Innlent

Tillögurnar frá Þórólfi komnar til Svandísar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað minnisblaði um tillögur að aðgerðum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta staðfestir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, í samtali við Vísi.

Gera má ráð fyrir að í tillögunum leggi Þórólfur til hertar aðgerðir innanlands vegna stöðunnar sem upp er komin í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. 

Sautján greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ljóst að fjórða bylgjan sé hafin.

Ríkisstjórnin fundar eftir hádegið um tillögur sóttvarnalæknis. Í framhaldinu er reiknað með því að boðað verði til blaðamannafundar.

Fréttin er í vinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×