Innlent

Tólf í sóttkví vegna smits hjá gesti á leiksýningu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tólf eru komnir í sóttkví eftir að í ljós kom að einstaklingur smitaður af kórónuveirunni sótti leiksýningu.
Tólf eru komnir í sóttkví eftir að í ljós kom að einstaklingur smitaður af kórónuveirunni sótti leiksýningu. Vísir/Vilhelm

Tólf eru komnir í sóttkví eftir að barn sem var gestur á sýningu í Þjóðleikhúsinu greindist með kórónuveiruna.

Barnið sat ásamt foreldri sínu á enda á fremsta bekk á sýningu á Kardemommubænum síðasta laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu.

Þar segir að það sé mat rakningarteymis almannavarna að strangar sóttvarnarreglur og fyrirkomulag sóttvarnaráðstafana hafi gert það að verkum að einungis tólf einstaklingar þurfi að fara í sóttkví . Eru það þeir sem voru í sætum næst viðkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×