Dzyuba sá um Slóvena í Sochi Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. mars 2021 15:51 Slóvenar áttu fullt í fangi með Artem Dzyuba. vísir/Getty Öll þrjú mörkin voru skoruð á tíu mínútna kafla seint um miðbik fyrri hálfleiks. Sóknarmaðurinn öflugi Artem Dzyuba kom heimamönnum í 2-0 forystu með mörkum á 26. og 35.mínútu. Rússar voru nýbúnir að fagna tveggja marka forystunni þegar Josip Ilicic minnkaði muninn aftur í eitt mark fyrir Slóvena með frábæru skoti. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og 2-1 sigur Rússa niðurstaðan í hörkuleik. Á sama tíma unnu Svartfellingar öruggan heimasigur á Gíbraltar í G-riðli en Gíbraltar náðu reyndar óvænt að jafna leikinn í 1-1 eftir hálftíma leik. Heimamenn höfðu hins vegar mikla yfirburði og unnu að lokum 4-1 sigur. HM 2022 í Katar
Öll þrjú mörkin voru skoruð á tíu mínútna kafla seint um miðbik fyrri hálfleiks. Sóknarmaðurinn öflugi Artem Dzyuba kom heimamönnum í 2-0 forystu með mörkum á 26. og 35.mínútu. Rússar voru nýbúnir að fagna tveggja marka forystunni þegar Josip Ilicic minnkaði muninn aftur í eitt mark fyrir Slóvena með frábæru skoti. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og 2-1 sigur Rússa niðurstaðan í hörkuleik. Á sama tíma unnu Svartfellingar öruggan heimasigur á Gíbraltar í G-riðli en Gíbraltar náðu reyndar óvænt að jafna leikinn í 1-1 eftir hálftíma leik. Heimamenn höfðu hins vegar mikla yfirburði og unnu að lokum 4-1 sigur.