Innlent

Níu í framboði og þrjú vilja leiða listann

Atli Ísleifsson skrifar
Níu eru í framboði hjá Vinstri grænum í Kraganum.
Níu eru í framboði hjá Vinstri grænum í Kraganum. VG

Níu manns hafa gefið kost á sér í forvali um fimm efstu sætin á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.

Framboðsfresturinn er nú runninn út og hefur listi yfir framboð verið birtur á heimasíðu Vinstri grænna. Þrjú stefna á oddvitasæti, en rafrænt forval fer fram dagana 15. til 17. apríl næstkomandi. 

Þau níu sem bjóða sig fram á lista VG í forvalinu eru:

  • Bjarki Bjarnason, rithöfundur og forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ. 4. – 5. sæti.
  • Einar Bergmundur Þorgerðar- og Bóasarson, hugbúnaðarsérfræðingur. 3. – 5. sæti.
  • Júlíus Andri Þórðarson, stuðningsfulltrúi og háskólanemi. 4. sæti.
  • Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. 2. sæti.
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og umhverfisfræðingur. 1. sæti.
  • Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður. 1. sæti.
  • Una Hildardóttir, upplýsingafulltrúi og varaþingmaður. 1. – 2. sæti.
  • Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, þjóðfræðinemi. 3. sæti.
  • Þóra Elfa Björnsson, setjari og framhaldsskólakennari. 3. – 5. sæti.

Þrír kynningar og málefnafundir með frambjóðendum, fjarfundir á zoom.

Fundirnir eru opnir öllum og fundarstjóri verður Kristján Kristjánsson, fjölmiðlamaður.

Hlekk á fundina verður hægt að nálgast á vg.is og samfélagsmiðlum.

  • Fimmtudagur 8. apríl kl 20:00
  • Mánudagur 12. apríl kl 20:00
  • Miðvikudagur 14. apríl kl 20:00



Fleiri fréttir

Sjá meira


×