Hannes segir Sjálfstæðisflokkinn ekki góðan en hinir séu bara svo miklu verri Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2021 08:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson á sínum kontór í Odda með bókina volga úr prentsmiðju. Hann fer á kostum í höfundatali Vísis. vísir/vilhelm Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hefur sent frá sér mikinn doðrant, Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers, rituð á ensku en það er New Direction-forlagið sem gefur bókina út. Hannes er í miklu stuði í höfundatali Vísis. Þetta er kærkomið rit meðal annars vegna þess að hugmyndafræði hefur verið lítt á dagskrá nema að nafninu til í hinu lúna flokkspólitíska skaki. Núverandi stjórnarmynstur, þar sem Vinstri grænir eru í einni sæng með Sjálfstæðisflokknum, flokkar sem skilgreina sig yst á sitthvorum enda hægri/vinstri-áss, hlýtur að afhjúpa að hugmyndafræði er gluggaskraut á Íslandi. Bókin hefur verið lengi á leiðinni en um er að ræða síðbúna endurskoðun og útvíkkun Hannesar á doktorsritgerð hans um Hayek’s Conservative Liberalism frá 1985. Hannes segir hana afkvæmi þess næðis sem til varð vegna kórónuveirufaraldsins. Bókin er ríkulega myndskreytt og má meðal annarra sjá Alexis de Tocqueville á fundi í stjórnlaganefnd franska þingsins, Herbert Spencer með Mill, Darwin og öðrum spekingum, Acton lávarður með William Gladstone, Milton og Rose Friedman í íslensku frystihúsi, Georg W. F. Hegel að horfa á Napóleon, „heimsandann á hestbaki,“ ríða út úr Jena, og Popper og Hayek, eins og Hannes lýsir því fyrir vinum sínum á Facebook: „Þeir Hegel og Keynes koma víða fyrir í bókinni, en ekki eru kaflar um þá, þótt raunar megi túlka þá báða sem frjálslynda íhaldsmenn. En þeir eru þekktari fyrir annað.“ Ágirnd er eitt og sjálfsbjargarhvöt annað Þá má geta þess að bókin er aðgengileg á netinu. Vísir vildi fyrir alla muni heyra í höfundinum og spyrja hann um eitt og annað, svo sem hvort það sé virkilega ástæða til að gefa út 884 blaðsíðna bók tilvarnar nýfrjálshyggjunni? Snýst hún ekki um græðgina sem öllu nær væri að halda í skefjum nú á tímum hinnar geigvænlegu misskiptingar? „Ég kann nú betur við hina hefðbundnu íslensku orðnotkun þar sem græðgi er notuð um að kunna sér ekki hóf í mat og drykk og ágirnd notað um að vera sólginn í fé. En hver er munurinn á ágirnd og sjálfsbjargarhvöt?“ spyr Hannes og bætir því við að hann telji eðlilega sjálfsbjargarhvöt sé af hinu góða. Græðgi er góð, það er að segja ef hún tengist sjálfsbjargarviðleitni en ekki ágirnd.vísir/vilhelm „Það er ekki fyrr en áhuginn á því að safna peningum fer að verða óeðlilegur eða sjúklegur, sem við ættum að kalla það ágirnd. Frumkvöðull þarf ekki að vera aurasál. En frjálshyggja Adams Smiths er einmitt um það hvernig hægt sé að halda ágirndinni í skefjum. Þú vilt verða ríkur. En á frjálsum markaði geturðu ekki orðið ríkur nema með því að bjóða fram einhverja vöru eða þjónustu sem aðrir vilja kaupa. Þess vegna verður þú að laga framleiðslu þína að eftirspurninni. Þú verður að gerast þjónn almennings. Thor Jensen varð ríkur á að gera út togara, þegar enginn annar áræddi það, og selja fiskinn til Englands og Spánar. Pálmi í Hagkaup varð ríkur á að haga innkaupum sínum svo hyggilega að hann gat selt vöru ódýrar en keppinautarnir.“ En er þetta ekki takmörkuð, jafnvel einnota hugmyndafræði? Eitt er að vera harðduglegur, forsjáll og hugkvæmur og komast þannig í álnir, annað þegar svo auðurinn erfist. Þá er vitlaust gefið og samkeppnisstaðan brengluð? „Þetta er eflaust að einhverju leyti rétt. Menn erfa margt. Gáfaðir menn eiga oft gáfaða foreldra, en aðrir erfa eitthvað minna andlega. En eftir því sem samkeppnin verður harðari og markaðurinn stærri þá skiptir arfur eigna minna máli. Ég bendi á það í bókinni að listi Forbes yfir milljarðamæringa hefur verið að breytast. Í byrjun voru um tveir þriðju á listanum menn sem höfðu erft eignir sínar, en núna eru um tveir þriðju þeirra menn sem hafa skapað auðæfi sín sjálfir. Ég hef ekkert við það að athuga að menn skilji eitthvað eftir handa börnunum sínum, en jafnframt dáist ég að þeim sem hefjast upp af sjálfum sér, brjótast úr fátækt í bjargálnir, verða gæfu sinnar smiðir.“ Ekki yfir það hafnir að vilja hafa áhrif Hannes segir að bók hans fjalli einmitt um muninn á frjálslyndri íhaldsstefnu og þeirri frjálshyggju sem einskorðast við viðskipti á frjálsum markaði. „Frjálslynd íhaldsstefna telur það ekki tæmandi greinargerð um mannlega tilveru hvað þú getur verið með mikið fé í vasanum. Það skiptir líka máli hver þú ert eða vilt verða. Það er gott að hafa fé, en það þarf líka að stefna að einhverju. Maðurinn lifir ekki af brauði einu saman, var einu sinni sagt. Við viljum vera eitthvað og gera eitthvað, leggja út í víðáttuna og á brattann í stað þess að halda kyrru fyrir, hjúfra okkur hvert upp að öðru og væla saman.“ Bókin er gefin út af umdeildri hugveitu sem íhaldsflokkarnir í Evrópu reka. Má þá ekki gera því skóna að þetta sé áróður? „Margir þessara hugsuða voru nú ekki hafnir yfir það að taka þátt í stjórnmálum og reyna að hafa áhrif. Snorri var til dæmis lengi lögsögumaður og reyndi með lagni að fylgja fram þeirri stefnu sinni að við ættum að vera vinir Noregskonungs en ekki þegnar. Burke sat á Bretaþingi fyrir Frjálslynda flokkinn og beitti sér þar gegn frönsku byltingarmönnunum. Hannes segist muninn á sér og flestum öðrum íslenskum fræðimönnum þann að hann hafi haft talsverð áhrif og hann skammast sín ekkert fyrir það.vísir/vilhelm Constant, Bastiat og Tocqueville sátu allir á þingi í Frakklandi, og Tocqueville var um skeið utanríkisráðherra. Acton lávarður var vinur og ráðgjafi Williams Gladstones, forsætisráðherra Breta. Menger var kennari ríkisarfans austurríska og sat í efri deild þingsins. Röpke var ráðgjafi Adenauers og Erhards, og Hayek og Friedman voru ráðgjafar Reagans og Thatchers. Flestir hinna hugsuðanna, sem ég skrifa um, eyddu hins vegar mestallri ævinni í kyrrð klaustra eða háskólastofnana.“ Spilafíklar, kynlífsfíklar og hugsuður Hannes segir að það komi málinu ekki við hvort einhver flokkur taki upp hugmynd. Aðalatriðið er ekki hvaðan hugmynd kemur heldur hvort hún sé vel rökstudd, skynsamleg og raunhæf. Og hugmyndirnar um viðskiptafrelsi, einkaeign og valddreifingu standa fyrir sínu óháð því hverjir tala fyrir þeim. „Ég hef alltaf verið hneigður til fræðimennsku, en ég held að sá sem er aðeins fræðimaður og ekkert annað takmarki sig stundum um of. Ég held einmitt að munurinn á mér og flestum öðrum íslenskum fræðimönnum sé að ég hef haft talsverð áhrif, og ég skammast mín ekkert fyrir það. Ég hef ekki viljað búa í bergmálsklefa eða láta mér nægja kyrrðina og þægindin á vernduðum vinnustað. Raunar mun útgefandinn dreifa bókinni til flestallra áhrifamanna í evrópskum mið- og hægri flokkum. Ég sagði honum hins vegar að það væri sóun á fjármunum að senda sósíalistunum á Evrópuþinginu bókina. Þeir hafa ekki áhuga á hugmyndum, síst af öllu hugmyndum hægri manna.“ Hannes heldur því fram að það vanti borgaralegt siðgæði í frjálshyggjuna en er það ekki ávísun á einskær leiðindi? Var þetta fólk þú skrifar um kannski hálfgerðir leiðindapúkar og óáhugaverðir sem slíkir? „Þeir voru flestir hinir prúðustu, ýmist skírlífir eða einnar konu menn og hófsmenn á vín, tóbak og kaffi. En sumir voru samt hálfgerðir ævintýramenn, jafnvel nautnaseggir. Snorri var auðmaður og átti margar frillur. Constant var spilafíkill og líklega það, sem við myndum núna kalla kynlífsfíkil. Oakeshott var annálaður flagari og átti ekki aðeins vingott við suma kunnustu kvenheimspekinga Breta, heldur líka kærustu sonar síns,“ segir Hannes. Og hann heldur áfram að þylja upp bresti sinna manna í hugmyndafræðinni: „Jouvenel átti í ástarævintýri við stjúpu sína, skáldkonuna Colette, þegar hann var sextán ára og hún skrifaði skáldsögu um samband þeirra. Rand hélt í mörg ár fram hjá manni sínum með ungum aðdáanda. En ég myndi samt segja að þetta séu undantekningarnar frekar en reglan. Ég held nú raunar að þeir sem voru varfærnari í sínu einkalífi hafi alls ekki verið leiðinlegri fyrir vikið. Friedman var til dæmis langt frá því að vera leiðinlegur. Hann geislaði af gáfum og andríki. Af þeim sem ég þekkti persónulega var Buchanan þurrastur á manninn eins og ég segi frá í bókinni. „For peace and low taxes“ Í bókinni eru Snorri Sturluson og heilagur Tómas af Akvínas með í yfirliti um stjórnmálastefnu sem varð til í átökum konungs og þings í Bretlandi á sautjándu öld. Má það ekki heita einskonar tímaskekkja? „Já og nei. Líklega varð frjálslyndisstefnan til eins og þú segir með John Locke þegar hann var að rökstyðja þá skoðun sína að setja mætti af kónga ef þeir virtu ekki réttindi borgaranna. Jafnframt setti hann fram heildstæða kenningu um upphaf eignarréttarins, stofnun ríkisins og takmörk ríkisvaldsins. En þeir Snorri og Tómas kynntu í rauninni svipaðar skoðanir, þótt þeir bindu þær ekki í sama rismikla kerfið og Locke og eftirmenn hans. Hannes hefur lýst því að hann hafi verið utangarðs í fræðasamfélaginu í Háskóla Íslands og helst á honum að skilja að það hafi verið blessun í dulargervi.vísir/vilhelm Snorri lýsir í bókum sínum átökunum á milli sammælis borgaranna og fyrirmæla valdhafa, en sammælishugtakið á rætur sínar að rekja til sjálfstjórnar germönsku ættbálkanna. Það er margt í ræðu Einars Þveræings sem á enn erindi til okkar, til dæmis sú hugsun að kóngar séu misjafnir og þess vegna best að hafa engan kóng.“ Hannes segir að einn vinur hans sem aðeins er sagt af í bókinni, Sir Antony Fisher, hafi verið vanur að lyfta glasi með orðunum: „For peace and low taxes.“ Og þetta sé einmitt mælikvarði Snorra á góða kónga í öðrum löndum, að þeir héldu friðinn og stilltu skattheimtu í hóf. „Og Tómas ræðir hvenær megi óhlýðnast valdhöfunum. Ég leiði raunar rök að því í kaflanum um Tómas að hann hefði lagt blessun sína yfir það þegar ég óhlýðnaðist valdhöfum og rak útvarpsstöð í verkfalli opinberra starfsmanna haustið 1984, en þá hafði ríkið lögum samkvæmt einokun á allri útvarpsstarfsemi. Þá hlaut ég minn fyrsta dóm, en ekki þann síðasta.“ Óskalandið Ísland Á þessi frjálslynda íhaldsstefna, sem þú fjallar um og talar fyrir, sér eitthvert draumríki? „Nei, eðli málsins samkvæmt ekki, því að kenningin er að hvert land og hver þjóð þurfi að þróast og þroskast eftir eigin lögmálum. Frjálslynd íhaldsstefna útilokar þó ekki drauma einstaklinga, því að hugmyndin er að mynda skipulag utan um viðleitni manna til að láta drauma sína rætast, og þeir eru aðallega að sjá sér og sínum farborða á sómasamlegan hátt.“ Hannes segir að flesta dreymi um að reka lítið fyrirtæki, til dæmis búð eða veitingastað eða bújörð og starfa þar með fjölskyldunni og hafa góðar tekjur af því að fullnægja þörfum annarra. „Ég vitna einmitt í bókinni í kafla úr skáldsögu Vasílíjs Grossmans um þetta, Líf og örlög. Einstaklingurinn á og má ala með sér drauma um sína litlu reiti sem gætu blómgast. Draumar einstaklinganna geta ræst, en þegar á að fara að valdbjóða drauma einhverra menntamanna, þá breytast þeir óðar í martraðir.“ Þetta er ef til vill munurinn á draumríki og draumaríki, að mati Hannesar: Sósíalistar vilja draumríki, frjálslyndir íhaldsmenn vilja draumaríki. „Samt held ég, að Sviss komist nokkuð nálægt því að teljast eftirsóknarvert ríki, draumaríki frekar en draumríki, ekki síst vegna valddreifingarinnar sem þar tíðkast. Það hlýtur að vera dásamlegt að búa í landi þar sem enginn veit hvað forsetinn heitir. Jorge Luis Borges sagði svipað þegar hann kom til Íslands og sá hversu lítið Alþingishúsið er. „Þið getið andað hérna fyrir stjórnvöldum,“ sagði hann. Er óskalandið ef til vill þrátt fyrir allt Ísland? Hefur okkur ekki tekist bærilega að sameina frelsi og öryggi?“ Hayek, Friedman og hrunið 2008 Hayek og Friedman voru í miklum metum í lok tuttugustu aldar en blasir ekki við að hrunið 2008 er dauðadómur yfir kenningum þeirra? Er Keynes ekki kominn aftur? „Það er alger misskilningur,“ segir Hannes ákveðinn og telur vert að girða fyrir þetta, helst í eitt skipti fyrir öll: „Ef eitthvað er, þá er þessi fjármálakreppa staðfesting á kenningum þeirra Hayeks og Friedmans, eins og ég bendi á í bókinni. Ein aðalkenning Hayeks var að niðursveifla í hagkerfinu væri vegna peningaþenslu áranna á undan. Það þyrfti að leiðrétta offjárfestingarnar sem þá hefðu átt sér stað. Þetta á alveg við um fjármálakreppuna 2007–2009. Hún stafaði af peningaþenslu áranna á undan þar sem bæði seðlabankar og einkabankar kepptust við að búa til peninga með lágvaxtastefnu og fjármálavafningum. Ég held, að kenning Hayeks um kreppur eigi hugsanlega ekki alltaf við, en þarna átti hún við.“ Hannes svarar því sem honum sýnist. En það missti hann ekki uppúr sér fyrr en spurningar blaðamanns Vísis voru farnar að þreyta hann verulega.vísir/vilhelm Og Hannes teflir fram Friedman en aðalkenning hans var sú að bandaríski seðlabankinn hefði breytt niðursveiflu í atvinnulífinu í djúpa og langvinna heimskreppu með því að bæta ekki úr lausafjárskorti bandarískra banka árin 1929–1933. „Menn hafa lært af þessari kenningu Friedmans og þess vegna flýttu seðlabankar sér að bæta úr lausafjárskortinum í bönkum með verðbréfakaupum og öðrum úrræðum, þótt Ísland væri eitt skilið eftir eins og frægt er orðið, sennilega sem víti til varnaðar. Menn notuðu úrræði Friedmans, að lána peninga til þrautavara, en ekki úrræði Keynes sem var að efna til víðtækra opinberra framkvæmda.“ Góðir pennar og vondir Að sögn Hannesar er kjarni málsins er þessi: „Eðlilegasta skýringin á fjármálakreppunni er frá Hayek, og úrræðið sem notað var er frá Friedman. Í rauninni kom Keynes hvergi nærri, þótt auðvitað hafi Keynesverjar gripið kreppuna fegins hendi til að sýna að kapítalisminn sé óstöðugur sem hann óneitanlega er. Þeir gátu ekki látið væna kreppu fara til spillis.“ Gott og vel, sá sem hér skrifar ætlar ekki að hætta sér of djúpt í þessa sálma en veit um mann sem væri til í þann slag. Nefnilega Gunnar Smára Egilsson helsta hugmyndafræðing Sósíalistaflokksins. Þannig að best er að venda kvæði sínu í kross. Hvernig rithöfundar voru þessir menn? Er gaman að lesa verk þeirra? „Já, sumir þeirra voru afbragðshöfundar. Ég nefni sérstaklega Adam Smith og Tocqueville. Texti beggja var í senn aðgengilegur og djúpur. Það er beinlínis unun að lesa hann. Aðrir voru mjög skýrir og beinskeyttir, til dæmis Sumner og Rand: þau rötuðu rakleiðis að því marki sem þau höfðu sett sér. Í ritum þeirra fór ekkert á milli mála. Sannfæringarkraftinum gat samt slegið út í einæði, og hann gerði það ef til vill dálítið hjá Spencer og Mises. Popper er líka sérstaklega læsilegur, enda lagði hann mikið á sig til að vera ljós í máli. Bók hans til varnar opnu skipulagi var eitt fyrsta stjórnmálaverkið sem ég las. Bastiat var snillingur í að afhjúpa hugsunarvillurnar í kenningum ríkisafskiptasinna, enda hafði hann mikil áhrif á stjórnmálamenn nítjándu aldar og raunar líka á þau Reagan og Thatcher.“ Ekkert er ljós án skugga. Ef einhverjir eru góðir þá eru aðrir tréhestar í sínum stíl, sem voru þá hverjir? „Þurrastir eru sennilega Tómas af Akvínas og Buchanan. Ég þarf auðvitað ekki að segja Íslendingum neitt um ritsnilld Snorra. Hann skapaði fyrsta einstaklinginn, Egil, sagði Nordal með sanni, þótt sumir segi þetta að vísu um Shakespeare af því að þeir þekkja ekki íslenskar bókmenntir.“ Útilokunarofstopinn væri eitur í beinum hugmyndafræðinganna Hvað myndu þessir frjálslyndu íhaldsmenn þínir segja um ástandið í dag? Hefðu þeir stutt Trump? Myndu þeir leggja í að andæfa útilokunarofstopanum sem á ensku heitir „Cancel culture“ eða „Woke“? (Sem eru nú kannski megin átakalínur dagsins í dag þegar allt kemur til alls.) „Ég ætla nú ekki að gerast einhver lifandi draugur að eltast við látna menn. Þessir menn eru allir látnir og sumir fyrir meira en átta hundruð árum. En samt getum við sagt ýmislegt um ástandið núna í ljósi hugmynda þeirra. Til dæmis voru þeir allir hlynntir frjálsri verslun, og þess vegna hefðu þeir sett mikla fyrirvara við tollverndarstefnu Trumps. En þeir hefðu líka gagnrýnt afturköllunarfárið og grátmenninguna, því að snar þáttur í kenningum þeirra allra var hugmyndin um sjálfstæða einstaklinga sem ættu að njóta fulls frelsis en um leið bera ábyrgð á lífi sínu. Annar snar þáttur í stefnu þeirra flestra var virðingin fyrir forfeðrum okkar og menningararfleifð, heilbrigð íhaldssemi, ekki síst þjóðrækni. Burke orðaði þetta eftirminnilega þegar hann sagði að auðvitað hvíldi þjóðskipulag okkar á sáttmála en hann væri sáttmáli liðinna kynslóða, lifandi og óborinna.“ Hannes setur sig í spámannlegar stellingar og segir að við hljótum á hverjum tíma að endurskoða og endurmeta fortíðina. „Sjálfur hef ég lærði margt á því að grúska í verkum þessara höfunda. Ég áttaði mig til dæmis á því að það voru mikil mistök af Bretum að hefja 1914 þátttöku í stríðinu á meginlandinu milli Þjóðverja, Austurríkismanna og Ungverja annars vegar og Frakka, Rússa og Serba hins vegar. vísir/vilhelm Fyrri heimsstyrjöld var umflýjanlegur harmleikur. Búastríðið var ekki heldur Bretum til sóma. Ég ræði það sérstaklega í kaflanum um Acton lávarð að við verðum að muna eftir þeim gleymdu, hlusta á þá sem neyddir voru til að þegja. Hver talar fyrir þeim tíu milljónum þýskumælandi manna, sem reknir voru úr átthögum sínum eftir seinni heimsstyrjöld? Eða fyrir þeim 45 milljónum Kínverja, sem féllu úr hungri í Stóra stökkinu? Eða fyrir öllum þeim konum sem hafa verið barðar niður og neyddar inn í hlutverk sem þær höfðu engan áhuga á? En þótt þess vegna sé eitthvað til í afturköllunarkröfunum, hafa þær gengið of langt. Fornir hugsuðir voru börn síns tíma. Þeim fyrirgefst sumt sem okkur fyrirgefst ekki.“ En þrátt fyrir allt er vestræn menning stórkostlegt kraftaverk að mati Hannesar. „Við fórum í krafti frjálsra viðskipta og takmarkaðs ríkisvalds á sjömílnaskóm inn í nútímann. Og vegna þess að svo margt hefur lagast verður okkur starsýnt á þá galla sem enn er eftir að laga. En til þess að laga þá þurfum við frelsi innan marka laganna. Eina ráðið við frelsinu er meira frelsi.“ Hinir þrálátu sérhagsmunir En eftir að hafa verið í föruneyti þessara miklu hugmyndafræðinga er þá ekki, ef horft er yfir hinn íslenska flokkspólitíska akur, þar óttalega eyðilegt um að litast? Og lítilsigld hugmyndafræðin sem þar er stunduð. Meira svona hreppapólitík og sérhagsmunir? Sem einmitt þetta stjórnarmynstur sýnir svo einmitt og sannar að er? „Já og nei,“ segir Hannes enn og aftur og hallar sér aftur í sætinu. „James M. Buchanan sem er einn af hugsuðunum í bókinni rifjar upp sögu um rómverskan keisara. Hann átti að dæma í söngkeppni og eftir að hann hafði hlustað á aðra söngkonuna rétti hann hinni verðlaunin. Hugsunin var sú að engin gæti sungið verr en fyrri konan. En það er ekki nauðsynlega rétt. Sumir kostir eru ekki góðir, en aðrir kostir enn verri. Til dæmis leiða frjáls viðskipti á markaði ekki alltaf til bestu hugsanlegu niðurstöðu, en gallinn er sá að ríkisafskipti gera það ekki heldur. Þar getur lækningin orðið verri en meinsemdin.“ Hannes segir það auðvitað svo að alltaf sér reynt að stunda hreppapólitík í lýðræðisríkjum. Stjórnmálamenn þurfa að ná kjöri og þeir þurfi að ná endurkjöri. „Þess vegna seilast þeir niður í vasa almennings, oft í laumi, og ná þaðan í fé sem þeir nota síðan til að múta vel skipulögðum hagsmunahópum. Buchanan bendir á að einn meginkosturinn við frjáls viðskipti sé einmitt að enginn neyðir neinn til neins. Viðskiptin takast ekki nema báðir eða allir aðilar séu sammála um þau. Hvernig er hægt að leika þetta eftir í stjórnmálum? spyr hann. Stjórnmálamenn þurfa að ná kjöri og því er freistnivandinn mikill, að seilast í vasa almennings, oft í laumi, og ná þaðan í fé sem þeir nota síðan til að múta vel skipulögðum hagsmunahópum.vísir/vilhelm Hvernig er hægt að binda Ódysseif við siglutréð, svo að hann láti ekki heillast af sérhagsmunahópunum? Það er erfitt viðurkennir Buchanan en til dæmis má hugsa sér, að til þess að leggja á nýja skatta þurfi aukinn meirihluta í stað þess að núna sjáum við fólk sem greiðir enga skatta veita atkvæði sitt aukinni skattheimtu sem lendir ekki á þeim sjálfum, heldur á öðrum. Hér á Íslandi eins og annars staðar er það um 10–20 af hundraði sem greiða í raun mestalla skatta. Hvað myndi gerast ef þessi hópur myndi þreytast á að halda þeim uppi sem ekki leggja neitt til framleiðslunnar? Um þetta er einmitt skáldsaga Ayns Rands, Undirstaðan.“ Ísland best í heimi Hannes segir það svo að við hljótum að vilja rækta mennskuna í hverjum og einum, koma öllum til einhvers þroska, í stað þess að leyfa þeim að breytast í rándýr eða sníkjudýr í stjórnmálum eins og þrífast úti í náttúrunni. „Ein mesta spekin í frjálslyndri íhaldsstefnu er að við förum oft úr öskunni í eldinn þegar við reynum að breyta skipulaginu með einhverjum skyndiákvörðunum í stað þess að leyfa því að vaxa og þróast eftir eigin lögmálum, í gagnkvæmri aðlögun einstaklinga. Þótt Ísland sé að mörgu leyti ófullkomið og margt mætti hér betur fara, hefur okkur tekist betur upp en flestum öðrum: við erum ein ríkasta þjóð í heimi, eins og það er venjulega mælt, tekjudreifing er hér jafnari en annars staðar, barnadauði minni, glæpir hverfandi – raunar mælist Ísland friðsælasta land í heimi. Fátækt meðal aldraðra er hin minnsta í heimi og þess vegna eru kveinstafir þeirra væntanlega háværir: við tökum ekki eftir vanda fyrr en hann verður undantekning frekar en regla.“ Hannes heldur áfram að þylja upp kostina við að búa á Íslandi: „Við erum ein langlífasta þjóð í heimi og samkvæmt nýjustu upplýsingum erum við næsthamingjusömust í heimi. Við rekum sjálfbært og arðbært kerfi í sjávarútvegi og mestöll orka okkar kemur úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Núverandi ríkisstjórn var mynduð utan um stöðugleika eftir uppnám og uppákomur næstu ára á undan, og þessi stöðugleiki er vissulega mikils virði. Þess vegna segi ég: Þegar ekki er nauðsynlegt að breyta, þá er nauðsynlegt að breyta ekki.“ Prófessornum finnst það undarlegast að enginn annar en hann segi það sem hann bendi á. „Það tyggja allir hver eftir öðrum eitthvað, sem er á sveimi, alveg óháð því í hvaða flokki þeir eru. Og auðvitað eru Sjálfstæðismennirnir of feitir til að flýja og of hræddir til að berjast. Til dæmis er „Sífur Egils“ bergmálsklefi. Hann fær fólk, sem er sömu skoðunar og hann sjálfur, til að koma og bergmála hugmyndir hans.“ Áhrif Hannesar mest 1991 til 2004 Þú hefur alla tíð verið hollur Sjálfstæðisflokknum og af mörgum sagður hugmyndafræðingur flokksins. Ýmsir hafa bent á að ríkisumsvif hafi bólgnað út á þess flokks vakt. Hlýtur að vera erfitt fyrir þig að horfa uppáþað? „Ég held við megum ekki gleyma tíðarandanum. Þegar ég hafði sem mest áhrif, árin 1991–2004, var það líklega vegna þess að ég hafði lesið tíðarandann rétt, ekki vegna þess að ég væri neinn sérstakur spekingur. Hvarvetna hafði sósíalisminn brugðist, og jafnvel Kínverjar voru að laumast til að koma á kapítalisma bakdyramegin. Hannes flettir Vísi á skrifstofu sinni. Hann segir tíðaranda marka stjórnmálaflokkunum örlög.vísir/vilhelm Nú eru aðeins eftir tvö erfðaríki, sem halda uppi kommúnisma, Norður-Kórea Kim-fjölskyldunnar og Kúba Castro-bræðra. Á Vesturlöndum hafði líka komið í ljós, að við leysum engan vanda með því að fleygja í hann peningum, en þannig túlkuðu sumir kenningar Keynes, eða mistúlkuðu.“ Svo er það hin stóra spurning núna hvort tíðarandinn hafi aftur breyst í heiminum, hvort við séum að horfa upp á nýja tegund sósíalisma undir öðrum formerkjum, segir Hannes. „Þótt reynslan af ríkiseign á framleiðslutækjum dræpi ef til vill hagstjórnarhugmyndir sósíalista, getur verið að þær tilfinningar sem knýja sósíalista áfram lifi enn góðu lífi, til dæmis óttinn við að vera sjálfstæður, ábyrgur einstaklingur.“ Hinir flokkarnir verri Enn dregur prófessorinn einn af þeim hugsuðum sem hann gerir skil í bókinni til vitnis; Oakeshott sem telur að sósíalistinn sé eins konar ranghverfa einstaklingsins, sem kom til sögu á endurreisnartímanum og hafði öðlast viljann og getuna til að velja og hafna. „Þetta birtist best í því að Rómeo og Júlía stigu út úr hefðbundnum ramma tilveru sinnar og hættu að vera aðeins Montague og Capulet. Ég reifa raunar í bókinni þá kenningu að fyrstu einstaklingarnir í nútímaskilningi hafi ekki komið fram þá, heldur fyrr, í sögu Snorra Sturlusonar um forföður sinn, Egil Skallagrímsson. Hann er fyrsti einstaklingurinn, ekki lengur laufblað á tré, heldur sjálfstæður kvistur, sem skýtur rótum. En auðvitað getur vel verið að frelsið, umburðarlyndið og fjölbreytnin sem við tengjum við vestræna menningu hverfi og spádómar Orwells rætist um reglubundnar hatursvikur og gömul blöð sem þarf að prenta upp á nýtt eftir því sem fortíðin breytist. Eða eins og skáldið sagði: Náttúran er vor milda móðir, sem dýrar gjafir gaf oss. En ríkið er vor Stóri Bróðir, sem tók þær allar af oss. Þá verður bókin mín eftirmæli um liðna gullöld, ekki leiðarvísir fram á við. Hver veit?“ Já, en, þú svarar ekki spurningunni sem snýr að því að í tíð Sjálfstæðisflokksins hefur kerfið blásið út? „Jú, það hefur bólgnað alls staðar. Annars svara ég aðeins því, sem mér sýnist,“ segir Hannes og bendir á að hann hafi að auki svarað þessu óbeint með sögunni af rómverska keisaranum. „Sjálfstæðisflokkurinn er ekki góður, en hinir flokkarnir eru miklu verri.“ Bíddu, ekki ertu að segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé sósíalískur öðrum þræði? „Tíðarandinn markar flokkum örlög.“ Höfundatal Háskólar Bókmenntir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Hannes er í miklu stuði í höfundatali Vísis. Þetta er kærkomið rit meðal annars vegna þess að hugmyndafræði hefur verið lítt á dagskrá nema að nafninu til í hinu lúna flokkspólitíska skaki. Núverandi stjórnarmynstur, þar sem Vinstri grænir eru í einni sæng með Sjálfstæðisflokknum, flokkar sem skilgreina sig yst á sitthvorum enda hægri/vinstri-áss, hlýtur að afhjúpa að hugmyndafræði er gluggaskraut á Íslandi. Bókin hefur verið lengi á leiðinni en um er að ræða síðbúna endurskoðun og útvíkkun Hannesar á doktorsritgerð hans um Hayek’s Conservative Liberalism frá 1985. Hannes segir hana afkvæmi þess næðis sem til varð vegna kórónuveirufaraldsins. Bókin er ríkulega myndskreytt og má meðal annarra sjá Alexis de Tocqueville á fundi í stjórnlaganefnd franska þingsins, Herbert Spencer með Mill, Darwin og öðrum spekingum, Acton lávarður með William Gladstone, Milton og Rose Friedman í íslensku frystihúsi, Georg W. F. Hegel að horfa á Napóleon, „heimsandann á hestbaki,“ ríða út úr Jena, og Popper og Hayek, eins og Hannes lýsir því fyrir vinum sínum á Facebook: „Þeir Hegel og Keynes koma víða fyrir í bókinni, en ekki eru kaflar um þá, þótt raunar megi túlka þá báða sem frjálslynda íhaldsmenn. En þeir eru þekktari fyrir annað.“ Ágirnd er eitt og sjálfsbjargarhvöt annað Þá má geta þess að bókin er aðgengileg á netinu. Vísir vildi fyrir alla muni heyra í höfundinum og spyrja hann um eitt og annað, svo sem hvort það sé virkilega ástæða til að gefa út 884 blaðsíðna bók tilvarnar nýfrjálshyggjunni? Snýst hún ekki um græðgina sem öllu nær væri að halda í skefjum nú á tímum hinnar geigvænlegu misskiptingar? „Ég kann nú betur við hina hefðbundnu íslensku orðnotkun þar sem græðgi er notuð um að kunna sér ekki hóf í mat og drykk og ágirnd notað um að vera sólginn í fé. En hver er munurinn á ágirnd og sjálfsbjargarhvöt?“ spyr Hannes og bætir því við að hann telji eðlilega sjálfsbjargarhvöt sé af hinu góða. Græðgi er góð, það er að segja ef hún tengist sjálfsbjargarviðleitni en ekki ágirnd.vísir/vilhelm „Það er ekki fyrr en áhuginn á því að safna peningum fer að verða óeðlilegur eða sjúklegur, sem við ættum að kalla það ágirnd. Frumkvöðull þarf ekki að vera aurasál. En frjálshyggja Adams Smiths er einmitt um það hvernig hægt sé að halda ágirndinni í skefjum. Þú vilt verða ríkur. En á frjálsum markaði geturðu ekki orðið ríkur nema með því að bjóða fram einhverja vöru eða þjónustu sem aðrir vilja kaupa. Þess vegna verður þú að laga framleiðslu þína að eftirspurninni. Þú verður að gerast þjónn almennings. Thor Jensen varð ríkur á að gera út togara, þegar enginn annar áræddi það, og selja fiskinn til Englands og Spánar. Pálmi í Hagkaup varð ríkur á að haga innkaupum sínum svo hyggilega að hann gat selt vöru ódýrar en keppinautarnir.“ En er þetta ekki takmörkuð, jafnvel einnota hugmyndafræði? Eitt er að vera harðduglegur, forsjáll og hugkvæmur og komast þannig í álnir, annað þegar svo auðurinn erfist. Þá er vitlaust gefið og samkeppnisstaðan brengluð? „Þetta er eflaust að einhverju leyti rétt. Menn erfa margt. Gáfaðir menn eiga oft gáfaða foreldra, en aðrir erfa eitthvað minna andlega. En eftir því sem samkeppnin verður harðari og markaðurinn stærri þá skiptir arfur eigna minna máli. Ég bendi á það í bókinni að listi Forbes yfir milljarðamæringa hefur verið að breytast. Í byrjun voru um tveir þriðju á listanum menn sem höfðu erft eignir sínar, en núna eru um tveir þriðju þeirra menn sem hafa skapað auðæfi sín sjálfir. Ég hef ekkert við það að athuga að menn skilji eitthvað eftir handa börnunum sínum, en jafnframt dáist ég að þeim sem hefjast upp af sjálfum sér, brjótast úr fátækt í bjargálnir, verða gæfu sinnar smiðir.“ Ekki yfir það hafnir að vilja hafa áhrif Hannes segir að bók hans fjalli einmitt um muninn á frjálslyndri íhaldsstefnu og þeirri frjálshyggju sem einskorðast við viðskipti á frjálsum markaði. „Frjálslynd íhaldsstefna telur það ekki tæmandi greinargerð um mannlega tilveru hvað þú getur verið með mikið fé í vasanum. Það skiptir líka máli hver þú ert eða vilt verða. Það er gott að hafa fé, en það þarf líka að stefna að einhverju. Maðurinn lifir ekki af brauði einu saman, var einu sinni sagt. Við viljum vera eitthvað og gera eitthvað, leggja út í víðáttuna og á brattann í stað þess að halda kyrru fyrir, hjúfra okkur hvert upp að öðru og væla saman.“ Bókin er gefin út af umdeildri hugveitu sem íhaldsflokkarnir í Evrópu reka. Má þá ekki gera því skóna að þetta sé áróður? „Margir þessara hugsuða voru nú ekki hafnir yfir það að taka þátt í stjórnmálum og reyna að hafa áhrif. Snorri var til dæmis lengi lögsögumaður og reyndi með lagni að fylgja fram þeirri stefnu sinni að við ættum að vera vinir Noregskonungs en ekki þegnar. Burke sat á Bretaþingi fyrir Frjálslynda flokkinn og beitti sér þar gegn frönsku byltingarmönnunum. Hannes segist muninn á sér og flestum öðrum íslenskum fræðimönnum þann að hann hafi haft talsverð áhrif og hann skammast sín ekkert fyrir það.vísir/vilhelm Constant, Bastiat og Tocqueville sátu allir á þingi í Frakklandi, og Tocqueville var um skeið utanríkisráðherra. Acton lávarður var vinur og ráðgjafi Williams Gladstones, forsætisráðherra Breta. Menger var kennari ríkisarfans austurríska og sat í efri deild þingsins. Röpke var ráðgjafi Adenauers og Erhards, og Hayek og Friedman voru ráðgjafar Reagans og Thatchers. Flestir hinna hugsuðanna, sem ég skrifa um, eyddu hins vegar mestallri ævinni í kyrrð klaustra eða háskólastofnana.“ Spilafíklar, kynlífsfíklar og hugsuður Hannes segir að það komi málinu ekki við hvort einhver flokkur taki upp hugmynd. Aðalatriðið er ekki hvaðan hugmynd kemur heldur hvort hún sé vel rökstudd, skynsamleg og raunhæf. Og hugmyndirnar um viðskiptafrelsi, einkaeign og valddreifingu standa fyrir sínu óháð því hverjir tala fyrir þeim. „Ég hef alltaf verið hneigður til fræðimennsku, en ég held að sá sem er aðeins fræðimaður og ekkert annað takmarki sig stundum um of. Ég held einmitt að munurinn á mér og flestum öðrum íslenskum fræðimönnum sé að ég hef haft talsverð áhrif, og ég skammast mín ekkert fyrir það. Ég hef ekki viljað búa í bergmálsklefa eða láta mér nægja kyrrðina og þægindin á vernduðum vinnustað. Raunar mun útgefandinn dreifa bókinni til flestallra áhrifamanna í evrópskum mið- og hægri flokkum. Ég sagði honum hins vegar að það væri sóun á fjármunum að senda sósíalistunum á Evrópuþinginu bókina. Þeir hafa ekki áhuga á hugmyndum, síst af öllu hugmyndum hægri manna.“ Hannes heldur því fram að það vanti borgaralegt siðgæði í frjálshyggjuna en er það ekki ávísun á einskær leiðindi? Var þetta fólk þú skrifar um kannski hálfgerðir leiðindapúkar og óáhugaverðir sem slíkir? „Þeir voru flestir hinir prúðustu, ýmist skírlífir eða einnar konu menn og hófsmenn á vín, tóbak og kaffi. En sumir voru samt hálfgerðir ævintýramenn, jafnvel nautnaseggir. Snorri var auðmaður og átti margar frillur. Constant var spilafíkill og líklega það, sem við myndum núna kalla kynlífsfíkil. Oakeshott var annálaður flagari og átti ekki aðeins vingott við suma kunnustu kvenheimspekinga Breta, heldur líka kærustu sonar síns,“ segir Hannes. Og hann heldur áfram að þylja upp bresti sinna manna í hugmyndafræðinni: „Jouvenel átti í ástarævintýri við stjúpu sína, skáldkonuna Colette, þegar hann var sextán ára og hún skrifaði skáldsögu um samband þeirra. Rand hélt í mörg ár fram hjá manni sínum með ungum aðdáanda. En ég myndi samt segja að þetta séu undantekningarnar frekar en reglan. Ég held nú raunar að þeir sem voru varfærnari í sínu einkalífi hafi alls ekki verið leiðinlegri fyrir vikið. Friedman var til dæmis langt frá því að vera leiðinlegur. Hann geislaði af gáfum og andríki. Af þeim sem ég þekkti persónulega var Buchanan þurrastur á manninn eins og ég segi frá í bókinni. „For peace and low taxes“ Í bókinni eru Snorri Sturluson og heilagur Tómas af Akvínas með í yfirliti um stjórnmálastefnu sem varð til í átökum konungs og þings í Bretlandi á sautjándu öld. Má það ekki heita einskonar tímaskekkja? „Já og nei. Líklega varð frjálslyndisstefnan til eins og þú segir með John Locke þegar hann var að rökstyðja þá skoðun sína að setja mætti af kónga ef þeir virtu ekki réttindi borgaranna. Jafnframt setti hann fram heildstæða kenningu um upphaf eignarréttarins, stofnun ríkisins og takmörk ríkisvaldsins. En þeir Snorri og Tómas kynntu í rauninni svipaðar skoðanir, þótt þeir bindu þær ekki í sama rismikla kerfið og Locke og eftirmenn hans. Hannes hefur lýst því að hann hafi verið utangarðs í fræðasamfélaginu í Háskóla Íslands og helst á honum að skilja að það hafi verið blessun í dulargervi.vísir/vilhelm Snorri lýsir í bókum sínum átökunum á milli sammælis borgaranna og fyrirmæla valdhafa, en sammælishugtakið á rætur sínar að rekja til sjálfstjórnar germönsku ættbálkanna. Það er margt í ræðu Einars Þveræings sem á enn erindi til okkar, til dæmis sú hugsun að kóngar séu misjafnir og þess vegna best að hafa engan kóng.“ Hannes segir að einn vinur hans sem aðeins er sagt af í bókinni, Sir Antony Fisher, hafi verið vanur að lyfta glasi með orðunum: „For peace and low taxes.“ Og þetta sé einmitt mælikvarði Snorra á góða kónga í öðrum löndum, að þeir héldu friðinn og stilltu skattheimtu í hóf. „Og Tómas ræðir hvenær megi óhlýðnast valdhöfunum. Ég leiði raunar rök að því í kaflanum um Tómas að hann hefði lagt blessun sína yfir það þegar ég óhlýðnaðist valdhöfum og rak útvarpsstöð í verkfalli opinberra starfsmanna haustið 1984, en þá hafði ríkið lögum samkvæmt einokun á allri útvarpsstarfsemi. Þá hlaut ég minn fyrsta dóm, en ekki þann síðasta.“ Óskalandið Ísland Á þessi frjálslynda íhaldsstefna, sem þú fjallar um og talar fyrir, sér eitthvert draumríki? „Nei, eðli málsins samkvæmt ekki, því að kenningin er að hvert land og hver þjóð þurfi að þróast og þroskast eftir eigin lögmálum. Frjálslynd íhaldsstefna útilokar þó ekki drauma einstaklinga, því að hugmyndin er að mynda skipulag utan um viðleitni manna til að láta drauma sína rætast, og þeir eru aðallega að sjá sér og sínum farborða á sómasamlegan hátt.“ Hannes segir að flesta dreymi um að reka lítið fyrirtæki, til dæmis búð eða veitingastað eða bújörð og starfa þar með fjölskyldunni og hafa góðar tekjur af því að fullnægja þörfum annarra. „Ég vitna einmitt í bókinni í kafla úr skáldsögu Vasílíjs Grossmans um þetta, Líf og örlög. Einstaklingurinn á og má ala með sér drauma um sína litlu reiti sem gætu blómgast. Draumar einstaklinganna geta ræst, en þegar á að fara að valdbjóða drauma einhverra menntamanna, þá breytast þeir óðar í martraðir.“ Þetta er ef til vill munurinn á draumríki og draumaríki, að mati Hannesar: Sósíalistar vilja draumríki, frjálslyndir íhaldsmenn vilja draumaríki. „Samt held ég, að Sviss komist nokkuð nálægt því að teljast eftirsóknarvert ríki, draumaríki frekar en draumríki, ekki síst vegna valddreifingarinnar sem þar tíðkast. Það hlýtur að vera dásamlegt að búa í landi þar sem enginn veit hvað forsetinn heitir. Jorge Luis Borges sagði svipað þegar hann kom til Íslands og sá hversu lítið Alþingishúsið er. „Þið getið andað hérna fyrir stjórnvöldum,“ sagði hann. Er óskalandið ef til vill þrátt fyrir allt Ísland? Hefur okkur ekki tekist bærilega að sameina frelsi og öryggi?“ Hayek, Friedman og hrunið 2008 Hayek og Friedman voru í miklum metum í lok tuttugustu aldar en blasir ekki við að hrunið 2008 er dauðadómur yfir kenningum þeirra? Er Keynes ekki kominn aftur? „Það er alger misskilningur,“ segir Hannes ákveðinn og telur vert að girða fyrir þetta, helst í eitt skipti fyrir öll: „Ef eitthvað er, þá er þessi fjármálakreppa staðfesting á kenningum þeirra Hayeks og Friedmans, eins og ég bendi á í bókinni. Ein aðalkenning Hayeks var að niðursveifla í hagkerfinu væri vegna peningaþenslu áranna á undan. Það þyrfti að leiðrétta offjárfestingarnar sem þá hefðu átt sér stað. Þetta á alveg við um fjármálakreppuna 2007–2009. Hún stafaði af peningaþenslu áranna á undan þar sem bæði seðlabankar og einkabankar kepptust við að búa til peninga með lágvaxtastefnu og fjármálavafningum. Ég held, að kenning Hayeks um kreppur eigi hugsanlega ekki alltaf við, en þarna átti hún við.“ Hannes svarar því sem honum sýnist. En það missti hann ekki uppúr sér fyrr en spurningar blaðamanns Vísis voru farnar að þreyta hann verulega.vísir/vilhelm Og Hannes teflir fram Friedman en aðalkenning hans var sú að bandaríski seðlabankinn hefði breytt niðursveiflu í atvinnulífinu í djúpa og langvinna heimskreppu með því að bæta ekki úr lausafjárskorti bandarískra banka árin 1929–1933. „Menn hafa lært af þessari kenningu Friedmans og þess vegna flýttu seðlabankar sér að bæta úr lausafjárskortinum í bönkum með verðbréfakaupum og öðrum úrræðum, þótt Ísland væri eitt skilið eftir eins og frægt er orðið, sennilega sem víti til varnaðar. Menn notuðu úrræði Friedmans, að lána peninga til þrautavara, en ekki úrræði Keynes sem var að efna til víðtækra opinberra framkvæmda.“ Góðir pennar og vondir Að sögn Hannesar er kjarni málsins er þessi: „Eðlilegasta skýringin á fjármálakreppunni er frá Hayek, og úrræðið sem notað var er frá Friedman. Í rauninni kom Keynes hvergi nærri, þótt auðvitað hafi Keynesverjar gripið kreppuna fegins hendi til að sýna að kapítalisminn sé óstöðugur sem hann óneitanlega er. Þeir gátu ekki látið væna kreppu fara til spillis.“ Gott og vel, sá sem hér skrifar ætlar ekki að hætta sér of djúpt í þessa sálma en veit um mann sem væri til í þann slag. Nefnilega Gunnar Smára Egilsson helsta hugmyndafræðing Sósíalistaflokksins. Þannig að best er að venda kvæði sínu í kross. Hvernig rithöfundar voru þessir menn? Er gaman að lesa verk þeirra? „Já, sumir þeirra voru afbragðshöfundar. Ég nefni sérstaklega Adam Smith og Tocqueville. Texti beggja var í senn aðgengilegur og djúpur. Það er beinlínis unun að lesa hann. Aðrir voru mjög skýrir og beinskeyttir, til dæmis Sumner og Rand: þau rötuðu rakleiðis að því marki sem þau höfðu sett sér. Í ritum þeirra fór ekkert á milli mála. Sannfæringarkraftinum gat samt slegið út í einæði, og hann gerði það ef til vill dálítið hjá Spencer og Mises. Popper er líka sérstaklega læsilegur, enda lagði hann mikið á sig til að vera ljós í máli. Bók hans til varnar opnu skipulagi var eitt fyrsta stjórnmálaverkið sem ég las. Bastiat var snillingur í að afhjúpa hugsunarvillurnar í kenningum ríkisafskiptasinna, enda hafði hann mikil áhrif á stjórnmálamenn nítjándu aldar og raunar líka á þau Reagan og Thatcher.“ Ekkert er ljós án skugga. Ef einhverjir eru góðir þá eru aðrir tréhestar í sínum stíl, sem voru þá hverjir? „Þurrastir eru sennilega Tómas af Akvínas og Buchanan. Ég þarf auðvitað ekki að segja Íslendingum neitt um ritsnilld Snorra. Hann skapaði fyrsta einstaklinginn, Egil, sagði Nordal með sanni, þótt sumir segi þetta að vísu um Shakespeare af því að þeir þekkja ekki íslenskar bókmenntir.“ Útilokunarofstopinn væri eitur í beinum hugmyndafræðinganna Hvað myndu þessir frjálslyndu íhaldsmenn þínir segja um ástandið í dag? Hefðu þeir stutt Trump? Myndu þeir leggja í að andæfa útilokunarofstopanum sem á ensku heitir „Cancel culture“ eða „Woke“? (Sem eru nú kannski megin átakalínur dagsins í dag þegar allt kemur til alls.) „Ég ætla nú ekki að gerast einhver lifandi draugur að eltast við látna menn. Þessir menn eru allir látnir og sumir fyrir meira en átta hundruð árum. En samt getum við sagt ýmislegt um ástandið núna í ljósi hugmynda þeirra. Til dæmis voru þeir allir hlynntir frjálsri verslun, og þess vegna hefðu þeir sett mikla fyrirvara við tollverndarstefnu Trumps. En þeir hefðu líka gagnrýnt afturköllunarfárið og grátmenninguna, því að snar þáttur í kenningum þeirra allra var hugmyndin um sjálfstæða einstaklinga sem ættu að njóta fulls frelsis en um leið bera ábyrgð á lífi sínu. Annar snar þáttur í stefnu þeirra flestra var virðingin fyrir forfeðrum okkar og menningararfleifð, heilbrigð íhaldssemi, ekki síst þjóðrækni. Burke orðaði þetta eftirminnilega þegar hann sagði að auðvitað hvíldi þjóðskipulag okkar á sáttmála en hann væri sáttmáli liðinna kynslóða, lifandi og óborinna.“ Hannes setur sig í spámannlegar stellingar og segir að við hljótum á hverjum tíma að endurskoða og endurmeta fortíðina. „Sjálfur hef ég lærði margt á því að grúska í verkum þessara höfunda. Ég áttaði mig til dæmis á því að það voru mikil mistök af Bretum að hefja 1914 þátttöku í stríðinu á meginlandinu milli Þjóðverja, Austurríkismanna og Ungverja annars vegar og Frakka, Rússa og Serba hins vegar. vísir/vilhelm Fyrri heimsstyrjöld var umflýjanlegur harmleikur. Búastríðið var ekki heldur Bretum til sóma. Ég ræði það sérstaklega í kaflanum um Acton lávarð að við verðum að muna eftir þeim gleymdu, hlusta á þá sem neyddir voru til að þegja. Hver talar fyrir þeim tíu milljónum þýskumælandi manna, sem reknir voru úr átthögum sínum eftir seinni heimsstyrjöld? Eða fyrir þeim 45 milljónum Kínverja, sem féllu úr hungri í Stóra stökkinu? Eða fyrir öllum þeim konum sem hafa verið barðar niður og neyddar inn í hlutverk sem þær höfðu engan áhuga á? En þótt þess vegna sé eitthvað til í afturköllunarkröfunum, hafa þær gengið of langt. Fornir hugsuðir voru börn síns tíma. Þeim fyrirgefst sumt sem okkur fyrirgefst ekki.“ En þrátt fyrir allt er vestræn menning stórkostlegt kraftaverk að mati Hannesar. „Við fórum í krafti frjálsra viðskipta og takmarkaðs ríkisvalds á sjömílnaskóm inn í nútímann. Og vegna þess að svo margt hefur lagast verður okkur starsýnt á þá galla sem enn er eftir að laga. En til þess að laga þá þurfum við frelsi innan marka laganna. Eina ráðið við frelsinu er meira frelsi.“ Hinir þrálátu sérhagsmunir En eftir að hafa verið í föruneyti þessara miklu hugmyndafræðinga er þá ekki, ef horft er yfir hinn íslenska flokkspólitíska akur, þar óttalega eyðilegt um að litast? Og lítilsigld hugmyndafræðin sem þar er stunduð. Meira svona hreppapólitík og sérhagsmunir? Sem einmitt þetta stjórnarmynstur sýnir svo einmitt og sannar að er? „Já og nei,“ segir Hannes enn og aftur og hallar sér aftur í sætinu. „James M. Buchanan sem er einn af hugsuðunum í bókinni rifjar upp sögu um rómverskan keisara. Hann átti að dæma í söngkeppni og eftir að hann hafði hlustað á aðra söngkonuna rétti hann hinni verðlaunin. Hugsunin var sú að engin gæti sungið verr en fyrri konan. En það er ekki nauðsynlega rétt. Sumir kostir eru ekki góðir, en aðrir kostir enn verri. Til dæmis leiða frjáls viðskipti á markaði ekki alltaf til bestu hugsanlegu niðurstöðu, en gallinn er sá að ríkisafskipti gera það ekki heldur. Þar getur lækningin orðið verri en meinsemdin.“ Hannes segir það auðvitað svo að alltaf sér reynt að stunda hreppapólitík í lýðræðisríkjum. Stjórnmálamenn þurfa að ná kjöri og þeir þurfi að ná endurkjöri. „Þess vegna seilast þeir niður í vasa almennings, oft í laumi, og ná þaðan í fé sem þeir nota síðan til að múta vel skipulögðum hagsmunahópum. Buchanan bendir á að einn meginkosturinn við frjáls viðskipti sé einmitt að enginn neyðir neinn til neins. Viðskiptin takast ekki nema báðir eða allir aðilar séu sammála um þau. Hvernig er hægt að leika þetta eftir í stjórnmálum? spyr hann. Stjórnmálamenn þurfa að ná kjöri og því er freistnivandinn mikill, að seilast í vasa almennings, oft í laumi, og ná þaðan í fé sem þeir nota síðan til að múta vel skipulögðum hagsmunahópum.vísir/vilhelm Hvernig er hægt að binda Ódysseif við siglutréð, svo að hann láti ekki heillast af sérhagsmunahópunum? Það er erfitt viðurkennir Buchanan en til dæmis má hugsa sér, að til þess að leggja á nýja skatta þurfi aukinn meirihluta í stað þess að núna sjáum við fólk sem greiðir enga skatta veita atkvæði sitt aukinni skattheimtu sem lendir ekki á þeim sjálfum, heldur á öðrum. Hér á Íslandi eins og annars staðar er það um 10–20 af hundraði sem greiða í raun mestalla skatta. Hvað myndi gerast ef þessi hópur myndi þreytast á að halda þeim uppi sem ekki leggja neitt til framleiðslunnar? Um þetta er einmitt skáldsaga Ayns Rands, Undirstaðan.“ Ísland best í heimi Hannes segir það svo að við hljótum að vilja rækta mennskuna í hverjum og einum, koma öllum til einhvers þroska, í stað þess að leyfa þeim að breytast í rándýr eða sníkjudýr í stjórnmálum eins og þrífast úti í náttúrunni. „Ein mesta spekin í frjálslyndri íhaldsstefnu er að við förum oft úr öskunni í eldinn þegar við reynum að breyta skipulaginu með einhverjum skyndiákvörðunum í stað þess að leyfa því að vaxa og þróast eftir eigin lögmálum, í gagnkvæmri aðlögun einstaklinga. Þótt Ísland sé að mörgu leyti ófullkomið og margt mætti hér betur fara, hefur okkur tekist betur upp en flestum öðrum: við erum ein ríkasta þjóð í heimi, eins og það er venjulega mælt, tekjudreifing er hér jafnari en annars staðar, barnadauði minni, glæpir hverfandi – raunar mælist Ísland friðsælasta land í heimi. Fátækt meðal aldraðra er hin minnsta í heimi og þess vegna eru kveinstafir þeirra væntanlega háværir: við tökum ekki eftir vanda fyrr en hann verður undantekning frekar en regla.“ Hannes heldur áfram að þylja upp kostina við að búa á Íslandi: „Við erum ein langlífasta þjóð í heimi og samkvæmt nýjustu upplýsingum erum við næsthamingjusömust í heimi. Við rekum sjálfbært og arðbært kerfi í sjávarútvegi og mestöll orka okkar kemur úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Núverandi ríkisstjórn var mynduð utan um stöðugleika eftir uppnám og uppákomur næstu ára á undan, og þessi stöðugleiki er vissulega mikils virði. Þess vegna segi ég: Þegar ekki er nauðsynlegt að breyta, þá er nauðsynlegt að breyta ekki.“ Prófessornum finnst það undarlegast að enginn annar en hann segi það sem hann bendi á. „Það tyggja allir hver eftir öðrum eitthvað, sem er á sveimi, alveg óháð því í hvaða flokki þeir eru. Og auðvitað eru Sjálfstæðismennirnir of feitir til að flýja og of hræddir til að berjast. Til dæmis er „Sífur Egils“ bergmálsklefi. Hann fær fólk, sem er sömu skoðunar og hann sjálfur, til að koma og bergmála hugmyndir hans.“ Áhrif Hannesar mest 1991 til 2004 Þú hefur alla tíð verið hollur Sjálfstæðisflokknum og af mörgum sagður hugmyndafræðingur flokksins. Ýmsir hafa bent á að ríkisumsvif hafi bólgnað út á þess flokks vakt. Hlýtur að vera erfitt fyrir þig að horfa uppáþað? „Ég held við megum ekki gleyma tíðarandanum. Þegar ég hafði sem mest áhrif, árin 1991–2004, var það líklega vegna þess að ég hafði lesið tíðarandann rétt, ekki vegna þess að ég væri neinn sérstakur spekingur. Hvarvetna hafði sósíalisminn brugðist, og jafnvel Kínverjar voru að laumast til að koma á kapítalisma bakdyramegin. Hannes flettir Vísi á skrifstofu sinni. Hann segir tíðaranda marka stjórnmálaflokkunum örlög.vísir/vilhelm Nú eru aðeins eftir tvö erfðaríki, sem halda uppi kommúnisma, Norður-Kórea Kim-fjölskyldunnar og Kúba Castro-bræðra. Á Vesturlöndum hafði líka komið í ljós, að við leysum engan vanda með því að fleygja í hann peningum, en þannig túlkuðu sumir kenningar Keynes, eða mistúlkuðu.“ Svo er það hin stóra spurning núna hvort tíðarandinn hafi aftur breyst í heiminum, hvort við séum að horfa upp á nýja tegund sósíalisma undir öðrum formerkjum, segir Hannes. „Þótt reynslan af ríkiseign á framleiðslutækjum dræpi ef til vill hagstjórnarhugmyndir sósíalista, getur verið að þær tilfinningar sem knýja sósíalista áfram lifi enn góðu lífi, til dæmis óttinn við að vera sjálfstæður, ábyrgur einstaklingur.“ Hinir flokkarnir verri Enn dregur prófessorinn einn af þeim hugsuðum sem hann gerir skil í bókinni til vitnis; Oakeshott sem telur að sósíalistinn sé eins konar ranghverfa einstaklingsins, sem kom til sögu á endurreisnartímanum og hafði öðlast viljann og getuna til að velja og hafna. „Þetta birtist best í því að Rómeo og Júlía stigu út úr hefðbundnum ramma tilveru sinnar og hættu að vera aðeins Montague og Capulet. Ég reifa raunar í bókinni þá kenningu að fyrstu einstaklingarnir í nútímaskilningi hafi ekki komið fram þá, heldur fyrr, í sögu Snorra Sturlusonar um forföður sinn, Egil Skallagrímsson. Hann er fyrsti einstaklingurinn, ekki lengur laufblað á tré, heldur sjálfstæður kvistur, sem skýtur rótum. En auðvitað getur vel verið að frelsið, umburðarlyndið og fjölbreytnin sem við tengjum við vestræna menningu hverfi og spádómar Orwells rætist um reglubundnar hatursvikur og gömul blöð sem þarf að prenta upp á nýtt eftir því sem fortíðin breytist. Eða eins og skáldið sagði: Náttúran er vor milda móðir, sem dýrar gjafir gaf oss. En ríkið er vor Stóri Bróðir, sem tók þær allar af oss. Þá verður bókin mín eftirmæli um liðna gullöld, ekki leiðarvísir fram á við. Hver veit?“ Já, en, þú svarar ekki spurningunni sem snýr að því að í tíð Sjálfstæðisflokksins hefur kerfið blásið út? „Jú, það hefur bólgnað alls staðar. Annars svara ég aðeins því, sem mér sýnist,“ segir Hannes og bendir á að hann hafi að auki svarað þessu óbeint með sögunni af rómverska keisaranum. „Sjálfstæðisflokkurinn er ekki góður, en hinir flokkarnir eru miklu verri.“ Bíddu, ekki ertu að segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé sósíalískur öðrum þræði? „Tíðarandinn markar flokkum örlög.“
Höfundatal Háskólar Bókmenntir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira