Leigja hótel og skikka fólk af eldrauðu svæðunum í sóttvarnahús Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2021 11:46 Svandís ræddi tillögurnar við fréttamenn fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tvær tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir er tengjast landamærunum og kórónuveirufaraldrinum. Börn munu nú einnig fara í sýnatöku við komuna til landsins og þá munu þeir sem koma frá eldrauðu svæðunum í Evrópu dvelja dagana fimm fram að seinni skimun í sóttvarnarhúsi. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við Ráðherrabústaðinn rétt í þessu. Til að geta tekið við öllu þessu fólki stendur til að taka hótel og fleiri rými á leigu. Hve mörg þau verða liggur ekki fyrir. Svandís reiknar með því að reglugerðin um börnin taki gildi strax á morgun en breytingin varðandi rauðu svæðin og sóttvarnahús um leið og húsnæði verður tilbúið. Bæði Íslendingar og erlendir ríkisborgarar sem koma frá verst settu löndunum hvað veiruna varðar þurfa að fara í sóttvarnahús. Dæmi um slík lönd í dag eru Pólland og Ungverjaland að sögn Svandísar auk fleiri landa. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að meginreglan verði sú að börn fædd 2005 eða síðar fari í sýnatöku á landamærum og sæti fimm daga sóttkví. Allir þeir sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir 500 á hverja 100.000 íbúa undanfarna fjórtán daga dvelji í sóttvarnahúsi meðan á fimm daga sóttkví stendur nema þeir hafi framvísað gildu bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrra smit. Það sama gildir um fólk sem kemur frá löndum þar sem skortir upplýsingar um nýgengi smita. Reglugerðin tekur gildi 1. apríl og gildir til loka þess mánaðar. Mörg dæmi um jákvæð sýni í seinni skimun Núverandi fyrirkomulag á landamærum hljóðar upp á að komið sé með neikvætt vottorð, farið í sýnatöku við komu og svo aftur fimm dögum síðar með sóttkví á milli. Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkvína á milli sýnataka. „Við erum að sjá svo mörg dæmi um að það eru að koma jákvæð sýni í seinni skimun,“ segir Svandís. Þetta kort á vef Evrópsku sóttvarnarstofnunarinnar er frá 18. mars. Það uppfærist á tveggja vikna fresti. Áhyggjur hafa verið af því að fólk ferðist mögulega á milli landa í aðdraganda þess að flogið sé til Íslands frá svæði sem sé ekki eldrautt. Svandís segir erfitt að koma í veg fyrir það. Aðgerðirnar byggi áfram að stóru leyti á því að treysta fólki. Ekki sé hægt að rekja ferðir hvers og eins. Tilbúin að grípa inn í með skömmum fyrirvara Svandís nefndi jafnframt að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir væri með minnisblað tilbúið ef grípa þurfi til aðgerða innanlands með skömmum fyrirvara. „Við munum hafa hraðar hendur ef til þess kemur,“ segir Svandís. Tölurnar í dag hafi sem betur fer verið góðar en einn greindist smitaður innanlands í gær og var í sóttkví. „Ef útlit er fyrir nýja bylgju verður brugðist hratt við.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44 Ætla að skylda fólk frá áhættusvæðum í farsóttarhús Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar á fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag að kynna drög að nýjum reglum varðandi fólk sem kemur hingað til lands. 23. mars 2021 08:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Börn munu nú einnig fara í sýnatöku við komuna til landsins og þá munu þeir sem koma frá eldrauðu svæðunum í Evrópu dvelja dagana fimm fram að seinni skimun í sóttvarnarhúsi. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við Ráðherrabústaðinn rétt í þessu. Til að geta tekið við öllu þessu fólki stendur til að taka hótel og fleiri rými á leigu. Hve mörg þau verða liggur ekki fyrir. Svandís reiknar með því að reglugerðin um börnin taki gildi strax á morgun en breytingin varðandi rauðu svæðin og sóttvarnahús um leið og húsnæði verður tilbúið. Bæði Íslendingar og erlendir ríkisborgarar sem koma frá verst settu löndunum hvað veiruna varðar þurfa að fara í sóttvarnahús. Dæmi um slík lönd í dag eru Pólland og Ungverjaland að sögn Svandísar auk fleiri landa. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að meginreglan verði sú að börn fædd 2005 eða síðar fari í sýnatöku á landamærum og sæti fimm daga sóttkví. Allir þeir sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir 500 á hverja 100.000 íbúa undanfarna fjórtán daga dvelji í sóttvarnahúsi meðan á fimm daga sóttkví stendur nema þeir hafi framvísað gildu bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrra smit. Það sama gildir um fólk sem kemur frá löndum þar sem skortir upplýsingar um nýgengi smita. Reglugerðin tekur gildi 1. apríl og gildir til loka þess mánaðar. Mörg dæmi um jákvæð sýni í seinni skimun Núverandi fyrirkomulag á landamærum hljóðar upp á að komið sé með neikvætt vottorð, farið í sýnatöku við komu og svo aftur fimm dögum síðar með sóttkví á milli. Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkvína á milli sýnataka. „Við erum að sjá svo mörg dæmi um að það eru að koma jákvæð sýni í seinni skimun,“ segir Svandís. Þetta kort á vef Evrópsku sóttvarnarstofnunarinnar er frá 18. mars. Það uppfærist á tveggja vikna fresti. Áhyggjur hafa verið af því að fólk ferðist mögulega á milli landa í aðdraganda þess að flogið sé til Íslands frá svæði sem sé ekki eldrautt. Svandís segir erfitt að koma í veg fyrir það. Aðgerðirnar byggi áfram að stóru leyti á því að treysta fólki. Ekki sé hægt að rekja ferðir hvers og eins. Tilbúin að grípa inn í með skömmum fyrirvara Svandís nefndi jafnframt að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir væri með minnisblað tilbúið ef grípa þurfi til aðgerða innanlands með skömmum fyrirvara. „Við munum hafa hraðar hendur ef til þess kemur,“ segir Svandís. Tölurnar í dag hafi sem betur fer verið góðar en einn greindist smitaður innanlands í gær og var í sóttkví. „Ef útlit er fyrir nýja bylgju verður brugðist hratt við.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44 Ætla að skylda fólk frá áhættusvæðum í farsóttarhús Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar á fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag að kynna drög að nýjum reglum varðandi fólk sem kemur hingað til lands. 23. mars 2021 08:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44
Ætla að skylda fólk frá áhættusvæðum í farsóttarhús Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar á fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag að kynna drög að nýjum reglum varðandi fólk sem kemur hingað til lands. 23. mars 2021 08:54