Innlent

Hundurinn sem beit stúlkuna mun gangast undir geðmat

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Hundurinn er af Rottweiler-tegund.
Hundurinn er af Rottweiler-tegund. Getty

Rottweiler-hundurinn sem beit unga konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen síðastliðið föstudagskvöld mun gangast undir geðmat hjá dýralækni eða hundaatferlisfræðingi. Þetta segir Helgi Helgason, hundaeftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi.

„Svo sjáum við til,“ segir Helgi við Vísi, en málið hefur vakið töluverða athygli frá því fyrst var sagt frá því í fjölmiðlum um helgina. Helgi sagði í samtali við Vísi í gær að ekki væri lægi fyrir hvort að hundinum verði lógað.

Það var rétt fyrir lokun Rönten á föstudagskvöldið sem stúlka sem var gestur á staðnum var bitin í andlitið. Eigandi Röntgen tjáði Vísi um helgina að til skoðunar væri að setja takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með á staðinn.

Málið hefur vakið mikla umræðu, einkum meðal hundaeigenda og áhugafólks um dýr. Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir að aðstæður hundsins sem beit stúlkuna hafi ekki verið boðlegar þegar atvikið átti sér stað.


Tengdar fréttir

„Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“

Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×