Fótbolti

Jóhann Berg klár í slaginn gegn Armenum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jóhann Berg verður í eldlínunni í Armeníu á morgun.
Jóhann Berg verður í eldlínunni í Armeníu á morgun. Vísir/Hulda Margrét

Jóhann Berg Guðmundsson tók fullan þátt í æfingu íslenska landsliðsins í gærmorgun og er klár í slaginn gegn Armenum á morgun.

Þetta kom fram á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í morgun þar sem Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari og Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, sátu fyrir svörum.

„Ástandið á hópnum er mjög gott. Við tókum æfingu í gærmorgun í Þýskalandi þar sem þeir leikmenn sem spiluðu mikið á móti Þýskalandi tóku endurheimt en aðrir, sem spiluðu minna eða ekkert, tóku góða æfingu,“ sagði Arnar Þór.

Var Jóhann Berg í þeim hópi en hann var ekki með í leiknum gegn Þýskalandi þar sem hann var að jafna sig eftir meiðsli.

„Jói æfði 100% og hann var góður í morgun,“ sagði Arnar Þór.

Á fundinum sagði Arnar að hann myndi gera breytingar á byrjunarliðinu til að dreifa álaginu en leikurinn gegn Armeníu er annar leikurinn af þremur á innan við viku þar sem íslenska liðið mætir Liechtenstein næstkomandi miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×