Í stuttri Twitter-færslu bendir Kristín á að jarðefnamælingar bendi til þess að flúoríð sé að finna í vatnspollum umhverfis gosstöðvarnar, auk þess sem pH-gildi vatnsins sé hátt.
Leave your dogs at home! Geochemical measurements show that there is fluoride and high PH-values in water puddles close to the #Geldingadalir eruption site.#Naturalhazards#Volcanomonitoring#dogsoftwitter pic.twitter.com/YNJiz8cUgg
— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) March 25, 2021
Í Hundasamfélaginu, Facebook-hópi sem telur yfir 42 þúsund meðlimi og tileinkaður er öllu sem við kemur hundum og hundahaldi, hafa farið fram miklar umræður um hvort gáfulegt sé að taka hunda með að berja eldgosið augum.
Síðasta sunnudag birti einn meðlimur til að mynda myndir af lausum hundi á svæðinu, sem var sagður hafa farið afar nálægt hraunjaðrinum á einum tímapunkti. Ljóst er að skiptar skoðanir eru á ágæti þess að hafa dýrin með í för. Það sem sumum þykir sjálfsagt mál þykir öðrum afar hættulegt, og benda meðal annars á það sama og Kristín, að flúoríðeitrun geti jafnvel verið lífshættuleg hundum.
Fjöldi fólks hefur síðan vakið máls á því að mögulega kunni að vera betra að fara hundalaus að eldgosinu, líkt og Kristín.