„Áhrif af þessu bætast ofan á þegar viðkvæma stöðu“ Atli Ísleifsson skrifar 26. mars 2021 13:00 Björn Einarsson hjá Eimskip segir alveg ljóst að það muni lengjast afhendingartíminn á vörum vegna málsins. „Það sem er ótrúlegast í þessu er að við sjáum ekki hvernig þetta mál leysist og hvenær skipið mun losna.“ Þetta segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip, um stöðu skipaflutninga í heiminum eftir að eitt stærsta gámaflutningaskip heims strandaði í Súesskurði og þar sem það hefur stöðvað nær alla umferð. Björn segir um gríðarlega stórt mál að ræða. „Við munum sjá lengri flutningstíma til Evrópu og þá inn til okkar markaða, sem er Ísland. Bið skipa og breytt siglingaleið, fyrir suðurodda Afríku, mun því bætast ofan á flutningstímann frá Asíu og hingað.“ Ekkert gengur að losa skipið Gámaflutningaskipið Ever Given, sem er í eigum taívönsku útgerðarinnar Evergreen Marine, strandaði á þriðjudag og hefur ekkert gengið að losa skipið sem er um 400 metra langt, 200 þúsund tonn og með um 20 þúsund gáma um borð. Lág sjávarstaða, sterkir vinar og gríðarleg stærð skipsins hafa torveldað vinnu við að ná skipinu af strandstað og er óttast að margar vikur gæti tekið að losa skipið. Björn segist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda. Súesskurðurinn tengir Miðjarðarhafið og Rauðahafið er stysta siglingaleiðin á milli Evrópu og Asíu. Mikilvægi Súesskurðarins Björn segir að Eimskip eigi ekki neina gáma um borð í skipinu svo að þetta hafi ekki bein áhrif á félagið þannig. „En það er alveg ljóst að Súesskurðurinn er ein af meginbreytunum í siglingakerfi heimsins og þarna fara um tólf prósent af vöruflutningum í heiminum. Þriðjungur af gámum sem fara um Rotterdam, sem er ein af lykilhöfnum Evrópu, fer um Súes. Það er alveg ljóst að til lengri tíma mun þetta hafa áhrif ofan í gríðarlega viðkvæma stöðu sem hefur verið í því sem við köllum „deep-sea“ umhverfi, þar sem verð hefur verið að hækka gríðarlega. Það kemur pressa á gámalógistíkina, gámastöðuna, sem hefur þegar verið viðkvæm í þessu Covid-ástandi í heiminum. Það mun koma ójafnvægi á ákveðna þætti sem er bæði flutningstími skipa, minni burðargeta, snúningstími gáma og allt slíkt. Þetta er gríðarlega viðkvæmt mál. Þetta er gríðarlegt tap á hverjum degi.“ Gervihnattarmynd sýnir flutningaskipið sitja fast þvert yfir suðurhluta Súesskurðarins fimmtudaginn 25. mars 2021.AP/Planet Labs Inc. Ekki von á einhverjum vöruskorti hérlendis Björn segir Eimskip vinna með skipalínum sem eru nú í biðröðinni í eða við Súesskurð eða þá sem hafa nú tekið þá ákvörðun að sigla í staðinn fyrir suðurodda Afríku. „Það er auka vika eða tvær í flutningi og átta þúsund sjómílur. Þar koma lengri tíma áhrifin og við eigum klárlega gáma í öllum þeim skipum.“ Aðspurður hvað sé í þeim gámum segir hann það vera alls konar vöru. „Hefðbundin vara. Það er ótrúlega mikil breidd í því hvað sé að koma frá austurlöndum fjær og Asíu í innflutningi. Þannig að við getum sagt að við erum ekki að sjá áhrif til skamms tíma en til lengri tíma þá bætast áhrif af þessu ofan á þegar viðkvæma stöðu sem hefur verið í skipaflutningum heimsins.“ Björn segir að íslenskir neytendur muni þó ekki sjá fram á einhvern sérstakan vöruskort vegna málsins. „En það mun klárlega lengja í afhendingartíma á vörum.“ Skipaflutningar Egyptaland Súesskurðurinn Tengdar fréttir Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga. 25. mars 2021 15:23 Fjara, sterkir vindar og stærð skips torvelda vinnu í Súesskurði Lág sjávarstaða, sterkir vindar og gríðarleg stærð skips hefur torveldað vinnu við að losa gámaflutningaskipið Ever Given af strandstað í Súesskurðinum. 25. mars 2021 07:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Björn segir um gríðarlega stórt mál að ræða. „Við munum sjá lengri flutningstíma til Evrópu og þá inn til okkar markaða, sem er Ísland. Bið skipa og breytt siglingaleið, fyrir suðurodda Afríku, mun því bætast ofan á flutningstímann frá Asíu og hingað.“ Ekkert gengur að losa skipið Gámaflutningaskipið Ever Given, sem er í eigum taívönsku útgerðarinnar Evergreen Marine, strandaði á þriðjudag og hefur ekkert gengið að losa skipið sem er um 400 metra langt, 200 þúsund tonn og með um 20 þúsund gáma um borð. Lág sjávarstaða, sterkir vinar og gríðarleg stærð skipsins hafa torveldað vinnu við að ná skipinu af strandstað og er óttast að margar vikur gæti tekið að losa skipið. Björn segist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda. Súesskurðurinn tengir Miðjarðarhafið og Rauðahafið er stysta siglingaleiðin á milli Evrópu og Asíu. Mikilvægi Súesskurðarins Björn segir að Eimskip eigi ekki neina gáma um borð í skipinu svo að þetta hafi ekki bein áhrif á félagið þannig. „En það er alveg ljóst að Súesskurðurinn er ein af meginbreytunum í siglingakerfi heimsins og þarna fara um tólf prósent af vöruflutningum í heiminum. Þriðjungur af gámum sem fara um Rotterdam, sem er ein af lykilhöfnum Evrópu, fer um Súes. Það er alveg ljóst að til lengri tíma mun þetta hafa áhrif ofan í gríðarlega viðkvæma stöðu sem hefur verið í því sem við köllum „deep-sea“ umhverfi, þar sem verð hefur verið að hækka gríðarlega. Það kemur pressa á gámalógistíkina, gámastöðuna, sem hefur þegar verið viðkvæm í þessu Covid-ástandi í heiminum. Það mun koma ójafnvægi á ákveðna þætti sem er bæði flutningstími skipa, minni burðargeta, snúningstími gáma og allt slíkt. Þetta er gríðarlega viðkvæmt mál. Þetta er gríðarlegt tap á hverjum degi.“ Gervihnattarmynd sýnir flutningaskipið sitja fast þvert yfir suðurhluta Súesskurðarins fimmtudaginn 25. mars 2021.AP/Planet Labs Inc. Ekki von á einhverjum vöruskorti hérlendis Björn segir Eimskip vinna með skipalínum sem eru nú í biðröðinni í eða við Súesskurð eða þá sem hafa nú tekið þá ákvörðun að sigla í staðinn fyrir suðurodda Afríku. „Það er auka vika eða tvær í flutningi og átta þúsund sjómílur. Þar koma lengri tíma áhrifin og við eigum klárlega gáma í öllum þeim skipum.“ Aðspurður hvað sé í þeim gámum segir hann það vera alls konar vöru. „Hefðbundin vara. Það er ótrúlega mikil breidd í því hvað sé að koma frá austurlöndum fjær og Asíu í innflutningi. Þannig að við getum sagt að við erum ekki að sjá áhrif til skamms tíma en til lengri tíma þá bætast áhrif af þessu ofan á þegar viðkvæma stöðu sem hefur verið í skipaflutningum heimsins.“ Björn segir að íslenskir neytendur muni þó ekki sjá fram á einhvern sérstakan vöruskort vegna málsins. „En það mun klárlega lengja í afhendingartíma á vörum.“
Skipaflutningar Egyptaland Súesskurðurinn Tengdar fréttir Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga. 25. mars 2021 15:23 Fjara, sterkir vindar og stærð skips torvelda vinnu í Súesskurði Lág sjávarstaða, sterkir vindar og gríðarleg stærð skips hefur torveldað vinnu við að losa gámaflutningaskipið Ever Given af strandstað í Súesskurðinum. 25. mars 2021 07:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga. 25. mars 2021 15:23
Fjara, sterkir vindar og stærð skips torvelda vinnu í Súesskurði Lág sjávarstaða, sterkir vindar og gríðarleg stærð skips hefur torveldað vinnu við að losa gámaflutningaskipið Ever Given af strandstað í Súesskurðinum. 25. mars 2021 07:30