Sjáðu stoðsendingu Zlatans í fyrsta landsleiknum í fimm ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2021 17:00 Zlatan Ibrahimovic faðmar markaskorarann Viktor Claesson. getty/David Lidstrom Zlatan Ibrahimovic lagði upp sigurmark Svía gegn Georgíumönnum í sínum fyrsta landsleik í fimm ár. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að Zlatan væri snúinn aftur í sænska landsliðið eftir fimm ára fjarveru. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM 2016. Zlatan var í byrjunarliði Svía gegn Georgíumönnum í undankeppni HM 2022 í gær. Hann var í framlínunni ásamt Alexander Isak, leikmanni Real Sociedad. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum á Vinavöllum í gær og það kom lítið á óvart að Zlatan hefði verið með puttana í því. Á 35. mínútu átti Mikael Lustig sendingu inn í vítateig Georgíu á Zlatan. Hann tók boltann á kassann og sendi hann svo á Viktor Claesson. Hann lagði boltann fyrir sig og kom honum framhjá Giorgi Loria í marki Georgíu. Markið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Svíþjóð 1-0 Georgía Hinn 39 ára Zlatan var í skýjunum eftir leikinn í leikinn og leið eins og hann hefði verið að spila sinn fyrsta landsleik en ekki þann 117. „Mér leið vel. Mér leið eins og þetta væri fyrsti landsleikurinn minn. Það var mikið adrenalín í gangi,“ sagði Zlatan eftir leikinn. „Ég held að ég hafi getað gert miklu meira en við unnum leikinn og það var það sem skipti mestu máli.“ Leikurinn í gær var fyrsti landsleikur Zlatans síðan gegn Belgíu í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í Frakklandi, 22. júní 2016. Svíar enduðu í neðsta sæti síns riðils og komust ekki í útsláttarkeppnina. Líklegt þykir að Zlatan leiki með sænska landsliðinu á EM í sumar. Svíar eru í riðli með Spánverjum, Slóvökum og Pólverjum. Svíar mæta Kósóvómönnum í öðrum leik sínum í undankeppni HM 2022 á sunnudaginn. HM 2022 í Katar Sænski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að Zlatan væri snúinn aftur í sænska landsliðið eftir fimm ára fjarveru. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM 2016. Zlatan var í byrjunarliði Svía gegn Georgíumönnum í undankeppni HM 2022 í gær. Hann var í framlínunni ásamt Alexander Isak, leikmanni Real Sociedad. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum á Vinavöllum í gær og það kom lítið á óvart að Zlatan hefði verið með puttana í því. Á 35. mínútu átti Mikael Lustig sendingu inn í vítateig Georgíu á Zlatan. Hann tók boltann á kassann og sendi hann svo á Viktor Claesson. Hann lagði boltann fyrir sig og kom honum framhjá Giorgi Loria í marki Georgíu. Markið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Svíþjóð 1-0 Georgía Hinn 39 ára Zlatan var í skýjunum eftir leikinn í leikinn og leið eins og hann hefði verið að spila sinn fyrsta landsleik en ekki þann 117. „Mér leið vel. Mér leið eins og þetta væri fyrsti landsleikurinn minn. Það var mikið adrenalín í gangi,“ sagði Zlatan eftir leikinn. „Ég held að ég hafi getað gert miklu meira en við unnum leikinn og það var það sem skipti mestu máli.“ Leikurinn í gær var fyrsti landsleikur Zlatans síðan gegn Belgíu í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í Frakklandi, 22. júní 2016. Svíar enduðu í neðsta sæti síns riðils og komust ekki í útsláttarkeppnina. Líklegt þykir að Zlatan leiki með sænska landsliðinu á EM í sumar. Svíar eru í riðli með Spánverjum, Slóvökum og Pólverjum. Svíar mæta Kósóvómönnum í öðrum leik sínum í undankeppni HM 2022 á sunnudaginn.
HM 2022 í Katar Sænski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira