Einn greindist innanlands í gær Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2021 09:44 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, við Ráðherrabústaðinn í morgun. Vísir/Vilhelm Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, eftir fund hans með formönnum ríkisstjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum í morgun. Enginn greindist á landamærunum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði til fundarins í morgun. Þórólfur sagði að á fundinum hefði farið yfir stöðuna á faraldrinum bæði hér á landi og erlendis og stöðuna varðandi til dæmis bóluefni og bólusetningar. Þórólfur sagði að næstu daga yrði fylgst með því hvort fólk utan sóttkvíar fari að greinast í auknum mæli með veiruna. Það muni stýra því hvort hann leggi til hertari aðgerðir innanlands. „Við erum að fylgjast með því hvort við förum að greina fólk utan sóttkvíar sem bendir þá til samfélagslegs smits og það er það sem mun stýra því frá minni hlið hvort ég komi með tillögur um einhverjar hertari aðgerðir. Þannig að ég bíð aðeins og sé til,“ sagði Þórólfur. Hann hefur hins vegar skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, minnisblaði varðandi aðgerðir á landamærunum. Hann sagði að þar væri ekki beinlínis verið að herða aðgerðir á landamærum heldur skerpa á nokkrum þáttum. Meðal annars leggur hann til að ferðalangar frá tilteknum áhættusvæðum verði skikkaðir til þess að dvelja í sóttvarnarhúsi í fimm daga sóttkvínni sem skylda er að fara í á milli landamæraskimananna tveggja. „Því við erum að sjá þessi smit sem eru að koma inn, þau koma í tengslum við það að fólk er ekki að halda fyrir sóttkví eins og það á að gera og við viljum reyna að girða fyrir það.“ Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan hálftíu, að loknum fundi Þórólfs með formönnunum þremur, og verður minnisblaðið til umræðu þar. Viðtal Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Þórólf má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, eftir fund hans með formönnum ríkisstjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum í morgun. Enginn greindist á landamærunum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði til fundarins í morgun. Þórólfur sagði að á fundinum hefði farið yfir stöðuna á faraldrinum bæði hér á landi og erlendis og stöðuna varðandi til dæmis bóluefni og bólusetningar. Þórólfur sagði að næstu daga yrði fylgst með því hvort fólk utan sóttkvíar fari að greinast í auknum mæli með veiruna. Það muni stýra því hvort hann leggi til hertari aðgerðir innanlands. „Við erum að fylgjast með því hvort við förum að greina fólk utan sóttkvíar sem bendir þá til samfélagslegs smits og það er það sem mun stýra því frá minni hlið hvort ég komi með tillögur um einhverjar hertari aðgerðir. Þannig að ég bíð aðeins og sé til,“ sagði Þórólfur. Hann hefur hins vegar skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, minnisblaði varðandi aðgerðir á landamærunum. Hann sagði að þar væri ekki beinlínis verið að herða aðgerðir á landamærum heldur skerpa á nokkrum þáttum. Meðal annars leggur hann til að ferðalangar frá tilteknum áhættusvæðum verði skikkaðir til þess að dvelja í sóttvarnarhúsi í fimm daga sóttkvínni sem skylda er að fara í á milli landamæraskimananna tveggja. „Því við erum að sjá þessi smit sem eru að koma inn, þau koma í tengslum við það að fólk er ekki að halda fyrir sóttkví eins og það á að gera og við viljum reyna að girða fyrir það.“ Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan hálftíu, að loknum fundi Þórólfs með formönnunum þremur, og verður minnisblaðið til umræðu þar. Viðtal Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Þórólf má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira