„Finnst verst að ég fæ líklega aldrei að sjá þann sem skrifaði þetta undir fjögur augu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2021 11:31 Alfreð Gíslason hefur þjálfað í Þýskalandi síðan 1997. getty/Soeren Stache Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handboltalandsliðsins, viðurkennir að sér hafi brugðið að fá hótunarbréf í pósti. Hann efast um að hann muni nokkurn tímann hitta bréfritara, augliti til auglitis. Í síðustu viku birti Alfreð mynd af hótunarbréfinu sem hann fékk sent heim til sín. Þar var honum tjáð að ef hann myndi ekki hætta sem landsliðsþjálfari myndi það hafa afleiðingar fyrir hann. „Við erum öll þýsk og viljum hafa þýskan landsliðsþjálfara. Heimskulegt látbragð þitt á hliðarlínunni fer í taugarnar á manni. Ef þú segir ekki upp störfum þá munum við heimsækja þig og við skulum sjá hvað verður um húsið þitt þá. Við bíðum,“ stóð í bréfinu. Málið vakti mikla athygli og Alfreð fékk stuðning víða að, meðal annars frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og þjálfurum þýsku fótboltalandsliðanna, þeim Joachim Löw og Martinu Voss-Tecklenburg. „Ég er ekkert sérstaklega stressaður yfir þessu en það var samt mjög óþægileg tilfinning að fá þetta bréf,“ sagði Alfreð í samtali við Akureyri.net. „Við búum í litlu þorpi og allir fylgjast vel með öllum, þannig lagað, en þetta er samt óþægilegt. Mér finnst verst að ég fæ líklega aldrei að sjá þann sem skrifaði þetta undir fjögur augu. Svona er þetta eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar; alls konar lið skrifar hitt og þetta undir dulnefni og þarf aldrei að standa fyrir málinu sínu. En það væri óskandi að sá sem sendi mér bréfið fyndist.“ Alfreð býr í litlu og friðsælu þorpi í nágrenni Magdeburgar. Þar sást varla lögreglubíll en nú er öldin önnur. „Nú keyra þeir hægt og rólega framhjá okkur nokkrum sinnum á dag! Það er einn af kostunum við Þýskaland að þeir taka svona mál mjög alvarlega,“ sagði Alfreð. „Nú er bara að henda upp fleiri myndavélum við húsið og ljóskösturum með hreyfiskynjurum. Það er í sjálfu sér það eina sem ég get gert – og verð að gera.“ Fyrr í þessum mánuði kom Alfreð þýska landsliðinu á Ólympíuleikana í Tókýó. Þýskaland endaði í 12. sæti á HM í Egyptalandi, á fyrsta stórmótinu undir stjórn Alfreðs. Þýski handboltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
Í síðustu viku birti Alfreð mynd af hótunarbréfinu sem hann fékk sent heim til sín. Þar var honum tjáð að ef hann myndi ekki hætta sem landsliðsþjálfari myndi það hafa afleiðingar fyrir hann. „Við erum öll þýsk og viljum hafa þýskan landsliðsþjálfara. Heimskulegt látbragð þitt á hliðarlínunni fer í taugarnar á manni. Ef þú segir ekki upp störfum þá munum við heimsækja þig og við skulum sjá hvað verður um húsið þitt þá. Við bíðum,“ stóð í bréfinu. Málið vakti mikla athygli og Alfreð fékk stuðning víða að, meðal annars frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og þjálfurum þýsku fótboltalandsliðanna, þeim Joachim Löw og Martinu Voss-Tecklenburg. „Ég er ekkert sérstaklega stressaður yfir þessu en það var samt mjög óþægileg tilfinning að fá þetta bréf,“ sagði Alfreð í samtali við Akureyri.net. „Við búum í litlu þorpi og allir fylgjast vel með öllum, þannig lagað, en þetta er samt óþægilegt. Mér finnst verst að ég fæ líklega aldrei að sjá þann sem skrifaði þetta undir fjögur augu. Svona er þetta eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar; alls konar lið skrifar hitt og þetta undir dulnefni og þarf aldrei að standa fyrir málinu sínu. En það væri óskandi að sá sem sendi mér bréfið fyndist.“ Alfreð býr í litlu og friðsælu þorpi í nágrenni Magdeburgar. Þar sást varla lögreglubíll en nú er öldin önnur. „Nú keyra þeir hægt og rólega framhjá okkur nokkrum sinnum á dag! Það er einn af kostunum við Þýskaland að þeir taka svona mál mjög alvarlega,“ sagði Alfreð. „Nú er bara að henda upp fleiri myndavélum við húsið og ljóskösturum með hreyfiskynjurum. Það er í sjálfu sér það eina sem ég get gert – og verð að gera.“ Fyrr í þessum mánuði kom Alfreð þýska landsliðinu á Ólympíuleikana í Tókýó. Þýskaland endaði í 12. sæti á HM í Egyptalandi, á fyrsta stórmótinu undir stjórn Alfreðs.
Þýski handboltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira