina á vef ráðuneytisins. Fjármálaáætlunina má lesa hér og tilkynninguna í heild hér að neðan. Viðbrögð við faraldrinum Markmið ríkisstjórnarinnar er að út úr efnahagsástandinu komi enn farsælla og samkeppnishæfara þjóðfélag, þar sem velsæld byggist á öflugu atvinnulífi og krafti fólksins í landinu. Megináherslur aðgerða vegna faraldursins eru þríþættar: Viðspyrna með opinberum fjármálum. Fjármálum hins opinbera markvisst beitt til að tryggja stöðugleika og skapa efnahagslega viðspyrnu. Áhersla lögð á að vernda þann árangur sem náðst hefur í velferðar- og heilbrigðismálum. Verðmæt störf, fjárfestingar og aukin hagsæld. Kröftug viðspyrna efnahagslífsins drifin áfram af verðmætum störfum og fjárfestingum. Áhersla á menntun, rannsóknir, nýsköpun, innviði og umhverfis- og loftslagsmál. Markvissar umbætur á umgjörð efnahags- og atvinnumála til að auka hagsæld til lengri tíma. Skilvirkari þjónusta og sjálfbær opinber fjármál. Nútímavæðing hins opinbera í samræmi við breyttar þarfir og aðstæður. Þjónusta verði stafræn og skipulag sveitarstjórnarstigsins styrkt. Viðnámsþróttur gagnvart ófyrirséðum áföllum verði tryggður með lækkun skulda og sjálfbærni opinberra fjármála þannig að ekki halli á komandi kynslóðir. Traustur grunnur Geta stjórnvalda til að bregðast við efnahagsáfallinu byggir ekki síst á sterkri stöðu ríkissjóðs í byrjun heimsfaraldursins. Á undanförnum árum hefur umgjörð efnahagsmála verið styrkt markvisst með skattalækkunum, einföldun regluverks, styrkari ramma hagstjórnar og lækkun opinberra skulda. Þá var aukinn hagvöxtur nýttur til að styrkja opinbera þjónustu og byggja enn frekar undir öflugt velferðarkerfi sem reynt hefur á undanfarið ár. Þjónusta hins opinbera og millifærslukerfi hafa ekki verið skert þrátt fyrir mikinn rekstrarhalla. Sértækum stuðningi hefur á sama tíma verið beint að þeim heimilum og fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir hvað mestum áhrifum af faraldrinum. Þetta öfluga og markvissa viðbragð varð til þess að innlend eftirspurn dróst aðeins saman um tæp 2% og að ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020. Útlit er fyrir að hagkerfið vaxi um nærri 5% árið 2022 og að stór hluti samdráttar í landsframleiðslu vegna faraldursins verði unninn upp á næstu árum, ekki síst ef bjartsýnni sviðsmynd fjármálaáætlunar gengur eftir. Mun minni samdráttur Nýjar tölur Hagstofunnar sýna að samdrátturinn í fyrra var minni en spáð hafði verið. Gefa þær til kynna að halli á rekstri ríkissjóðs hafi numið um 200 ma.kr. eða um 6,6% af VLF árið 2020. Það er um 70 ma.kr. minna en gert var ráð fyrir í nóvember og desember sl. Þetta skýrist að hluta til af jákvæðari efnahagsþróun og sterkari einkaneyslu en búist hafði verið við. Á yfirstandandi ári er afkoma ríkissjóðs áætluð neikvæð um 10,2% af VLF sem er í meginatriðum í samræmi við áætlun fjárlaga og fjármálaáætlunar árin 2021-2025, sem gerði ráð fyrir halla upp á um 10,6% af VLF. Á tímabili áætlunarinnar er einnig gert ráð fyrir að afkomuhorfur ríkissjóðs og hins opinbera verði betri en áður. Fjármálaáætlunin gerir ráð fyrir að afkoma ríkissjóðs fari smám saman batnandi uns jákvæðum frumjöfnuði er náð árið 2025. Árið 2026 er gert ráð fyrir neikvæðri afkomu sem nemur 59 ma.kr. eða um 1,4% af VLF og hefur hún þá batnað um tæplega 9% af VLF frá árinu 2021. Horfur á betri afkomu fela jafnframt í sér að þörfin á aðhaldsaðgerðum til að ná markmiði um stöðvun skuldasöfnunar fyrir lok árs 2025 minnkar um fimmtung og verður 102 milljarðar króna. Í fjármálaáætlun kemur fram að tímabundnum stuðningi við hagkerfið verði haldið áfram eftir því sem þörf er á þar til það hefur tekið nægilega við sér að nýju. Markmiðið er hins vegar að draga hratt úr sértækum stuðningsaðgerðum á árinu 2022, samhliða því sem fyrirtækin geta í auknum mæli staðið á eigin fótum á ný. Kraftmeiri bati 2022 og 2023 Spáð er minni efnahagsbata í ár en að á árunum 2022 og 2023 verði hann kraftmeiri og þá drifinn áfram af fjölgun ferðamanna. Gert er ráð fyrir að ferðamenn verði um 720 þúsund í ár, sem er um 50% fjölgun frá árinu 2020. Hagvöxtur verður 2,6% í ár samkvæmt endanlegri spá Hagstofunnar fyrir fjármálaáætlun. Vöxturinn verður enn kraftmeiri árin 2022 (4,8%) og 2023 (3,8%). Landsframleiðslan verður samkvæmt spánni enn 130 ma.kr. lægri árið 2024 en ef ekki hefði komið til faraldursins ef miðað er við spár frá því í ársbyrjun 2020. Skuldasöfnun stöðvuð eftir fjögur ár Á næstu árum munu skuldir ríkissjóðs aukast til muna en skuldastaðan batnar engu að síður frá síðustu fjármálaáætlun. Kemur þar til þróttmeira hagkerfi en flesta grunaði og kraftmikil viðspyrna efnahagsmálanna sem leiðir til þess að skuldir hins opinbera munu vaxa minna en gert var ráð fyrir við gerð síðustu fjármálaáætlunar. Samkvæmt því ná þær hámarki í um 54% af VLF árið 2025 í stað rúmlega 60% af VLF í fyrri áætlun. Þá verður afkoma ríkissjóðs samtals 60 ma.kr. betri á árunum 2021–2025 þrátt fyrir að nú sé gert ráð fyrir að draga úr ráðstöfunum til að stöðva skuldasöfnun um ríflega 7 ma.kr. á ári á tímabilinu 2023–2025 miðað við síðustu fjármálaáætlun. Á næstu árum verður áfram lögð rík áhersla á umbætur hjá hinu opinbera, ekki síst með nýtingu stafrænnar þjónustu og upplýsingatækni. Í fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar hafa verið lagðir um 12 ma.kr. í slík verkefni á árunum 2020–2025. Þessi fjárfesting mun ekki aðeins skila sér í bættum samskiptum ríkisins við borgarana, heldur sömuleiðis í fjárhagslegum ávinningi fyrir heimili, fyrirtæki og ekki síst ríkissjóð. Mun það hversu vel tekst til við að nýta þessa nýju tækni og hvernig gengur að vinna upp framleiðslutap vegna faraldursins, m.a. með aðgerðum stjórnvalda, ráða því hversu umfangsmiklar afkomubætandi ráðstafanir þarf til að stöðva skuldasöfnun hins opinbera á tímabili fjármálaáætlunarinnar. Sköpun starfa helsta viðfangsefnið Mikið og viðvarandi atvinnuleysi er eitt stærsta vandamálið sem samfélagið stendur frammi fyrir. Atvinnuleysi jókst hratt eftir að heimsfaraldur kórónuveiru skall á þótt þróunin, ekki síst í ferðaþjónustunni, hafi hafist nokkru áður. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi við lok áætlunartímabilsins verði á bilinu 4–5%. Það er nokkuð hærra en meðalatvinnuleysi sl. áratuga og að líkindum merki um viðvarandi hærra atvinnuleysi en verið hefur hérlendis verði ekkert að gert. Þessi þróun skýrist að hluta af því að áhrif faraldursins eru langvinnari en vonir stóðu til í upphafi og því ljóst að fleiri verða utan vinnumarkaðar í lengri tíma. M.a. í ljósi þessa hafa stjórnvöld lagt ríka áherslu á virkniúrræði þar sem atvinnuleitendum gefst færi á að auka færni sína og menntun. Því til viðbótar voru nýverið kynntar umfangsmiklar aðgerðir til að skapa störf sem sérstaklega er beint að þeim sem hafa verið án atvinnu í lengri tíma, en með aðgerðunum er gert ráð fyrir að skapa um 7.000 störf út árið 2021. Verjum velferð og sækjum fram Fjármálaáætlun fyrir árin 2022–2026 endurspeglar stefnumörkun síðustu fjögurra ára, hjá ríkisstjórn sem spannar hið pólitíska litróf allt frá vinstri til hægri. Í áætluninni birtast bæði þær áherslur og sá árangur sem náðst hefur við efndir stjórnarsáttmálans. Þar var mörkuð stefna um verulega eflingu velferðarkerfa, stórsókn í innviðafjárfestingum og lækkun skatta, auk þess sem sett voru metnaðarfull markmið í umhverfismálum. Svigrúm í krafti öflugs hagvaxtarskeiðs var nýtt til að efna loforð um aukna velferð og kaupmátt og samhliða var viðnámsþróttur hagkerfisins aukinn með verulegri lækkun skulda. Ríkisstjórnin hefur á starfstíma sínum lagt áherslu á viðamikla uppbyggingu innviða samfélagsins. Má þar nefna styrkingu heilbrigðisþjónustunnar, eflingu menntakerfisins, bæði á framhalds- og háskólastigi, aukna áherslu á nýsköpun og rannsóknir, stórátak í samgöngumálum, eflingu ýmissa löggæslu- og landhelgisverkefna, aukin framlög til byggðamála, uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum og aukna landvörslu, og aðgerðir á sviði umhverfismála. Á kjörtímabilinu hafa útgjöld málefnasviða verið aukin um meira en 80 milljarða króna að raunvirði, eða sem nemur 12%. Helstu áherslumál á starfstíma ríkisstjórnarinnar: Framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina hafa aukist um ríflega 70% Menntakerfið eflt bæði á framhalds- og háskólastig og lög samþykkt um nýjan Menntasjóð námsmanna Framlög til samgöngu- og fjarskiptamála hafa vaxið um rúm 60% að raungildi, úr um 36 ma.kr. í tæpa 60 ma.kr. Frá árinu 2017 hafa framlög til félags-, húsnæðis- og tryggingamála hækkað verulega, eða um 95 ma. kr Rekstrarframlög til heilbrigðismála hafa aukist mikið og verða framlög til rekstrar orðin tæplega 258 ma.kr. á árinu 202 Um 19 ma.kr. hærri fjárhæð verður lögð í fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu á árinu 2022 en árið 2017, en sú aukning skýrist að stærstum hluta af byggingu nýs Landspítala. Stóraukin framlög til umhverfismála. Meðal helstu áherslna eru landgræðsla og endurheimt votlendis, auk þess sem mikil áhersla hefur verið lögð á að draga úr álögum á vistvæna ferðamáta og styðja við orkuskipti. Framlög og skattastyrkir tengd aðgerðum í loftslagsmálum hafa vaxið um ríflega 7 ma. kr. frá 2017. Álögur hafa lækkað markvert á fólk og fyrirtæki á kjörtímabilinu Helstu breytingar Skattkerfið var endurskoðað með það að markmiði að auka áðstöfunartekjur lægri tekjuhópa, bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins og vinna að framgangi umhverfismarkmiða ríkisstjórnarinnar. Stærsta einstaka skattalækkun sl. fjögurra ára eru breytingar á tekjuskatti einstaklinga sem komu að fullu til framkvæmda í upphafi árs. Ráðstöfunartekjur fólks verða 23 ma.kr. hærri á ári út áætlunartímabilið. Aukning ráðstöfunartekna er mest hjá lægri tekjuhópum, eða um 120 þús.kr. með breytingunum. Þetta er kjarabót sem skiptir verulegu máli, sérstaklega þegar skórinn kreppir líkt og nú og átti þátt í að ráðstöfunartekjur lækkuðu ekki 2020 þrátt fyrir efnahagsáfallið. Tryggingagjald hefur lækkað umtalsvert á kjörtímabilinu. Skattbyrði fyrirtækja er nu um 8 milljörðum króna lægri á ári en áður. Stofn fjármagnstekjuskatts endurskoðaður en frítekjumark var tvöfaldað um síðustu áramót, auk þess sem jafnræði var komið á í skattlagningu söluhagnaðar sumarhúsa og aukaíbúða. Frítekjumark erfðafjárskatts var hækkað verulega í ársbyrjun, en áætlað er að álögur lækki fyrir vikið um 500 m.kr. Frumvarp um stóraukna hvata fyrir fólk og fyrirtæki til að styðja við svokallaða almannaheillastarfsemi, en gert er ráð fyrir um 2 ma.kr. tekjulækkun ríkissjóðs á ári vegna þessa. Samkomulag við sveitarfélög framlengt Í tengslum við gerð fjármálaáætlunar ár hvert er gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga á grundvelli laga um opinber fjármál. Gildandi samkomulag er frá 30. september 2020 og var gert í tengslum við gildandi fjármálaáætlun og nær til áranna 2021-2025. Í ljósi þess að skammt er liðið frá afgreiðslu fjármálaáætlunar og undirritun gildandi samkomulags og þess að breytingar sem leiða af uppfærslu á afkomu- og skuldahorfum sveitarfélaga verða ekki teljandi og hefur á vettvangi Jónsmessunefndar verið samþykkt að núgildandi samkomulag fyrir árin 2021-2025 gildi áfram fyrir árin 2022-2026. Um fjármálaáætlun Fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 sem nú er lögð fram er síðasta fjármálaáætlun þessarar ríkisstjórnar fyrir Alþingiskosningar. A sama tíma er þetta í fyrsta sinn samkvæmt lögum um opinber fjármál, sem tóku gildi 2016, sem ríkisstjórn situr heilt kjörtímabil og nær þannig að fylgja eftir megin stefnumörkun sinni í efnahagsmálum og opinberum fjármálum sem fram kemur í fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar með nánari útfærslu í fjármálaáætlun og fjárlögum ár hvert. Áætlunin í ár er lögð fram við óvenjulegar aðstæður. Gildandi fjármálaáætlun var samþykkt seinna en venja er, eða í desember og þá fara kosningar til Alþingis fram í september næstkomandi.. Það felur í sér að ný fjármálaáætlun verður lögð fram af hálfu nýrrar ríkisstjórnar vorið 2022 og mun hún byggjast á nýrri fjármálastefnu sem lögð verður fram eigi síðar en samhliða fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022. Þessar sérstöku aðstæður og mikilvægi samspils framlags opinberra fjármála til hagstjórnar á komandi misserum endurspeglast í áherslum áætlunarinnar um að koma opinberum fjármálum aftur á réttan kjöl á komandi árum. Tengd skjöl Fjarmalaaaetlun20222026PDF6.3MBSækja skjal
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira