Tilfærsla Krýsuvíkur á Reykjanesi og vonbrigði fjármálaráðherra með fjárfestingar í Víglínunni Heimir Már Pétursson skrifar 28. mars 2021 16:31 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur verða gestir Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni klukkan 17:40 á Stöð 2 í dag. Stöð 2/Einar Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Harald Sigurðsson eldfjallafræðing til sín í Víglínuna á Stöð 2 í dag. Rætt verður um fjármálaáætlun og aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins við Bjarna og eldgosið í Geldingadölum við Harald. Þótt samdrátturinn í þjóðarframleiðslunni hafi verið mun minni en áætlað var á síðasta ári er Bjarni ekki sáttur við hvernig spilast hefur úr þeim fjármunum sem settir hafa verið til fjárfestinga á vegum ríkisins. Ef til vill þurfi ríkið að vera sveigjanlegra við útdeilingu fjármagns eftir því hvar og hvenær verkefni koma upp. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ekki sáttur við hvernig spilast hefur úr þeim fjárhæðum sem stjórnvöld hafi eyrnarmerkt til fjárfestinga að undanförnu. Þær hefðu mátt skila sér betur í verkefnum.Stöð 2/Einar Þá verður rætt við Bjarna um komandi kosningar í haust og mögulegt áframhald á stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka sem hann segir hafa gengið vel. Fái flokkarnir til þess góðan meirihluta beri þeim að ræða saman um mögulegt samstaf áfram. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur er einn sá virtasti á sínu sviði í heiminum og verður í seinni hluta Víglínunnar í dag. Hann segir eldgosið í Geldingadölum marka mikil tímamót í jarðsögunni. Nú hafi vísindamenn í fyrsta skipti fengið innsýn í möttulinn undir Íslandi. Þá hafi verið mikið landrek á svæðinu þannig að Krýsuvík hafi færst til um sextán sentimetra. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að eldgosið á Reykjanesi eigi eftir að valda byltingu í rannsóknum á mötli jarðar undir Íslandi og hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á svæðinu.Stöð 2/Einar Aftur á móti telur Haraldur að eldgosið á Reykjanesi muni ekki standa lengi. Það muni þó verða mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Hann stefni því á að færa eldfjallasafn sitt frá Stykkishólmi á Reykjanes. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40. Víglínan Eldgos í Fagradalsfjalli Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Sjá meira
Þótt samdrátturinn í þjóðarframleiðslunni hafi verið mun minni en áætlað var á síðasta ári er Bjarni ekki sáttur við hvernig spilast hefur úr þeim fjármunum sem settir hafa verið til fjárfestinga á vegum ríkisins. Ef til vill þurfi ríkið að vera sveigjanlegra við útdeilingu fjármagns eftir því hvar og hvenær verkefni koma upp. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ekki sáttur við hvernig spilast hefur úr þeim fjárhæðum sem stjórnvöld hafi eyrnarmerkt til fjárfestinga að undanförnu. Þær hefðu mátt skila sér betur í verkefnum.Stöð 2/Einar Þá verður rætt við Bjarna um komandi kosningar í haust og mögulegt áframhald á stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka sem hann segir hafa gengið vel. Fái flokkarnir til þess góðan meirihluta beri þeim að ræða saman um mögulegt samstaf áfram. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur er einn sá virtasti á sínu sviði í heiminum og verður í seinni hluta Víglínunnar í dag. Hann segir eldgosið í Geldingadölum marka mikil tímamót í jarðsögunni. Nú hafi vísindamenn í fyrsta skipti fengið innsýn í möttulinn undir Íslandi. Þá hafi verið mikið landrek á svæðinu þannig að Krýsuvík hafi færst til um sextán sentimetra. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að eldgosið á Reykjanesi eigi eftir að valda byltingu í rannsóknum á mötli jarðar undir Íslandi og hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á svæðinu.Stöð 2/Einar Aftur á móti telur Haraldur að eldgosið á Reykjanesi muni ekki standa lengi. Það muni þó verða mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Hann stefni því á að færa eldfjallasafn sitt frá Stykkishólmi á Reykjanes. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40.
Víglínan Eldgos í Fagradalsfjalli Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Sjá meira