„Við munum lenda í vandræðum á eftir“ Sylvía Hall skrifar 28. mars 2021 13:33 Áhugi landsmanna á eldgosinu er mikill og hafa því iðulega langar bílaraðir myndast á Suðurstrandarvegi þar sem margir þurfa að leggja. Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks hefur ákveðið að nýta daginn í að ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum, enda veðrið fínt á svæðinu þrátt fyrir snjó og smá frost. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri og lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir ný bílastæði nærri gönguleiðinni hafa nýst vel í morgun. „Það er svolítið mikið af fólki eins og staðan er, enda veðrið gott,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu. Hann segir ágætis færi þó fólk þurfi að fara varlega vegna hálku. Frá því að gosið hófst hefur mikill áhugi landsmanna leitt til þess að langar bílaraðir hafa myndast meðfram Suðurstrandarveginum, enda ekki mikil um bílastæði á þeim slóðum. Tilbúna bílastæðið sem hefur verið tekið í notkun er þó búið að nýtast vel það sem af er degi. „Við erum búin að setja í bílastæði sennilega fimm hundruð bíla plús, ég er ekki með þá tölu. Við erum ekki byrjuð að leggja á veginum.“ Hann býst þó við því að það styttist í að fólki þurfi að leggja meðfram veginum, enda fyllist stæðin fljótt og fólk taki sinn tíma í gönguna. „Það fer að fyllast. Við munum lenda í vandræðum á eftir. Fyrstu hóparnir mættu um hálf tíu í morgun og ég hugsa að fólk sé í fjóra, fimm tíma í þessu.“ Uppfært klukkan 13:58: Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka Suðurstrandarvegi tímabundið vegna fjölda bifreiða á staðnum. Bílastæði á svæðinu eru full og mun lögregla stýra umferð þannig að hleypt verður í stæði eftir því sem losnar. Eldgos í Fagradalsfjalli Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21 Mikið rusl á gossvæðinu: „Þetta er ekki útihátíðarsvæði“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna segir að mikið hafi verið um tómar áfengisumbúðir og annað rusl á gossvæðinu í gær. Hann brýnir fyrir fólki að ganga vel um svæðið. 27. mars 2021 12:30 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
„Það er svolítið mikið af fólki eins og staðan er, enda veðrið gott,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu. Hann segir ágætis færi þó fólk þurfi að fara varlega vegna hálku. Frá því að gosið hófst hefur mikill áhugi landsmanna leitt til þess að langar bílaraðir hafa myndast meðfram Suðurstrandarveginum, enda ekki mikil um bílastæði á þeim slóðum. Tilbúna bílastæðið sem hefur verið tekið í notkun er þó búið að nýtast vel það sem af er degi. „Við erum búin að setja í bílastæði sennilega fimm hundruð bíla plús, ég er ekki með þá tölu. Við erum ekki byrjuð að leggja á veginum.“ Hann býst þó við því að það styttist í að fólki þurfi að leggja meðfram veginum, enda fyllist stæðin fljótt og fólk taki sinn tíma í gönguna. „Það fer að fyllast. Við munum lenda í vandræðum á eftir. Fyrstu hóparnir mættu um hálf tíu í morgun og ég hugsa að fólk sé í fjóra, fimm tíma í þessu.“ Uppfært klukkan 13:58: Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka Suðurstrandarvegi tímabundið vegna fjölda bifreiða á staðnum. Bílastæði á svæðinu eru full og mun lögregla stýra umferð þannig að hleypt verður í stæði eftir því sem losnar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21 Mikið rusl á gossvæðinu: „Þetta er ekki útihátíðarsvæði“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna segir að mikið hafi verið um tómar áfengisumbúðir og annað rusl á gossvæðinu í gær. Hann brýnir fyrir fólki að ganga vel um svæðið. 27. mars 2021 12:30 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21
Mikið rusl á gossvæðinu: „Þetta er ekki útihátíðarsvæði“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna segir að mikið hafi verið um tómar áfengisumbúðir og annað rusl á gossvæðinu í gær. Hann brýnir fyrir fólki að ganga vel um svæðið. 27. mars 2021 12:30