Frá þessu segir í dagbók lögreglu, en ökumaðurinn reyndist vera aðeins sautján ára gamall og viðurkenndi hann brotið. Málið var kynnt forráðamönnum og Barnavernd.
Einnig segir frá því að lögregla hafi handtekið mann í mjög annarlegu ástandi í hverfi 101 í Reykjavík um klukkan 21. Maðurinn er grunaður um eignaspjöll og vörslu fíkniefna. Þar er einnig tekið fram að maðurinn hafi verið vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Þá segir frá því að upp úr hálf eitt í nótt hafi bíll verið stöðvaður í hverfi 110 eftir að honum hafði verið ekið á móti einstefnu. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og akstur án réttinda, það er sviptur ökuréttindum, að því er segir í dagbók lögreglu.