Umfjöllun: Armenía - Ísland 2-0 | Þungt kjaftshögg í Armeníu Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2021 17:50 Jón Daði Böðvarsson með skot úr góðu færi í seinni hálfleik en það var varið. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði gegn liðinu í 99. sæti heimslistans, Armeníu, í Jerevan í dag í öðrum leik sínum í undankeppni HM. Þar með virðist leiðin til Katar afar löng og illfær. Íslenska liðið var mikið með boltann í Armeníu í dag en skapaði sér fá færi. Heimamenn skoruðu tvö mörk í seinni hálfleiknum og fögnuðu ákaft 2-0 sigri. Þó ekki hafi hún verið mjög hröð heldur stanslaus niðursveifla íslenska landsliðsins síðan á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrir tæpum þremur árum því áfram. Án Gylfa Þórs Sigurðssonar lítur liðið sérstaklega illa út eins og hefur sýnt sig í þessum tveimur slæmu töpum í fyrstu leikjunum undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Framundan er skyldusigur gegn Liechtenstein á miðvikudaginn, í þriðja og síðasta leiknum í þessari fyrstu törn. Vinnist sá leikur ekki er mjög dökk staða, eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi og 2-0 tap gegn Armeníu, orðin kolsvört. Það var þó kraftur í íslenska liðinu á fyrstu tuttugu mínútunum í dag og eitthvað allt annað virtist á matseðlinum en í Duisburg á fimmtudaginn. Ísland hafði ágæt tök á leiknum en vantaði þó brodd í sóknarleikinn. Dálítil hætta skapaðist þó nokkrum sinnum í vítateig Armena eftir innköst og hornspyrnur, á meðan að heimamenn höfðu sjálfir lítið fram að færa. Jóhann kom boltanum í netið Armenar, vel studdir af þúsundum stuðningsmanna sem máttu vera í stúkunni, komu sér hins vegar betur inn í leikinn þegar á leið fyrri hálfleik. Arnór Sigurðsson, sem fékk tækifæri á miðjunni, fékk kjaftshögg um miðjan fyrri hálfleik og það var líkt og höggið drægi kraftinn úr íslenska liðinu. Skagamaðurinn gat þó haldið leik áfram. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði í leiknum en markið var réttilega dæmt af.EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN Bæði lið áttu áfram í mestu vandræðum með að skapa sér færi og Ísland skapaði helst hættu eftir föst leikatriði. Jóhann Berg Guðmundsson, sem sýndi stundum hve dýrmætur hann er með liprum töktum, náði meira að segja að koma boltanum í netið í kjölfar hornspyrnu á 40. mínútu. Markið var hins vegar réttilega dæmt af vegna rangstöðu í aðdragandanum. Arnór og Jón Daði Böðvarsson voru svo nálægt því að búa sér til dauðafæri rétt áður en flautað var til hálfleiks, en stutt sending Arnórs á Jón Daða gekk ekki upp. Það rímaði við spilamennsku íslenska liðsins á fremsta þriðjungi vallarins þar sem liðinu gekk illa að föndra sig í færi. Áfall snemma í seinni hálfleik Snemma í seinni hálfleik, eða á 53. mínútu, varð íslenska liðið fyrir áfalli þegar heimamenn komust yfir, svo að segja upp úr þurru. Tigran Barseghyan fékk boltann hægra megin við vítateiginn, sótti að Ara Frey Skúlasyni og skrúfaði svo boltann út fyrir fingurgóma Hannesar Þórs Halldórssonar í stöng og inn. Þröngt færi en skotið var gott. Útlitið var þar með dökkt fyrir íslenska liðið, sem má illa við því að missa af stigum í Armeníu ætli það sér annað af tveimur efstu sætum riðilsins. Arnar þjálfari brást fljótt við markinu og sendi Kolbein Sigþórsson inn á fyrir Arnór til að skerpa sóknarleikinn. Það virtist strax gefa góða raun. Með Kolbein og Jón Daða sameinaða á ný í fremstu víglínu komst Ísland strax í dauðafæri þegar Jón Daði lék á varnarmann. Skot hans var varið en Jón Daði sá ekki Kolbein sem var í enn betra færi. Hann átti skömmu síðar skot í hliðarnetið, og Kolbeinn skalla, og útlitið virtist betra. Það breyttist þó snarlega þegar Armenar komust fram í eina af fáum sóknum sínum á 74. mínútu. Khoren Bayramyan fékk að komast ansi nálægt markinu, án þess að Birkir Már Sævarsson kæmi á móti honum, og skot hans úr teignum hafnaði í netinu. Arnar gerði frekari skiptingar, neyddist þó til að taka Jóhann af velli, en Ísland virtist aldrei líklegt til að taka stig úr leiknum á lokakaflanum. HM 2022 í Katar
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði gegn liðinu í 99. sæti heimslistans, Armeníu, í Jerevan í dag í öðrum leik sínum í undankeppni HM. Þar með virðist leiðin til Katar afar löng og illfær. Íslenska liðið var mikið með boltann í Armeníu í dag en skapaði sér fá færi. Heimamenn skoruðu tvö mörk í seinni hálfleiknum og fögnuðu ákaft 2-0 sigri. Þó ekki hafi hún verið mjög hröð heldur stanslaus niðursveifla íslenska landsliðsins síðan á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrir tæpum þremur árum því áfram. Án Gylfa Þórs Sigurðssonar lítur liðið sérstaklega illa út eins og hefur sýnt sig í þessum tveimur slæmu töpum í fyrstu leikjunum undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Framundan er skyldusigur gegn Liechtenstein á miðvikudaginn, í þriðja og síðasta leiknum í þessari fyrstu törn. Vinnist sá leikur ekki er mjög dökk staða, eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi og 2-0 tap gegn Armeníu, orðin kolsvört. Það var þó kraftur í íslenska liðinu á fyrstu tuttugu mínútunum í dag og eitthvað allt annað virtist á matseðlinum en í Duisburg á fimmtudaginn. Ísland hafði ágæt tök á leiknum en vantaði þó brodd í sóknarleikinn. Dálítil hætta skapaðist þó nokkrum sinnum í vítateig Armena eftir innköst og hornspyrnur, á meðan að heimamenn höfðu sjálfir lítið fram að færa. Jóhann kom boltanum í netið Armenar, vel studdir af þúsundum stuðningsmanna sem máttu vera í stúkunni, komu sér hins vegar betur inn í leikinn þegar á leið fyrri hálfleik. Arnór Sigurðsson, sem fékk tækifæri á miðjunni, fékk kjaftshögg um miðjan fyrri hálfleik og það var líkt og höggið drægi kraftinn úr íslenska liðinu. Skagamaðurinn gat þó haldið leik áfram. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði í leiknum en markið var réttilega dæmt af.EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN Bæði lið áttu áfram í mestu vandræðum með að skapa sér færi og Ísland skapaði helst hættu eftir föst leikatriði. Jóhann Berg Guðmundsson, sem sýndi stundum hve dýrmætur hann er með liprum töktum, náði meira að segja að koma boltanum í netið í kjölfar hornspyrnu á 40. mínútu. Markið var hins vegar réttilega dæmt af vegna rangstöðu í aðdragandanum. Arnór og Jón Daði Böðvarsson voru svo nálægt því að búa sér til dauðafæri rétt áður en flautað var til hálfleiks, en stutt sending Arnórs á Jón Daða gekk ekki upp. Það rímaði við spilamennsku íslenska liðsins á fremsta þriðjungi vallarins þar sem liðinu gekk illa að föndra sig í færi. Áfall snemma í seinni hálfleik Snemma í seinni hálfleik, eða á 53. mínútu, varð íslenska liðið fyrir áfalli þegar heimamenn komust yfir, svo að segja upp úr þurru. Tigran Barseghyan fékk boltann hægra megin við vítateiginn, sótti að Ara Frey Skúlasyni og skrúfaði svo boltann út fyrir fingurgóma Hannesar Þórs Halldórssonar í stöng og inn. Þröngt færi en skotið var gott. Útlitið var þar með dökkt fyrir íslenska liðið, sem má illa við því að missa af stigum í Armeníu ætli það sér annað af tveimur efstu sætum riðilsins. Arnar þjálfari brást fljótt við markinu og sendi Kolbein Sigþórsson inn á fyrir Arnór til að skerpa sóknarleikinn. Það virtist strax gefa góða raun. Með Kolbein og Jón Daða sameinaða á ný í fremstu víglínu komst Ísland strax í dauðafæri þegar Jón Daði lék á varnarmann. Skot hans var varið en Jón Daði sá ekki Kolbein sem var í enn betra færi. Hann átti skömmu síðar skot í hliðarnetið, og Kolbeinn skalla, og útlitið virtist betra. Það breyttist þó snarlega þegar Armenar komust fram í eina af fáum sóknum sínum á 74. mínútu. Khoren Bayramyan fékk að komast ansi nálægt markinu, án þess að Birkir Már Sævarsson kæmi á móti honum, og skot hans úr teignum hafnaði í netinu. Arnar gerði frekari skiptingar, neyddist þó til að taka Jóhann af velli, en Ísland virtist aldrei líklegt til að taka stig úr leiknum á lokakaflanum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti