Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2021 06:50 Eldgosið í Geldingadal virðist vera stöðugt að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina. Guðmundur segir nóttina hafa gengið vel. Tvö minniháttar óhöpp hafi orðið á svæðinu, meðal annars hálkuslys. Nú í morgunsárið er fólk svo byrjað að streyma á svæðið. „Ekki í hundruðum en það eru einhverjir tugir sem eru að byrja að hefja göngu. En eins og staðan er núna þá er vindáttin yfir stikuðu leiðinni að hluta, þegar það er komið ofar, þannig að björgunarsveitarfólk er að vinna í því að fá mælingar við gosstöðvarnar. Þannig að það gæti allt eins farið að leiðinni yrði lokað en það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að vindáttin á svæðinu hafi snúist seint í gærkvöldi. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að nú sé vaxandi norðan- og norðaustanátt við gosstöðvarnar með þrettán til átján metrum á sekúndu og hríðarveðri undir hádegi. Gasmengunin berst því einkum til suðurs og suðvesturs og þannig í átt að gönguleiðinni. Þetta er varhugavert að sögn Einars Bessa. Varðandi gosið sjálft og ganginn í því segir hann hraunflæðið úr gígunum tveimur í eldgosinu mjög svipað því sem það var í gær. Gígarnir eru nú orðnir tveir en ekki þrír eins og í upphafi eftir að minni gígarnir tveir sameinuðust í einn gíg sem er þó ennþá minni en stóri gígurinn. Þá er skjálftavirknin svipuð og hún hefur verið síðustu daga; frá miðnætti hafa mælst 120 skjálftar á Reykjanesskaga og var sá stærsti 2,4 að stærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Guðmundur segir nóttina hafa gengið vel. Tvö minniháttar óhöpp hafi orðið á svæðinu, meðal annars hálkuslys. Nú í morgunsárið er fólk svo byrjað að streyma á svæðið. „Ekki í hundruðum en það eru einhverjir tugir sem eru að byrja að hefja göngu. En eins og staðan er núna þá er vindáttin yfir stikuðu leiðinni að hluta, þegar það er komið ofar, þannig að björgunarsveitarfólk er að vinna í því að fá mælingar við gosstöðvarnar. Þannig að það gæti allt eins farið að leiðinni yrði lokað en það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að vindáttin á svæðinu hafi snúist seint í gærkvöldi. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að nú sé vaxandi norðan- og norðaustanátt við gosstöðvarnar með þrettán til átján metrum á sekúndu og hríðarveðri undir hádegi. Gasmengunin berst því einkum til suðurs og suðvesturs og þannig í átt að gönguleiðinni. Þetta er varhugavert að sögn Einars Bessa. Varðandi gosið sjálft og ganginn í því segir hann hraunflæðið úr gígunum tveimur í eldgosinu mjög svipað því sem það var í gær. Gígarnir eru nú orðnir tveir en ekki þrír eins og í upphafi eftir að minni gígarnir tveir sameinuðust í einn gíg sem er þó ennþá minni en stóri gígurinn. Þá er skjálftavirknin svipuð og hún hefur verið síðustu daga; frá miðnætti hafa mælst 120 skjálftar á Reykjanesskaga og var sá stærsti 2,4 að stærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira