Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 20:51 Hið minnsta þrír nemendur í sjötta bekk í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Enginn starfsmaður hefur greinst fyrir utan kennarann sem greindist fyrstur. Reykjavíkurborg Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. Hátt í fimm hundruð manns eru í sóttkví eftir kórónuveirusmit sem hafa greinst síðustu daga. Í þeim hópi eru um níutíu nemendur og starfsmenn Laugarnesskóla. Þá var allur fimmti flokkur fótboltastráka í Þrótti sendur í sóttkví í morgun - eða hátt í eitt hundrað strákar á ellefta og tólfta aldursári. Nemandinn sem greindist fyrstur í skólanum æfir fótbolta hjá félaginu. Fleiri gætu greinst í kvöld Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla segir í samtali við Vísi að mjög margir nemendur hafi farið í sýnatöku í dag. Ekki liggi fyrir niðurstöður hjá öllum en að minnsta kosti þrír nemendur í sjötta bekk, sem allir voru þegar í sóttkví, hafi greinst með veiruna. Fleiri gætu greinst í kvöld. Smit hefur nú verið staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. „Góðu fréttirnar eru að töluverður fjöldi starfsmanna hjá okkur, kennarar, stuðningsfulltrúar og þroskaþjálfar, hafa verið skimaðir en hafa allir reynst neikvæðir,“ segir Björn. Þá veit hann ekki til þess að foreldrar barna í umræddum bekkjum hafi smitast. Saman á fótboltamóti Björn sat fjarfund með smitrakningarteymi almannavarna, borgaryfirvöldum og fleirum í kvöld. Hann segir að ekki liggi fyrir hvar eða hvernig nemendurnir smituðust; hvort smitið megi rekja til kennarans eða einhvers annars. Kennarinn hafi þó kennt fjórum bekkjum daginn sem hann var síðast í vinnu í liðinni viku. Þá hafi einhverjir nemendanna jafnframt verið saman á fótboltamóti um helgina. Enn sem komið er hafa fleiri ekki þurft að fara í sóttkví vegna nýju smitanna. Björn segir að það gæti þó breyst eftir því sem smitrakningu vindur fram. Þá þurfi bekkjarfélagar þeirra sem greindust í dag að vera í sóttkví í nokkra daga umfram það sem áður var ákveðið. Björn segir að áfram verði fylgst náið með gangi mála í skólanum og brugðist við eins og þarf. „Það eru allir algjörlega á tánum með þetta.“ Bilun í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans tafði greiningu Covid-sýna í gær. Aðeins einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var sá í sóttkví. Ekki er reiknað með að marktækar tafir hafi verið á greiningu sýna í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Rúmlega 400 manns í sóttkví Þeim fjölgar mjög á milli daga sem eru í sóttkví vegna kórónuveirusmita. Í gær voru tæplega 200 einstaklingar í sóttkví en í dag eru þeir 435 samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. 23. mars 2021 11:10 Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hátt í fimm hundruð manns eru í sóttkví eftir kórónuveirusmit sem hafa greinst síðustu daga. Í þeim hópi eru um níutíu nemendur og starfsmenn Laugarnesskóla. Þá var allur fimmti flokkur fótboltastráka í Þrótti sendur í sóttkví í morgun - eða hátt í eitt hundrað strákar á ellefta og tólfta aldursári. Nemandinn sem greindist fyrstur í skólanum æfir fótbolta hjá félaginu. Fleiri gætu greinst í kvöld Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla segir í samtali við Vísi að mjög margir nemendur hafi farið í sýnatöku í dag. Ekki liggi fyrir niðurstöður hjá öllum en að minnsta kosti þrír nemendur í sjötta bekk, sem allir voru þegar í sóttkví, hafi greinst með veiruna. Fleiri gætu greinst í kvöld. Smit hefur nú verið staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. „Góðu fréttirnar eru að töluverður fjöldi starfsmanna hjá okkur, kennarar, stuðningsfulltrúar og þroskaþjálfar, hafa verið skimaðir en hafa allir reynst neikvæðir,“ segir Björn. Þá veit hann ekki til þess að foreldrar barna í umræddum bekkjum hafi smitast. Saman á fótboltamóti Björn sat fjarfund með smitrakningarteymi almannavarna, borgaryfirvöldum og fleirum í kvöld. Hann segir að ekki liggi fyrir hvar eða hvernig nemendurnir smituðust; hvort smitið megi rekja til kennarans eða einhvers annars. Kennarinn hafi þó kennt fjórum bekkjum daginn sem hann var síðast í vinnu í liðinni viku. Þá hafi einhverjir nemendanna jafnframt verið saman á fótboltamóti um helgina. Enn sem komið er hafa fleiri ekki þurft að fara í sóttkví vegna nýju smitanna. Björn segir að það gæti þó breyst eftir því sem smitrakningu vindur fram. Þá þurfi bekkjarfélagar þeirra sem greindust í dag að vera í sóttkví í nokkra daga umfram það sem áður var ákveðið. Björn segir að áfram verði fylgst náið með gangi mála í skólanum og brugðist við eins og þarf. „Það eru allir algjörlega á tánum með þetta.“ Bilun í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans tafði greiningu Covid-sýna í gær. Aðeins einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var sá í sóttkví. Ekki er reiknað með að marktækar tafir hafi verið á greiningu sýna í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Rúmlega 400 manns í sóttkví Þeim fjölgar mjög á milli daga sem eru í sóttkví vegna kórónuveirusmita. Í gær voru tæplega 200 einstaklingar í sóttkví en í dag eru þeir 435 samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. 23. mars 2021 11:10 Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22
Rúmlega 400 manns í sóttkví Þeim fjölgar mjög á milli daga sem eru í sóttkví vegna kórónuveirusmita. Í gær voru tæplega 200 einstaklingar í sóttkví en í dag eru þeir 435 samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. 23. mars 2021 11:10
Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44