Sérstakt eftirlit með sóttkvíarreglum við gosstöðvarnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. mars 2021 20:02 Eldgos í Geldingadal á Reykjanesi Vilhelm Gunnarsson Virkt eftirlit var tekið upp á gossvæðinu í gær til að koma í veg fyrir að fólk sniðgangi sóttkví til að berja gosið augum. Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að loka Suðurstrandavegi tímabundið í dag vegna fjölda bifreiða og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld. Þúsundir heimsóttu gosstöðvarnar í dag enda var ágætis veður á svæðinu þrátt fyrir snjó og frost. Lögreglan á Suðurnesjum opnaði fyrir umferð um Suðurstrandaveg að svæðinu upp úr klukkan níu í morgun en þá hafði vegurinn verið lokaður í tæpan sólarhring vegna vonskuveðurs. Um fimm hundrað bílastæðum var fjölgað á svæðinu í dag og stýrði lögregla umferð. Loka fyrir umferð klukkan níu Lögreglan lokaði svo veginum um tíma í dag þar sem öll bílastæði voru full og verður svæðinu svo aftur lokað klukkan níu í kvöld. Er það gert af öryggisástæðum þar sem þörf er á að hvíla björgunarliða sem staðið hafa vaktina í rúma viku. Sérstakt eftirlit með sóttkvíarreglum Áhyggjur hafa verið uppi um að fólk komi beint frá útlöndum að gossvæðinu og sniðgangi sóttkví. Virkt eftirlit með þessu var tekið upp í Leifsstöð og við stikuðu leiðina að gossvæðinu í gær. „Þeir sem sinna eftirliti í flugstöð hafa sagt okkur það að þeir sem ætla að dvelja hér í tvo til fimm sólarhringa, þetta eru einstaklingar sem eru bólusettir eða hafa áður fengið Covid,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ekkert bendir til að gosið sé að klárast Í nótt munu sérfræðingar á Veðurstofunni kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgosins en óróamælingar gætu bent til þess þó of snemmt sé að fullyrða það. Ekkert bendir þó til að gosið sé að klárast. Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. Hraun hefur nú þakið botna Geldingadala og er það orðið fimmtán metra þykkt. Eldfjallafræðingur við Háskólann í Leeds segir að ef gosið haldi áfram næstu sjö daga muni hraunið flæða í Meradali. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þúsundir heimsóttu gosstöðvarnar í dag enda var ágætis veður á svæðinu þrátt fyrir snjó og frost. Lögreglan á Suðurnesjum opnaði fyrir umferð um Suðurstrandaveg að svæðinu upp úr klukkan níu í morgun en þá hafði vegurinn verið lokaður í tæpan sólarhring vegna vonskuveðurs. Um fimm hundrað bílastæðum var fjölgað á svæðinu í dag og stýrði lögregla umferð. Loka fyrir umferð klukkan níu Lögreglan lokaði svo veginum um tíma í dag þar sem öll bílastæði voru full og verður svæðinu svo aftur lokað klukkan níu í kvöld. Er það gert af öryggisástæðum þar sem þörf er á að hvíla björgunarliða sem staðið hafa vaktina í rúma viku. Sérstakt eftirlit með sóttkvíarreglum Áhyggjur hafa verið uppi um að fólk komi beint frá útlöndum að gossvæðinu og sniðgangi sóttkví. Virkt eftirlit með þessu var tekið upp í Leifsstöð og við stikuðu leiðina að gossvæðinu í gær. „Þeir sem sinna eftirliti í flugstöð hafa sagt okkur það að þeir sem ætla að dvelja hér í tvo til fimm sólarhringa, þetta eru einstaklingar sem eru bólusettir eða hafa áður fengið Covid,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ekkert bendir til að gosið sé að klárast Í nótt munu sérfræðingar á Veðurstofunni kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgosins en óróamælingar gætu bent til þess þó of snemmt sé að fullyrða það. Ekkert bendir þó til að gosið sé að klárast. Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. Hraun hefur nú þakið botna Geldingadala og er það orðið fimmtán metra þykkt. Eldfjallafræðingur við Háskólann í Leeds segir að ef gosið haldi áfram næstu sjö daga muni hraunið flæða í Meradali.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira