Einkunnir Íslands á móti Armeníu: Margir féllu á prófinu í kvöld Íþróttadeild skrifar 28. mars 2021 18:29 Jón Daði Böðvarsson reynir skalla í átta að marki Armena. Jón Daði fékk bestu færi íslenska liðsins í leiknum og mark í þeim færum hefði breytt miklu í kvöld. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN Íslensku strákarnir eru stigalausir eftir tvo leiki og frammistaða liðsins í Armeníu var alls ekki nógu góð. Það er ekki oft sem íslenska liðið tapar leik á baráttu og vilja. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er stigalaust eftir tvo fyrstu leiki sína í undankeppni HM 2022 eftir 2-0 tap á móti Armeníu í Jerevan í kvöld. Armenar eru með fullt hús og búnir að taka góða forystu á Ísland í baráttunni um sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Íslenska liðið náði ekki að nýta sér góða byrjun og tak á leiknum framan af en það fóru líka góð færi forgörðum áður en Armenar fengu mark á silfurfati. Seinna markið kom síðan úr skyndisókn eftir að íslenska liðið tapaði boltanum í lofandi sókn. Það var kannski mest sláandi var að íslensku strákarnir litu út fyrir að tapa slagnum þegar kom að baráttugleði og grimmd þar sem íslenska liðið er vanalega á heimavelli í leikjum sínum. Heimamenn fengu aukakraft eftir því sem leið á leikinn og lönduðu stigunum þar sem þeir litu út fyrir að langa meira í sigurinn. Einkunnagjöf Íslands fyrir Armenía - Ísland Byrjunarliðið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Átti að gera miklu betur í fyrra markinu. Vissulega óvænt skot en ekki fast og lengst utan úr teig. Fékk ekki mörg krefjandi skot á sig fyrir utan mörkin tvö. Gat mun minna gert í seinna markinu. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Gerði fá mistök í fyrri hálfleiknum, stóð vaktina þá vel og reyndi að hjálpa til í uppbyggingu sóknarleiksins. Sofnaði á verðinum í seinna markinu og náði ekki að fylgja eftir ágætum fyrri hálfleik. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 4 Náði ekki alveg að fylgja eftir góðri frammistöðu á móti Þjóðverjum. Var ljónheppinn að gefa ekki mark á 51. mínútu en Kári kom honum þá til bjargar. Kári Árnason, miðvörður 5 Var lengstum traustur í vörninni og gerði nokkrum sinnum vel í að stoppa upphlaup Armena. Bæði mörkin komu í gegnum pressuleysi frá bakvörðunum og þegar Kári var ekki í hjálpinni. Kári var besti varnarmaður íslenska liðsins í leiknum. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 4 Fékk gult spjald snemma sem var ekki að auðvelda fyrir honum hlutina. Átti fyrsta alvöru skotið í leiknum sem varnarmaður Armena kom framhjá samskeytunum. Leit ágætlega út þegar íslenska liðið var með góð tök í upphafi leiks en datt niður eins og svo margir. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri vængmaður 6 Mjög ógnandi þegar liðið var að spila best á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Sýndi þá vissulega gæðin sín en því miður kom ekki mark út úr því. Náði ekki alveg að halda út þegar leið á leikinn og var orðinn mjög þreyttur í seinni hálfleiknum. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 4 Komst betur í takt við leikinn til að byrja með heldur en á móti Þýskalandi og fékk mikið boltann í uppspilinu. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti alls ekki góður og hann bauð upp á annað markið á silfurfati með því að fljúga á hausinn fyrir framan vítateig Armena og bæði missa boltann sem og vera hvergi nærri til að verjast skyndisókninni. Birkir Bjarnason, miðjumaður 4 Var kominn inn á miðjuna þar sem hann endaði Þýskalandsleikinn. Var hins vegar aldrei almennilega með í spili íslenska liðsins. Þarf að komast miklu meira í boltann inn á miðjunni og hjálpa liðinu mun meira. Gerir engin stór mistök varnarlega en þarf að taka meiri ábyrgð í sóknarleiknum. Arnór Sigurðsson, miðjumaður 4 Fékk slæmt höfuðhögg um miðjan fyrri hálfleik en hélt áfram. Var mjög nálægt því að búa til frábært færi fyrir Jón Daða í lok fyrri hálfleiks. Heilt yfir þá gekk ekki nógu vel hjá honum hvort sem var að vinna boltann eða halda boltanum.' Albert Guðmundsson, vinstri vængmaður 4 Albert var að reyna að búa til eitthvað í sókninni en varnarlega var hann afleitur. Það verst af öllu var að Albert fékk gult spjald fyrir leikaraskap og er því í banni á móti Liechtenstein á miðvikudaginn í leik þar sem var tækifæri fyrir hann að blómstra. Jón Daði Böðvarsson, framherji 5 Vinnusamur eins og vanalega. Var líka mun nær því að skora en í síðasta leik og þá sérstaklega á 58. mínútu þegar hann gerði mjög vel að koma sér í flott færi. Gat gefið boltann á Kolbein eða Birki en skaut sjálfur og lét verja frá sér. Jón Daði fékk líka fínt færi stuttu síðar en skaut þá framhjá. Varamenn: Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Arnór á 55. Mínútu 4 Var fljótur að komast í boltana í teignum eftir að hann kom inn á völlinn en því miður nýtti hann skallafærin sín ekki vel. Eftir ágætar upphafsmínútur komst hann lítið í fyrirgjafirnar eftir það. Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á fyrir Jón Daða á 77. mínútu Lék of lítiðArnór Ingvi Traustason kom inn á fyrir Jóhann Berg á 77. mínútu Lék of lítiðGuðlaugur Victor Pálsson kom inn á fyrir Birkir Bjarnason á 84. mínútu Lék of lítið HM 2022 í Katar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er stigalaust eftir tvo fyrstu leiki sína í undankeppni HM 2022 eftir 2-0 tap á móti Armeníu í Jerevan í kvöld. Armenar eru með fullt hús og búnir að taka góða forystu á Ísland í baráttunni um sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Íslenska liðið náði ekki að nýta sér góða byrjun og tak á leiknum framan af en það fóru líka góð færi forgörðum áður en Armenar fengu mark á silfurfati. Seinna markið kom síðan úr skyndisókn eftir að íslenska liðið tapaði boltanum í lofandi sókn. Það var kannski mest sláandi var að íslensku strákarnir litu út fyrir að tapa slagnum þegar kom að baráttugleði og grimmd þar sem íslenska liðið er vanalega á heimavelli í leikjum sínum. Heimamenn fengu aukakraft eftir því sem leið á leikinn og lönduðu stigunum þar sem þeir litu út fyrir að langa meira í sigurinn. Einkunnagjöf Íslands fyrir Armenía - Ísland Byrjunarliðið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Átti að gera miklu betur í fyrra markinu. Vissulega óvænt skot en ekki fast og lengst utan úr teig. Fékk ekki mörg krefjandi skot á sig fyrir utan mörkin tvö. Gat mun minna gert í seinna markinu. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Gerði fá mistök í fyrri hálfleiknum, stóð vaktina þá vel og reyndi að hjálpa til í uppbyggingu sóknarleiksins. Sofnaði á verðinum í seinna markinu og náði ekki að fylgja eftir ágætum fyrri hálfleik. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 4 Náði ekki alveg að fylgja eftir góðri frammistöðu á móti Þjóðverjum. Var ljónheppinn að gefa ekki mark á 51. mínútu en Kári kom honum þá til bjargar. Kári Árnason, miðvörður 5 Var lengstum traustur í vörninni og gerði nokkrum sinnum vel í að stoppa upphlaup Armena. Bæði mörkin komu í gegnum pressuleysi frá bakvörðunum og þegar Kári var ekki í hjálpinni. Kári var besti varnarmaður íslenska liðsins í leiknum. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 4 Fékk gult spjald snemma sem var ekki að auðvelda fyrir honum hlutina. Átti fyrsta alvöru skotið í leiknum sem varnarmaður Armena kom framhjá samskeytunum. Leit ágætlega út þegar íslenska liðið var með góð tök í upphafi leiks en datt niður eins og svo margir. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri vængmaður 6 Mjög ógnandi þegar liðið var að spila best á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Sýndi þá vissulega gæðin sín en því miður kom ekki mark út úr því. Náði ekki alveg að halda út þegar leið á leikinn og var orðinn mjög þreyttur í seinni hálfleiknum. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 4 Komst betur í takt við leikinn til að byrja með heldur en á móti Þýskalandi og fékk mikið boltann í uppspilinu. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti alls ekki góður og hann bauð upp á annað markið á silfurfati með því að fljúga á hausinn fyrir framan vítateig Armena og bæði missa boltann sem og vera hvergi nærri til að verjast skyndisókninni. Birkir Bjarnason, miðjumaður 4 Var kominn inn á miðjuna þar sem hann endaði Þýskalandsleikinn. Var hins vegar aldrei almennilega með í spili íslenska liðsins. Þarf að komast miklu meira í boltann inn á miðjunni og hjálpa liðinu mun meira. Gerir engin stór mistök varnarlega en þarf að taka meiri ábyrgð í sóknarleiknum. Arnór Sigurðsson, miðjumaður 4 Fékk slæmt höfuðhögg um miðjan fyrri hálfleik en hélt áfram. Var mjög nálægt því að búa til frábært færi fyrir Jón Daða í lok fyrri hálfleiks. Heilt yfir þá gekk ekki nógu vel hjá honum hvort sem var að vinna boltann eða halda boltanum.' Albert Guðmundsson, vinstri vængmaður 4 Albert var að reyna að búa til eitthvað í sókninni en varnarlega var hann afleitur. Það verst af öllu var að Albert fékk gult spjald fyrir leikaraskap og er því í banni á móti Liechtenstein á miðvikudaginn í leik þar sem var tækifæri fyrir hann að blómstra. Jón Daði Böðvarsson, framherji 5 Vinnusamur eins og vanalega. Var líka mun nær því að skora en í síðasta leik og þá sérstaklega á 58. mínútu þegar hann gerði mjög vel að koma sér í flott færi. Gat gefið boltann á Kolbein eða Birki en skaut sjálfur og lét verja frá sér. Jón Daði fékk líka fínt færi stuttu síðar en skaut þá framhjá. Varamenn: Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Arnór á 55. Mínútu 4 Var fljótur að komast í boltana í teignum eftir að hann kom inn á völlinn en því miður nýtti hann skallafærin sín ekki vel. Eftir ágætar upphafsmínútur komst hann lítið í fyrirgjafirnar eftir það. Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á fyrir Jón Daða á 77. mínútu Lék of lítiðArnór Ingvi Traustason kom inn á fyrir Jóhann Berg á 77. mínútu Lék of lítiðGuðlaugur Victor Pálsson kom inn á fyrir Birkir Bjarnason á 84. mínútu Lék of lítið
HM 2022 í Katar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Sjá meira