Eldgosið stutt frá þar sem Hot Stuff fórst með fjórtán manns Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2021 07:43 Áhöfn flugvélarinnar Hot Stuff. Einnig voru um borð hershöfðinginn Frank M. Andrews og fylgdarlið hans. Bandaríski flugherinn. Þeirri tillögu hefur verið varpað fram að eldstöðin verði nefnd Hot Stuff, í virðingarskyni við áhöfn og farþega bandarískrar herflugvélar sem fórst á Fagradalsfjalli í síðari heimsstyrjöld. Í hópi þeirra sem létust var æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna í Evrópu. Flugvélin var af gerðinni B-24 Liberator. Hún var fyrsta sprengjuflugvél Bandaríkjamanna til að ná 25 árásarferðum í Evrópu. Bandaríski flugherinn Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Fagradalsfjall hafi verið nefnt fjallið sem breytti mannkynssögunni, ekki vegna eldgossins heldur vegna flugslyss sem varð þar í síðari heimsstyrjöld. Minnisvarði um slysið var afhjúpaður skammt frá Grindavíkurvegi árið 2018, daginn sem 75 ár voru frá slysinu. Lík eins hinna látnu borið frá slysstaðnum á Fagradalsfjalli.Bandaríski flugherinn Slysið varð þann 3. maí 1943. Sprengjuflugvél af gerðinni B-24 Liberator hafði hætt við lendingu í Keflavík vegna veðurs og er talin hafa verið á leið til Kaldaðarnesflugvallar þegar hún skall á Fagradalsfjalli. Einn maður komst lífs af en fjórtán fórust, þeirra á meðal hershöfðinginn Frank M. Andrews, og fóru minningararhafnir um þá látnu fram í Reykjavík. Frank M. Andrews var æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í Evrópu. Við fráfall hans tók Dwight D. Eisenhower við stöðunni. Fráfall Andrews varð til þess að Dwight D. Eisenhower varð yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í Evrópu en hann varð síðar forseti Bandaríkjanna. Æ síðar hafa menn velt því upp hvort það hefði annars orðið hlutskipti Andrews að setjast í Hvítahúsið en ekki Eisenhowers. Minningarathafnir fóru fram í Dómkirkjunni og Landakotskirkju í Reykjavík.Bandaríski flugherinn Minningu Andrews er haldið á lofti í Washington með því að Andrews-herflugvöllurinn, heimaflugvöllur flugvéla Bandaríkjaforseta, er nefndur eftir honum. Andrews Theater á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli er einnig kennt við hann. Flugvélin Hot Stuff fórst í vestanverðu Fagradalsfjalli. Gosstaðurinn er við austurhlíðar fjallsins.Grafík/Hafsteinn Þórðarson Flugvélin hafði gælunafnið Hot Stuff og var á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi. Slysstaðurinn er í vestanverðu Fagradalsfjalli, aðeins um tvo kílómetra frá gosstaðnum, og varpaði bandaríska sendiráðið því fram á fésbókarsíðu í vikunni hvort það væri nokkurt heiti sem hæfði betur eldstöðinni en Hot Stuff. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Bandaríkin Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Flugvélin var af gerðinni B-24 Liberator. Hún var fyrsta sprengjuflugvél Bandaríkjamanna til að ná 25 árásarferðum í Evrópu. Bandaríski flugherinn Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Fagradalsfjall hafi verið nefnt fjallið sem breytti mannkynssögunni, ekki vegna eldgossins heldur vegna flugslyss sem varð þar í síðari heimsstyrjöld. Minnisvarði um slysið var afhjúpaður skammt frá Grindavíkurvegi árið 2018, daginn sem 75 ár voru frá slysinu. Lík eins hinna látnu borið frá slysstaðnum á Fagradalsfjalli.Bandaríski flugherinn Slysið varð þann 3. maí 1943. Sprengjuflugvél af gerðinni B-24 Liberator hafði hætt við lendingu í Keflavík vegna veðurs og er talin hafa verið á leið til Kaldaðarnesflugvallar þegar hún skall á Fagradalsfjalli. Einn maður komst lífs af en fjórtán fórust, þeirra á meðal hershöfðinginn Frank M. Andrews, og fóru minningararhafnir um þá látnu fram í Reykjavík. Frank M. Andrews var æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í Evrópu. Við fráfall hans tók Dwight D. Eisenhower við stöðunni. Fráfall Andrews varð til þess að Dwight D. Eisenhower varð yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í Evrópu en hann varð síðar forseti Bandaríkjanna. Æ síðar hafa menn velt því upp hvort það hefði annars orðið hlutskipti Andrews að setjast í Hvítahúsið en ekki Eisenhowers. Minningarathafnir fóru fram í Dómkirkjunni og Landakotskirkju í Reykjavík.Bandaríski flugherinn Minningu Andrews er haldið á lofti í Washington með því að Andrews-herflugvöllurinn, heimaflugvöllur flugvéla Bandaríkjaforseta, er nefndur eftir honum. Andrews Theater á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli er einnig kennt við hann. Flugvélin Hot Stuff fórst í vestanverðu Fagradalsfjalli. Gosstaðurinn er við austurhlíðar fjallsins.Grafík/Hafsteinn Þórðarson Flugvélin hafði gælunafnið Hot Stuff og var á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi. Slysstaðurinn er í vestanverðu Fagradalsfjalli, aðeins um tvo kílómetra frá gosstaðnum, og varpaði bandaríska sendiráðið því fram á fésbókarsíðu í vikunni hvort það væri nokkurt heiti sem hæfði betur eldstöðinni en Hot Stuff. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Bandaríkin Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01
„Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25