Fjöldi smita sem greindist innanlands virðist vera kveikja óvissuástandsins. Ríkisstjórnin kemur saman til aukafundar um hertar aðgerðir innanlands í dag.
Sautján greindust innanlands með kórónuveiruna í gær. Þrír voru utan sóttkvíar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, kallar eftir því að gripið verði til harðra aðgerða hið snarasta. Reiknað er með því að boðað verði til upplýsingafundar seinni partinn að loknum fundi ríkisstjórnar.
Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.