Breytum orku í grænmeti Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 25. mars 2021 16:31 Það hafa lengi verið viðtekin sannindi á Íslandi að hér sé gnægð umhverfisvænnar orku. Á undanförnum misserum höfum við sem samfélag unnið markvisst að því að nota þessa orku til að minnka kolefnisspor okkar. Fleiri rafmagnsbílar keyra um göturnar og fleiri og fleiri vélar og tæki nota rafmagn sem orkugjafa fremur en kolefnaeldsneyti. Framleiðsla innlendra kolefnisorkugjafa eins og metans og lífdísels er einnig hafin. Á undanförnum árum hefur umræðan um kolefnisspor matvæla orðið meira áberandi. Þar blandast líka inn í umræðan um kolefnisjöfnun framleiðslunnar og mikilvægi þess að draga úr neyslu matvæla með stórt kolefnisspor á kostnað þeirra sem hafa minna spor. Bændasamtökin hafa sett sér metnaðarfulla stefnu í þessu efni í „Umhverfisstefnu Landbúnaðarins 2020-2030“, þar sem gert er ráð fyrir að íslenskur landbúnaður verði kolefnishlutlaus 2030. Með því að tengja saman orkunýtingu og innlendan landbúnað getum við slegið tvær flugur í einu höggi. Við getum stóraukið innlenda matvælaframleiðslu, ekki síst grænmetisræktun, með því að nota rafmagn og jarðhita í miklu meira mæli til framleiðslunnar. Ég hef áður skrifað og rætt um af hverju við gerum ekki bændum kleift að kaupa rafmagn eða orku yfirleitt á svipuðu verði og stóriðja fær aðgang að orkunni. Væri ekki skoðunar virði að samtök bænda í samvinnu við orkufyrirtækin tækju höndum saman til að gera átak í þessum efnum? Hvernig væri að við skoðuðum hve stór heildarkaupandi garðyrkjan í landinu er þegar metið er verð á rafmagni eða annarri orku til hennar? Sem samfélag eigum við bæði að leita eftir því hvernig við getum bætt hag okkar en ekki síst hvernig við höfum jákvæð áhrif á loftslag og umhverfismál á heimsvísu. Með aukinni innlendri matvælaframleiðslu á umhverfisvænan hátt gætum við orðið sjálfum okkur næg í mun meira mæli, og auk þess komið þeim skilaboðum til milljóna ferðamanna á komandi árum að við sem samfélag meinum það sem við segjum um umhverfismál. Auk þeirra jákvæðu skilaboða sem í því fælust myndu skapast forsendur til lægri framleiðslukostnaðar og þar með ódýrari og heilnæmari matarkörfu. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Orkumál Landbúnaður Vinstri græn Loftslagsmál Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Það hafa lengi verið viðtekin sannindi á Íslandi að hér sé gnægð umhverfisvænnar orku. Á undanförnum misserum höfum við sem samfélag unnið markvisst að því að nota þessa orku til að minnka kolefnisspor okkar. Fleiri rafmagnsbílar keyra um göturnar og fleiri og fleiri vélar og tæki nota rafmagn sem orkugjafa fremur en kolefnaeldsneyti. Framleiðsla innlendra kolefnisorkugjafa eins og metans og lífdísels er einnig hafin. Á undanförnum árum hefur umræðan um kolefnisspor matvæla orðið meira áberandi. Þar blandast líka inn í umræðan um kolefnisjöfnun framleiðslunnar og mikilvægi þess að draga úr neyslu matvæla með stórt kolefnisspor á kostnað þeirra sem hafa minna spor. Bændasamtökin hafa sett sér metnaðarfulla stefnu í þessu efni í „Umhverfisstefnu Landbúnaðarins 2020-2030“, þar sem gert er ráð fyrir að íslenskur landbúnaður verði kolefnishlutlaus 2030. Með því að tengja saman orkunýtingu og innlendan landbúnað getum við slegið tvær flugur í einu höggi. Við getum stóraukið innlenda matvælaframleiðslu, ekki síst grænmetisræktun, með því að nota rafmagn og jarðhita í miklu meira mæli til framleiðslunnar. Ég hef áður skrifað og rætt um af hverju við gerum ekki bændum kleift að kaupa rafmagn eða orku yfirleitt á svipuðu verði og stóriðja fær aðgang að orkunni. Væri ekki skoðunar virði að samtök bænda í samvinnu við orkufyrirtækin tækju höndum saman til að gera átak í þessum efnum? Hvernig væri að við skoðuðum hve stór heildarkaupandi garðyrkjan í landinu er þegar metið er verð á rafmagni eða annarri orku til hennar? Sem samfélag eigum við bæði að leita eftir því hvernig við getum bætt hag okkar en ekki síst hvernig við höfum jákvæð áhrif á loftslag og umhverfismál á heimsvísu. Með aukinni innlendri matvælaframleiðslu á umhverfisvænan hátt gætum við orðið sjálfum okkur næg í mun meira mæli, og auk þess komið þeim skilaboðum til milljóna ferðamanna á komandi árum að við sem samfélag meinum það sem við segjum um umhverfismál. Auk þeirra jákvæðu skilaboða sem í því fælust myndu skapast forsendur til lægri framleiðslukostnaðar og þar með ódýrari og heilnæmari matarkörfu. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun