Innlent

„Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Eldgos í Geldingadöluml á Reykjanesi.
Eldgos í Geldingadöluml á Reykjanesi. Vilhelm Gunnarsson

Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn.

„Rétt fyrir hádegi varð veruleg breyting á gígunum. Flæði út úr Norðra um skarð sem snýr gegn suðvestri (eða þar um bil) og sameinast rennslinu sem er í rennunni frá Suðra og út í megin hraunánna. Þetta gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild.“ 

Þetta kemur fram í færslu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands sem hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. 

Níu dagar eru frá því að gos hóst og hefur hraunið nú þakið botna Geldingadala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×