„Persónulega finnst mér hundar ekkert eiga heima innan um sauðdrukkið fólk“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2021 18:34 Hallgerður segir Rottweiler-hunda fjölskylduhunda út um allt land. Þær aðstæður sem hundurinn sem beit stúlku á Röntgen á föstudag voru ekki boðlegar, segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. Hún segir hundinn hafa verið hræddan og það sé æsifréttamennska að slá tegundinni upp. „Það eru engar líkur á því að þessi hundur hafi bara allt í einu ákveðið að bíta, það er bara ekki þannig með hunda. Sérstaklega ekki hund sem er kominn á einhvern aldur og engin slík saga; það er alltaf einhver ástæða,“ sagði Hallgerður í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði þekkt að hundar gætu verið veikir á geði, ef svo mætti að orði komast, en það væri sjaldgæft og þá yfirleitt af því að það væri búið að fara illa með þá. „Ef það er hins vegar einhver ofan í honum og að klappa honum og hann er til að byrja með í umhverfi þar sem hann er smeykur og óöruggur, og svo er stigið ofan á hann, þá væri bara mjög óeðlilegt ef hann verði sig ekki,“ sagði hún. Hallgerður segir klárt að þegar hundurinn bítur frá sér sé um varnarviðbragð að ræða og fordæmir jafnframt umræðu sem snýst um tegundin, Rottweiler, sé hættuleg. „Það er ekkert að þessum hundum, þetta eru fjölskylduhundar út um allt land og afskaplega ljúfir og góðir hundar. En það þarf að ganga rétt um þá eins og alla aðra hunda. Ég get alveg sagt ykkur það að tjúar bíta miklu meira en Rottweiler en það er náttúrlega miklu alvarlegra þegar rottweiler bítur, þess vegna tökum við meira eftir því. En það á ekki að stigmatisera hunda útfrá tegundum, það á að skoða aðstæður hvers og eins.“ Eigandinn vanmetið getu hundsins til að fást við aðstæður Hallgerður er gagrýnin á fjölmiðla sem einblína á tegundina og segir ekkert annað í gangi en smellubeituumfjöllun. „Þetta kallar bara á fleiri „klikk“ og þá seljast fleiri auglýsingar. Ég verð bara að segja það hreint út. Þetta er mjög viðhorfsstýrandi nálgun að gera þetta svona.“ Spurð að því hvort það sé endilega góð hugmynd að opna alls staðar dyrnar fyrir hundum segir hún það hafa gengið vel á hótelum, í strætó og í sumarbústöðum. En það séu eðlilegar aðstæður. „Í öllu falli þá verður eigandinn að þekkja hundinn og hafa vald á aðstæðum hundsins. Alveg sama hvar hann er. Ég meina, sjáið hvað er að gerast við eldgosið, þar sem fólk er að sleppa hundunum sínum lausum. Hvernig eiga hundar að vara sig til dæmis ef hraun hleypur fram? Fólk þarf að hugsa fyrir þessu. Og það er alveg sama með þetta; persónulega finnst mér hundar ekkert eiga heima innan um sauðdrukkið fólk. Þeim líður ekkert vel í þannig aðstæðum, alveg sama hvaða tegund þeir eru.“ Hallgerður segir erfitt að segja fyrir um það hvort atvikið geri hundinn líklegri til að bíta aftur en telur það meðal annars ráðast af því hvort hann verður aftur settur í sömu aðstæður. Það sé gömul mýta að hundur sem hefur einu sinni bitið bíti örugglega aftur. „Bit er síðasta varnarviðbragð, hann er búinn að gefa öll merki um að hann þurfi meira rými og minna áreiti. Og ég hef séð myndir af þessum hundi frá þessu kvöldi og hann var hræddur þarna. Og hann var að reyna að sýna það með ýmsum merkjum,“ segir Hallgerður. „Hann hefur vanmetið getu hundsins til að fást við aðstæður, það er alveg ljóst,“ segir hún um ábyrgð eigandans. Dýraheilbrigði Dýr Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01 „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20 Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
„Það eru engar líkur á því að þessi hundur hafi bara allt í einu ákveðið að bíta, það er bara ekki þannig með hunda. Sérstaklega ekki hund sem er kominn á einhvern aldur og engin slík saga; það er alltaf einhver ástæða,“ sagði Hallgerður í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði þekkt að hundar gætu verið veikir á geði, ef svo mætti að orði komast, en það væri sjaldgæft og þá yfirleitt af því að það væri búið að fara illa með þá. „Ef það er hins vegar einhver ofan í honum og að klappa honum og hann er til að byrja með í umhverfi þar sem hann er smeykur og óöruggur, og svo er stigið ofan á hann, þá væri bara mjög óeðlilegt ef hann verði sig ekki,“ sagði hún. Hallgerður segir klárt að þegar hundurinn bítur frá sér sé um varnarviðbragð að ræða og fordæmir jafnframt umræðu sem snýst um tegundin, Rottweiler, sé hættuleg. „Það er ekkert að þessum hundum, þetta eru fjölskylduhundar út um allt land og afskaplega ljúfir og góðir hundar. En það þarf að ganga rétt um þá eins og alla aðra hunda. Ég get alveg sagt ykkur það að tjúar bíta miklu meira en Rottweiler en það er náttúrlega miklu alvarlegra þegar rottweiler bítur, þess vegna tökum við meira eftir því. En það á ekki að stigmatisera hunda útfrá tegundum, það á að skoða aðstæður hvers og eins.“ Eigandinn vanmetið getu hundsins til að fást við aðstæður Hallgerður er gagrýnin á fjölmiðla sem einblína á tegundina og segir ekkert annað í gangi en smellubeituumfjöllun. „Þetta kallar bara á fleiri „klikk“ og þá seljast fleiri auglýsingar. Ég verð bara að segja það hreint út. Þetta er mjög viðhorfsstýrandi nálgun að gera þetta svona.“ Spurð að því hvort það sé endilega góð hugmynd að opna alls staðar dyrnar fyrir hundum segir hún það hafa gengið vel á hótelum, í strætó og í sumarbústöðum. En það séu eðlilegar aðstæður. „Í öllu falli þá verður eigandinn að þekkja hundinn og hafa vald á aðstæðum hundsins. Alveg sama hvar hann er. Ég meina, sjáið hvað er að gerast við eldgosið, þar sem fólk er að sleppa hundunum sínum lausum. Hvernig eiga hundar að vara sig til dæmis ef hraun hleypur fram? Fólk þarf að hugsa fyrir þessu. Og það er alveg sama með þetta; persónulega finnst mér hundar ekkert eiga heima innan um sauðdrukkið fólk. Þeim líður ekkert vel í þannig aðstæðum, alveg sama hvaða tegund þeir eru.“ Hallgerður segir erfitt að segja fyrir um það hvort atvikið geri hundinn líklegri til að bíta aftur en telur það meðal annars ráðast af því hvort hann verður aftur settur í sömu aðstæður. Það sé gömul mýta að hundur sem hefur einu sinni bitið bíti örugglega aftur. „Bit er síðasta varnarviðbragð, hann er búinn að gefa öll merki um að hann þurfi meira rými og minna áreiti. Og ég hef séð myndir af þessum hundi frá þessu kvöldi og hann var hræddur þarna. Og hann var að reyna að sýna það með ýmsum merkjum,“ segir Hallgerður. „Hann hefur vanmetið getu hundsins til að fást við aðstæður, það er alveg ljóst,“ segir hún um ábyrgð eigandans.
Dýraheilbrigði Dýr Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01 „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20 Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01
„Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20
Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01