Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður segir að tilkynning hafi borist frá flugmanni um sprunguna.
Nú sé verið að skoða hvort að um nýja sprungu sé að ræða eða hvort um gamalt gufusvæði sé að ræða, sem sjáist betur nú þegar snjór er fallinn á jörðu.
Ársól Arnardóttir sendi okkur þetta myndband úr flugi yfir umrætt svæði í morgun.