Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. mars 2021 11:00 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. Um er að ræða fimm leikmenn sem munu koma mismikið við sögu í Ungverjalandi, þar sem mótið fer fram, en munu eflaust allir spila stóra rullu í næstu undankeppni. Ísland endaði í 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni og komst í lokakeppnina sem eitt þeirra liða sem var með bestan árangur liðanna í 2. sæti riðlanna. Íslendingar unnu sex af níu leikjum sínum og töpuðu þremur. Íslandi var svo dæmdur 3-0 sigur í lokaleiknum gegn Armeníu. Ísland mætir Rússlandi klukkan 17.00 á morgun, fimmtudag. Klukkan 13.00 á sunnudag er komið að frændum vorum frá Danmörkum og að lokum er það Frakkland á miðvikudeginum eftir viku. Andri Fannar Baldursson, miðjumaður Andri Fannar Baldursson á framtíðina fyrir sér.Getty/Harry Murphy Andri Fannar Baldursson [2002] er einn af tveimur leikmönnum á þessum lista sem á leik fyrir íslenska A-landsliðið. Hans kom í 5-1 tapi gegn Belgíu í Þjóðadeildinni haustið 2020. Andri Fannar er hins vegar ungur að árum, nýorðinn 19 ára gamall, og fær því eflaust stórt hlutverk hjá U21 landsliðinu í næstu undankeppninni. Andri Fannar leikur með Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni og hefur leikið fimm leiki fyrir aðallið félagsins. Hann skrifaði nýverið undir fimm ára samning og er augljóslega í framtíðarplönum liðsins. Miðjmaðurinn knái kom seint inn í íslenska liðið. Lék hann síðustu þrjá leikina í undankeppninni, voru það jafnframt hans fyrstu leikir fyrir U21 landsliðið. Alls á hann þó að baki 37 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Brynjólfur Andersen Willumsson, sóknarmaður Brynjólfur Andersen í leik gegn Lúxemborg.Vísir/Vilhelm Brynjólfur Andersen [2001] gengur til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Kristiansund BK eftir að EM lýkur. Hann var lykilmaður í stórskemmtilegu liði Breiðabliks síðasta sumar en hjá U21 landsliðinu hefur hann aðallega komið inn af varamannabekknum. Eins og staðan er í dag þá verður Brynjólfur Andersen framherji númer eitt þegar næsta undankeppni fer af stað. Brynjólfur vakti mikla athygli síðasta sumar, bæði innan vallar sem utan. Hjá Blikum lék hann í „tíunni“ eða holunni á bakvið Thomas Mikkelsen, framsta mann liðsins. Hjá íslenska liðinu hefur hann nær eingöngu leikið sem fremsti maður. Brynjólfur Andersen hefur leikið tólf leiki með U21 landsliðinu til þessa og skorað eitt mark, það kom í 6-1 sigri gegn Armeníu haustið 2019. Alls á hann að baki 22 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Finnur Tómas Pálmason, miðvörður Finnur Tómas sættir sig eflaust ekki við bekkjarsetu í næstu undankeppni.Vísir/Vilhelm Finnur Tómas [2000] verður að öllum líkindum á varamannabekk Íslands á EM. Hann kom aðeins við sögu í einum leik í undankeppninni en það er ljóst að það verður laus staða í miðverðinum í næstu undankeppni. Finnur Tómas lék frábærlega með KR sumarið 2019 er liðið varð Íslandsmeistari og var hann í kjölfarið valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Líkt og aðrir í KR liðinu átti hann ekki sitt besta tímabil á síðustu leiktíð en það kom ekki að sök. Sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping keypti hann nýverið og verður spennandi að fylgjast með hvernig honum mun vegna í þessu miklu Íslendingaliði. Næsti maður á listanum er einmitt samherji Finns hjá Norrköping. Alls á Finnur Tómas að baki 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af þrjá fyrir U21 landsliðið. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður Ísak Bergmann hefur vakið mikla athygli vegna frammistöðu sinnar með Norrköping í Svíþjóð.Vísir/Vilhelm Miðjumaðurinn Ísak Bergmann [2003] er hinn leikmaðurinn á listanum sem á að baki leik fyrir A-landsliðið. Sá var í 4-0 tapi gegn Englandi í nóvember á síðasta ári. Þá er Skagamaðurinn jafnframt yngsti leikmaður listans. Í raun þarf vart að kynna Ísak Bergmann fyrir land og þjóð. Hann átti stórkostlegt tímabil með Norrköping á síðustu leiktíð og hefur verið orðaður við flest – ef ekki öll – stórlið Evrópu. Hann virðist þó hafa ákveðið að taka annað tímabil í Svíþjóð og verður einkar forvitnilegt að fylgjast með þróun hans á komandi misserum. Ísak Bergmann á að baki fjóra landsleiki með U21 landsliðinu og líkt og Andri Fannar komu þeir allir í síðustu leikjum liðsins í undankeppninni. Alls hefur hann leikið 25 leiki fyrir yngri landsliðin og skorað í þeim 11 mörk. Róbert Orri Þorkelsson, miðvörður Róbert Orri [nr. 4] lætur finna fyrir sér í 2-1 sigrinum gegn Írlandi ytra. Sigurinn tryggði Íslandi sæti á lokamóti EM.Harry Murphy/Getty Images Róbert Orri [2002] er eini leikmaður listans sem er ekki búinn að semja við lið erlendis. Í viðtali við Stöð 2 og Vísi nýverið sagði Mosfellingurinn ungi að atvinnumennska væri á dagskránni þegar þar að kemur. Hann sé með gott fólk að vinna í því og hann sé einbeittur á að landa þeim stóra með Breiðablik í sumar. Róbert Orri er annar leikmaður listans sem átti frábært tímabil með Breiðabliki síðasta sumar. Þar lék hann oftar en ekki í þriggja manna vörn á meðan íslenska liðið leikur með hefðbundna fjögurra manna vörn. Það kom ekki niður á frammistöðum Róberts en hann – ásamt Andra Fannari og Ísaki Bergmann – kom inn í liðið undir lok undankeppninnar. Hann var í byrjunarliðinu í mögnuðum sigrum gegn Svíþjóð og Írlandi ásamt gríðar svekkjandi tapinu gegn Ítalíu í Víkinni. Sem betur fer kom það ekki að sök. Alls hefur Róbert Orri leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands og ef allt gengur að óskum verða þeir orðnir 29 eftir viku. Aðrir sem gætu blómstrað í næstu undankeppni Bjarki Steinn Bjarkason, Venezia, 2 leikir (2000) Kolbeinn Þórðarson, Lommel, 6 leikir (2000) Ísak Óli Ólafsson, SönderjyskE, 8 leikir – 2 mörk (2000) Valgeir Lunddal Friðriksson, Häcken, 1 leikur (2001) Þórir Jóhann Helgason, FH, 6 leikir (2000) Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Burðarstólparnir í U-21 árs liðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Vísir fór yfir fimm burðarstólpa í liðinu. 23. mars 2021 11:00 UEFA hvetur fólk til að fylgjast með Ísak afmælisstrák Ísak Bergmann Jóhannesson er einn þeirra sem fólk ætti að fylgjast sérstaklega með á EM U21-landsliða í fótbolta sem hefst á morgun. 23. mars 2021 17:01 „Hann á virkilega stóran þátt í því sem við höfum afrekað hingað til“ Patrik Sigurður Gunnarsson segir að það sé skarð fyrir skildi að Alfons Sampsted verði ekki með U-21 árs landsliðinu á EM sem hefst á fimmtudaginn. 23. mars 2021 16:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Um er að ræða fimm leikmenn sem munu koma mismikið við sögu í Ungverjalandi, þar sem mótið fer fram, en munu eflaust allir spila stóra rullu í næstu undankeppni. Ísland endaði í 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni og komst í lokakeppnina sem eitt þeirra liða sem var með bestan árangur liðanna í 2. sæti riðlanna. Íslendingar unnu sex af níu leikjum sínum og töpuðu þremur. Íslandi var svo dæmdur 3-0 sigur í lokaleiknum gegn Armeníu. Ísland mætir Rússlandi klukkan 17.00 á morgun, fimmtudag. Klukkan 13.00 á sunnudag er komið að frændum vorum frá Danmörkum og að lokum er það Frakkland á miðvikudeginum eftir viku. Andri Fannar Baldursson, miðjumaður Andri Fannar Baldursson á framtíðina fyrir sér.Getty/Harry Murphy Andri Fannar Baldursson [2002] er einn af tveimur leikmönnum á þessum lista sem á leik fyrir íslenska A-landsliðið. Hans kom í 5-1 tapi gegn Belgíu í Þjóðadeildinni haustið 2020. Andri Fannar er hins vegar ungur að árum, nýorðinn 19 ára gamall, og fær því eflaust stórt hlutverk hjá U21 landsliðinu í næstu undankeppninni. Andri Fannar leikur með Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni og hefur leikið fimm leiki fyrir aðallið félagsins. Hann skrifaði nýverið undir fimm ára samning og er augljóslega í framtíðarplönum liðsins. Miðjmaðurinn knái kom seint inn í íslenska liðið. Lék hann síðustu þrjá leikina í undankeppninni, voru það jafnframt hans fyrstu leikir fyrir U21 landsliðið. Alls á hann þó að baki 37 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Brynjólfur Andersen Willumsson, sóknarmaður Brynjólfur Andersen í leik gegn Lúxemborg.Vísir/Vilhelm Brynjólfur Andersen [2001] gengur til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Kristiansund BK eftir að EM lýkur. Hann var lykilmaður í stórskemmtilegu liði Breiðabliks síðasta sumar en hjá U21 landsliðinu hefur hann aðallega komið inn af varamannabekknum. Eins og staðan er í dag þá verður Brynjólfur Andersen framherji númer eitt þegar næsta undankeppni fer af stað. Brynjólfur vakti mikla athygli síðasta sumar, bæði innan vallar sem utan. Hjá Blikum lék hann í „tíunni“ eða holunni á bakvið Thomas Mikkelsen, framsta mann liðsins. Hjá íslenska liðinu hefur hann nær eingöngu leikið sem fremsti maður. Brynjólfur Andersen hefur leikið tólf leiki með U21 landsliðinu til þessa og skorað eitt mark, það kom í 6-1 sigri gegn Armeníu haustið 2019. Alls á hann að baki 22 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Finnur Tómas Pálmason, miðvörður Finnur Tómas sættir sig eflaust ekki við bekkjarsetu í næstu undankeppni.Vísir/Vilhelm Finnur Tómas [2000] verður að öllum líkindum á varamannabekk Íslands á EM. Hann kom aðeins við sögu í einum leik í undankeppninni en það er ljóst að það verður laus staða í miðverðinum í næstu undankeppni. Finnur Tómas lék frábærlega með KR sumarið 2019 er liðið varð Íslandsmeistari og var hann í kjölfarið valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Líkt og aðrir í KR liðinu átti hann ekki sitt besta tímabil á síðustu leiktíð en það kom ekki að sök. Sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping keypti hann nýverið og verður spennandi að fylgjast með hvernig honum mun vegna í þessu miklu Íslendingaliði. Næsti maður á listanum er einmitt samherji Finns hjá Norrköping. Alls á Finnur Tómas að baki 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af þrjá fyrir U21 landsliðið. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður Ísak Bergmann hefur vakið mikla athygli vegna frammistöðu sinnar með Norrköping í Svíþjóð.Vísir/Vilhelm Miðjumaðurinn Ísak Bergmann [2003] er hinn leikmaðurinn á listanum sem á að baki leik fyrir A-landsliðið. Sá var í 4-0 tapi gegn Englandi í nóvember á síðasta ári. Þá er Skagamaðurinn jafnframt yngsti leikmaður listans. Í raun þarf vart að kynna Ísak Bergmann fyrir land og þjóð. Hann átti stórkostlegt tímabil með Norrköping á síðustu leiktíð og hefur verið orðaður við flest – ef ekki öll – stórlið Evrópu. Hann virðist þó hafa ákveðið að taka annað tímabil í Svíþjóð og verður einkar forvitnilegt að fylgjast með þróun hans á komandi misserum. Ísak Bergmann á að baki fjóra landsleiki með U21 landsliðinu og líkt og Andri Fannar komu þeir allir í síðustu leikjum liðsins í undankeppninni. Alls hefur hann leikið 25 leiki fyrir yngri landsliðin og skorað í þeim 11 mörk. Róbert Orri Þorkelsson, miðvörður Róbert Orri [nr. 4] lætur finna fyrir sér í 2-1 sigrinum gegn Írlandi ytra. Sigurinn tryggði Íslandi sæti á lokamóti EM.Harry Murphy/Getty Images Róbert Orri [2002] er eini leikmaður listans sem er ekki búinn að semja við lið erlendis. Í viðtali við Stöð 2 og Vísi nýverið sagði Mosfellingurinn ungi að atvinnumennska væri á dagskránni þegar þar að kemur. Hann sé með gott fólk að vinna í því og hann sé einbeittur á að landa þeim stóra með Breiðablik í sumar. Róbert Orri er annar leikmaður listans sem átti frábært tímabil með Breiðabliki síðasta sumar. Þar lék hann oftar en ekki í þriggja manna vörn á meðan íslenska liðið leikur með hefðbundna fjögurra manna vörn. Það kom ekki niður á frammistöðum Róberts en hann – ásamt Andra Fannari og Ísaki Bergmann – kom inn í liðið undir lok undankeppninnar. Hann var í byrjunarliðinu í mögnuðum sigrum gegn Svíþjóð og Írlandi ásamt gríðar svekkjandi tapinu gegn Ítalíu í Víkinni. Sem betur fer kom það ekki að sök. Alls hefur Róbert Orri leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands og ef allt gengur að óskum verða þeir orðnir 29 eftir viku. Aðrir sem gætu blómstrað í næstu undankeppni Bjarki Steinn Bjarkason, Venezia, 2 leikir (2000) Kolbeinn Þórðarson, Lommel, 6 leikir (2000) Ísak Óli Ólafsson, SönderjyskE, 8 leikir – 2 mörk (2000) Valgeir Lunddal Friðriksson, Häcken, 1 leikur (2001) Þórir Jóhann Helgason, FH, 6 leikir (2000)
Bjarki Steinn Bjarkason, Venezia, 2 leikir (2000) Kolbeinn Þórðarson, Lommel, 6 leikir (2000) Ísak Óli Ólafsson, SönderjyskE, 8 leikir – 2 mörk (2000) Valgeir Lunddal Friðriksson, Häcken, 1 leikur (2001) Þórir Jóhann Helgason, FH, 6 leikir (2000)
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Burðarstólparnir í U-21 árs liðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Vísir fór yfir fimm burðarstólpa í liðinu. 23. mars 2021 11:00 UEFA hvetur fólk til að fylgjast með Ísak afmælisstrák Ísak Bergmann Jóhannesson er einn þeirra sem fólk ætti að fylgjast sérstaklega með á EM U21-landsliða í fótbolta sem hefst á morgun. 23. mars 2021 17:01 „Hann á virkilega stóran þátt í því sem við höfum afrekað hingað til“ Patrik Sigurður Gunnarsson segir að það sé skarð fyrir skildi að Alfons Sampsted verði ekki með U-21 árs landsliðinu á EM sem hefst á fimmtudaginn. 23. mars 2021 16:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Burðarstólparnir í U-21 árs liðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Vísir fór yfir fimm burðarstólpa í liðinu. 23. mars 2021 11:00
UEFA hvetur fólk til að fylgjast með Ísak afmælisstrák Ísak Bergmann Jóhannesson er einn þeirra sem fólk ætti að fylgjast sérstaklega með á EM U21-landsliða í fótbolta sem hefst á morgun. 23. mars 2021 17:01
„Hann á virkilega stóran þátt í því sem við höfum afrekað hingað til“ Patrik Sigurður Gunnarsson segir að það sé skarð fyrir skildi að Alfons Sampsted verði ekki með U-21 árs landsliðinu á EM sem hefst á fimmtudaginn. 23. mars 2021 16:30