Fótbolti

Arnar Þór: Albert er enginn letingi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Albert í baráttu við Lukas Klostermann.
Albert í baráttu við Lukas Klostermann. vísir/Getty

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, skilur ekkert í umræðunni um lítið vinnuframlag Alberts Guðmundssonar.

Albert, sem er lykilmaður í sterku liði AZ Alkmaar, hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins en hann kom snemma inná í leik Íslands gegn Þjóðverjum á dögunum og þótti standa sig vel.

Á blaðamannafundi Íslands í dag var Arnar Þór spurður út í hvað honum þætti um vinnuframlag Alberts.

„Það er mjög einfalt mál, sama hvort það er Albert eða einhver annar leikmaður að lykillinn að góðum leik hjá okkur er vinnuframlag. Þeir leikmenn sem vinna ekki vinnuna sína munu ekki fá margar mínútur, það er ósköp einfalt,“ sagði Arnar Þór áður en hann ræddi um framlag Alberts. 

„Albert kom mjög vel inn í leikinn gegn Þjóðverjum, var duglegur að halda boltanum og duglegur að vinna sína vinnu. Þessi umræða hefur verið síðan Albert kom inn í landsliðið, að það væri einhver letingi í honum en ég er ekki sammála því. Þeir sem fylgjast með leikjum hans í hollensku úrvalsdeildinni vita að Albert vinnur sína vinnu," sagði Arnar Þór


Tengdar fréttir

Lars ekki með í Armeníu

Lars Lagerback, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, ferðaðist ekki með íslenska hópnum yfir til Armeníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×