Armenar án síns langbesta manns en eru ósigraðir í sex leikjum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2021 11:01 Armenar fagna eftir að Noah Frommelt, leikmaður Liechtenstein, setti boltann í eigið mark í leik liðanna í undankeppni HM í fyrradag. getty/DeFodi Images Líkt og Ísland er Armenía án síns besta manns en úrslitin í síðustu leikjum armenska liðsins sýna að það þarf að taka það alvarlega. Íslendingar geta náð í sín fyrstu stig í undankeppni HM 2022 þegar þeir sækja Armena heim í Jerevan klukkan 16:00 á morgun. Á meðan Ísland tapaði 3-0 fyrir Þýskalandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni í fyrradag vann Armenía Liechtenstein, 0-1. Sigurinn var þó langt frá því að vera sannfærandi en eina mark leiksins var sjálfsmark sem kom sjö mínútum fyrir leikslok. Klippa: Markið úr leik Liechtenstein og Armeníu Íslendingar verða án Gylfa Þórs Sigurðssonar í þessari landsleikjahrinu og Armenar eru líka án síns besta leikmanns, Henrikhs Mkhitaryan. Það er engu logið að Mkhitaryan sé langstærsta stjarna armenska liðsins, bæði fyrr og síðar. Hann gerði góða hluti í Úkraínu og Þýskalandi og hefur spilað vel með Roma á Ítalíu eftir erfið ár á Englandi þar sem hann lék með Manchester United og Arsenal. Armenar verða að spjara sig án Henrikhs Mkhitaryan.GETTY/Matteo Ciambelli Mkhitaryan er fyrirliði armenska landsliðsins og markahæsti leikmaður þess frá upphafi með þrjátíu mörk. Keppnin um knattspyrnumann ársins í Armeníu er ekki spennandi en Mkhitaryan hefur hlotið þá viðurkenningu tíu sinnum á síðustu tólf árum. Öfugt við Gylfa hefur Mkhitaryan aldrei leikið á stórmóti og í sannleika sagt ekkert verið neitt sérstaklega nálægt því. Armenía hefur aldrei lent ofar en í 3. sæti síns riðils í undankeppni stórmóts. Það var í undankeppni EM 2012 en Armenar voru þá nálægt því að komast í umspil um sæti á lokamótinu. Armenía átti þó góðu gengi að fagna á síðasta ári, vann sinn riðil í C-deild Þjóðadeildarinnar og vann sér sæti í B-deildinni. Joaquín Caparrós tók við armenska landsliðinu í mars á síðasta ári. Armenar töpuðu fyrsta leiknum undir stjórn Caparrós, fyrir Norður-Makedóníumönnum 5. september, en hafa ekki tapað síðan, í sex leikjum í röð. Armenía hefur unnið fjóra af þessum leikjum og gert tvö jafntefli. Andstæðingarnir hafa vissulega ekki verið þeir sterkustu en Caparrós virðist vera á réttri leið með armenska liðið. Joaquín Caparrós hóf þjálfaraferilinn 1981. Þá var Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, þriggja ára.getty/DeFodi Images Caparrós er 65 ára Spánverji sem býr yfir gríðarlega mikilli reynslu. Hann stýrði meðal annars Sevilla um fimm ára skeið (2000-05) og gaf leikmönnum á borð Sergio Ramos og José Antonio Reyes sitt fyrsta tækifæri í aðalliði Sevilla. Caparrós hefur einnig stýrt félögum á borð við Deportivo La Coruna, Athletic Bilbao og Mallorca. Leikmannahópur Armeníu er ekki skipaður þekktustu nöfnunum enda leika flestir í honum í heimalandinu. Fjórir leika í Kasakstan, tveir í Grikklandi, einn í Rússlandi, á Kýpur, í Slóvakíu, Argentínu og Þýskalandi. Það er framherjinn Sargis Adamyan sem leikur með Hoffenheim. Hann hefur leikið 27 leiki fyrir þýska liðið og skorað sjö mörk. Varazdat Haroyan er fyrirliði armenska liðsins í fjarveru Mkhitaryans.getty/DeFodi Images Reynslan í armenska hópnum er ekkert sérstaklega mikil og miklu minni en í þeim í íslenska. Aðeins þrír í armenska liðinu hafa leikið yfir fimmtíu landsleiki: varnarmaðurinn Varazdat Haroyan og miðjumennirnir Kamo Hovhannisyan og Gevorg Ghazaryan. Sá síðastnefndi er bæði leikja- og markahæstur í armenska hópnum með 73 landsleiki og fjórtán mörk. Ísland og Armenía hafa þrisvar sinnum áður mæst. Þau voru saman í riðli í undankeppni EM 2000. Fyrri leikurinn í Jerevan endaði með markalausu jafntefli en það var fyrsti leikur Íslendinga eftir jafnteflið við heimsmeistara Frakka. Ísland vann svo seinni leikinn á Laugardalsvelli, 2-0. Ríkharður Daðason og Rúnar Kristinsson skoruðu mörkin. Ragnar Sigurðsson lék gegn Armeníu fyrir þrettán árum.vísir/vilhelm Íslendingar og Armenar mættust svo á æfingamóti á Möltu í febrúar 2008. Ísland vann 2-0 sigur með mörkum Tryggva Guðmundssonar og Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Tveir leikmenn sem eru í íslenska hópnum í dag spiluðu þann leik, þeir Birkir Már Sævarsson og Ragnar Sigurðsson. Alls munar 53 sætum á Íslandi og Armenía á styrkleikalista FIFA. Armenar eru í 99. sæti en Íslendingar í 46. sæti. Armenía hefur hæðst komist í 30. sæti styrkleikalistans í febrúar 2014. Leikur Armeníu og Íslands hefst klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2022 í Katar Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira
Íslendingar geta náð í sín fyrstu stig í undankeppni HM 2022 þegar þeir sækja Armena heim í Jerevan klukkan 16:00 á morgun. Á meðan Ísland tapaði 3-0 fyrir Þýskalandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni í fyrradag vann Armenía Liechtenstein, 0-1. Sigurinn var þó langt frá því að vera sannfærandi en eina mark leiksins var sjálfsmark sem kom sjö mínútum fyrir leikslok. Klippa: Markið úr leik Liechtenstein og Armeníu Íslendingar verða án Gylfa Þórs Sigurðssonar í þessari landsleikjahrinu og Armenar eru líka án síns besta leikmanns, Henrikhs Mkhitaryan. Það er engu logið að Mkhitaryan sé langstærsta stjarna armenska liðsins, bæði fyrr og síðar. Hann gerði góða hluti í Úkraínu og Þýskalandi og hefur spilað vel með Roma á Ítalíu eftir erfið ár á Englandi þar sem hann lék með Manchester United og Arsenal. Armenar verða að spjara sig án Henrikhs Mkhitaryan.GETTY/Matteo Ciambelli Mkhitaryan er fyrirliði armenska landsliðsins og markahæsti leikmaður þess frá upphafi með þrjátíu mörk. Keppnin um knattspyrnumann ársins í Armeníu er ekki spennandi en Mkhitaryan hefur hlotið þá viðurkenningu tíu sinnum á síðustu tólf árum. Öfugt við Gylfa hefur Mkhitaryan aldrei leikið á stórmóti og í sannleika sagt ekkert verið neitt sérstaklega nálægt því. Armenía hefur aldrei lent ofar en í 3. sæti síns riðils í undankeppni stórmóts. Það var í undankeppni EM 2012 en Armenar voru þá nálægt því að komast í umspil um sæti á lokamótinu. Armenía átti þó góðu gengi að fagna á síðasta ári, vann sinn riðil í C-deild Þjóðadeildarinnar og vann sér sæti í B-deildinni. Joaquín Caparrós tók við armenska landsliðinu í mars á síðasta ári. Armenar töpuðu fyrsta leiknum undir stjórn Caparrós, fyrir Norður-Makedóníumönnum 5. september, en hafa ekki tapað síðan, í sex leikjum í röð. Armenía hefur unnið fjóra af þessum leikjum og gert tvö jafntefli. Andstæðingarnir hafa vissulega ekki verið þeir sterkustu en Caparrós virðist vera á réttri leið með armenska liðið. Joaquín Caparrós hóf þjálfaraferilinn 1981. Þá var Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, þriggja ára.getty/DeFodi Images Caparrós er 65 ára Spánverji sem býr yfir gríðarlega mikilli reynslu. Hann stýrði meðal annars Sevilla um fimm ára skeið (2000-05) og gaf leikmönnum á borð Sergio Ramos og José Antonio Reyes sitt fyrsta tækifæri í aðalliði Sevilla. Caparrós hefur einnig stýrt félögum á borð við Deportivo La Coruna, Athletic Bilbao og Mallorca. Leikmannahópur Armeníu er ekki skipaður þekktustu nöfnunum enda leika flestir í honum í heimalandinu. Fjórir leika í Kasakstan, tveir í Grikklandi, einn í Rússlandi, á Kýpur, í Slóvakíu, Argentínu og Þýskalandi. Það er framherjinn Sargis Adamyan sem leikur með Hoffenheim. Hann hefur leikið 27 leiki fyrir þýska liðið og skorað sjö mörk. Varazdat Haroyan er fyrirliði armenska liðsins í fjarveru Mkhitaryans.getty/DeFodi Images Reynslan í armenska hópnum er ekkert sérstaklega mikil og miklu minni en í þeim í íslenska. Aðeins þrír í armenska liðinu hafa leikið yfir fimmtíu landsleiki: varnarmaðurinn Varazdat Haroyan og miðjumennirnir Kamo Hovhannisyan og Gevorg Ghazaryan. Sá síðastnefndi er bæði leikja- og markahæstur í armenska hópnum með 73 landsleiki og fjórtán mörk. Ísland og Armenía hafa þrisvar sinnum áður mæst. Þau voru saman í riðli í undankeppni EM 2000. Fyrri leikurinn í Jerevan endaði með markalausu jafntefli en það var fyrsti leikur Íslendinga eftir jafnteflið við heimsmeistara Frakka. Ísland vann svo seinni leikinn á Laugardalsvelli, 2-0. Ríkharður Daðason og Rúnar Kristinsson skoruðu mörkin. Ragnar Sigurðsson lék gegn Armeníu fyrir þrettán árum.vísir/vilhelm Íslendingar og Armenar mættust svo á æfingamóti á Möltu í febrúar 2008. Ísland vann 2-0 sigur með mörkum Tryggva Guðmundssonar og Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Tveir leikmenn sem eru í íslenska hópnum í dag spiluðu þann leik, þeir Birkir Már Sævarsson og Ragnar Sigurðsson. Alls munar 53 sætum á Íslandi og Armenía á styrkleikalista FIFA. Armenar eru í 99. sæti en Íslendingar í 46. sæti. Armenía hefur hæðst komist í 30. sæti styrkleikalistans í febrúar 2014. Leikur Armeníu og Íslands hefst klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2022 í Katar Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira