Fótbolti

„Þú átt ekki að vinna neinn leik“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg með boltann í leiknum í kvöld.
Jóhann Berg með boltann í leiknum í kvöld. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN

„Þú átt ekki að vinna neinn leik nema þú eigir það skilið,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í samtali við RÚV eftir 2-0 tapið gegn Armenum í kvöld, þegar Jóhann var spurður út í hvort að þetta hefði verið skyldusigur í kvöld.

„Þeir áttu einhver skot í fyrri hálfleik. Þeir voru að vinna meiri seinni bolta en svo kemur þetta mark og vanalega komum við í veg fyrir. Þetta var lélegt mark og gefur þeim sjálfstraust.“

Jón Daði Böðvarsson átti gott færi í stöðunni 1-0 en markvörður Armenum sá vel við honum.

„Við fáum líka mjög gott færi til að jafna. Hvað gerist þá? Maður veit aldrei en svo fór þetta í 2-0 og þá er þetta ekki gott fyrir okkur. Við vitum það alveg.“

En er komin tími á meiri uppstokkun hjá landsliðinu?

„Það er undir þjálfurunum komið. Þetta er ekki gott tap. Við þykjumst vera lið sem á að vinna Armeníu út á útivelli en þetta var ekki nógu gott.“

„Það munar oft litlu í fótbolta og þetta datt með þeim. Við vitum að við getum gert mikið betur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×