„Við munum lenda í vandræðum á eftir“ Sylvía Hall skrifar 28. mars 2021 13:33 Áhugi landsmanna á eldgosinu er mikill og hafa því iðulega langar bílaraðir myndast á Suðurstrandarvegi þar sem margir þurfa að leggja. Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks hefur ákveðið að nýta daginn í að ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum, enda veðrið fínt á svæðinu þrátt fyrir snjó og smá frost. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri og lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir ný bílastæði nærri gönguleiðinni hafa nýst vel í morgun. „Það er svolítið mikið af fólki eins og staðan er, enda veðrið gott,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu. Hann segir ágætis færi þó fólk þurfi að fara varlega vegna hálku. Frá því að gosið hófst hefur mikill áhugi landsmanna leitt til þess að langar bílaraðir hafa myndast meðfram Suðurstrandarveginum, enda ekki mikil um bílastæði á þeim slóðum. Tilbúna bílastæðið sem hefur verið tekið í notkun er þó búið að nýtast vel það sem af er degi. „Við erum búin að setja í bílastæði sennilega fimm hundruð bíla plús, ég er ekki með þá tölu. Við erum ekki byrjuð að leggja á veginum.“ Hann býst þó við því að það styttist í að fólki þurfi að leggja meðfram veginum, enda fyllist stæðin fljótt og fólk taki sinn tíma í gönguna. „Það fer að fyllast. Við munum lenda í vandræðum á eftir. Fyrstu hóparnir mættu um hálf tíu í morgun og ég hugsa að fólk sé í fjóra, fimm tíma í þessu.“ Uppfært klukkan 13:58: Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka Suðurstrandarvegi tímabundið vegna fjölda bifreiða á staðnum. Bílastæði á svæðinu eru full og mun lögregla stýra umferð þannig að hleypt verður í stæði eftir því sem losnar. Eldgos í Fagradalsfjalli Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21 Mikið rusl á gossvæðinu: „Þetta er ekki útihátíðarsvæði“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna segir að mikið hafi verið um tómar áfengisumbúðir og annað rusl á gossvæðinu í gær. Hann brýnir fyrir fólki að ganga vel um svæðið. 27. mars 2021 12:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
„Það er svolítið mikið af fólki eins og staðan er, enda veðrið gott,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu. Hann segir ágætis færi þó fólk þurfi að fara varlega vegna hálku. Frá því að gosið hófst hefur mikill áhugi landsmanna leitt til þess að langar bílaraðir hafa myndast meðfram Suðurstrandarveginum, enda ekki mikil um bílastæði á þeim slóðum. Tilbúna bílastæðið sem hefur verið tekið í notkun er þó búið að nýtast vel það sem af er degi. „Við erum búin að setja í bílastæði sennilega fimm hundruð bíla plús, ég er ekki með þá tölu. Við erum ekki byrjuð að leggja á veginum.“ Hann býst þó við því að það styttist í að fólki þurfi að leggja meðfram veginum, enda fyllist stæðin fljótt og fólk taki sinn tíma í gönguna. „Það fer að fyllast. Við munum lenda í vandræðum á eftir. Fyrstu hóparnir mættu um hálf tíu í morgun og ég hugsa að fólk sé í fjóra, fimm tíma í þessu.“ Uppfært klukkan 13:58: Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka Suðurstrandarvegi tímabundið vegna fjölda bifreiða á staðnum. Bílastæði á svæðinu eru full og mun lögregla stýra umferð þannig að hleypt verður í stæði eftir því sem losnar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21 Mikið rusl á gossvæðinu: „Þetta er ekki útihátíðarsvæði“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna segir að mikið hafi verið um tómar áfengisumbúðir og annað rusl á gossvæðinu í gær. Hann brýnir fyrir fólki að ganga vel um svæðið. 27. mars 2021 12:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21
Mikið rusl á gossvæðinu: „Þetta er ekki útihátíðarsvæði“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna segir að mikið hafi verið um tómar áfengisumbúðir og annað rusl á gossvæðinu í gær. Hann brýnir fyrir fólki að ganga vel um svæðið. 27. mars 2021 12:30